Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Beinadalur

Níu þátta hlað­varps­serí­an Bo­ne valley, eða Beinadal­ur, fer með hlust­end­ur í rann­sókn­ar­leið­ang­ur í gegn­um mýr­ar og dómsali Flórída­rík­is í leit að sann­leik­an­um og rétt­læti fyr­ir Leo Schofield, sem var rang­lega dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyr­ir að hafa átt að bana eig­in­konu sinni, Michelle, ár­ið 1987.

Beinadalur
Beinadalur Níu þátta hlaðvarpssería um morð og óréttlæti í mið Florída á níunda áratugnum. Mynd: Lava for good

Árið 2018 var Gilbert King Pulitzerverðlaunahafa boðið að tala á ráðstefnu um bók sem hann hlaut verðlaunin fyrir, bókina Devil in the Grove, sögu af fjórum ungum svörtum mönnum í Mið-Flórída, sem voru ranglega sakaðir og dæmdir fyrir að hafa nauðgað hvítri konu árið 1949, og lögfræðinginn sem barðist fyrir þá. Eftir ráðstefnuna sat Gilbert við borð, upptekinn við að árita bækur, þegar dómari kom að honum og rétti honum nafnspjald. Aftan á spjaldið hafði dómarinn skrifað annað nafn, Leo Schofield, og undir því: Hann er saklaus. 

Einhverju síðar ákvað Gilbert að hringja í dómarann sem svo sagði Gilbert söguna af Leo, að árið 1987, þegar Leo var 21 árs, var 18 ára eiginkona hans, Michelle, myrt á hrottalegan hátt. Tveimur árum seinna er Leo dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið, það var fyrir meira en þrjátíu árum síðan. Það sem dómarinn vildi segja honum var að sautján árum eftir morðið á Michelle komu ný sönnunargögn af vettvangi í ljós sem tengdu annan mann við glæpinn. Mann sem átti sögu um ofbeldi  í nágrenninu og sakaskrá sem sannaði það. Sá átti reyndar líka sögu um kerfi sem brást honum þegar foreldrar hans beittu hann ofbeldi.

En Flórídaríki vildi ekkert með slíkar upplýsingar gera en Gilbert vildi komast að sannleikanum og fékk Kelsey Decker pródúsent í lið með sér. Saman eyddu þau nær fjórum árum í að rannsaka málið sem stækkaði bara og stækkaði í hverjum þætti og óréttlætið sem Leo varð fyrir af hálfu ríkisins varð alltaf augljósara og augljósara. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár