Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Laun þingmanna tvöfaldast á sjö árum og verða rúmlega 1,4 milljón á mánuði

Laun for­sæt­is­ráð­herra munu verða rúm­lega 2,6 millj­ón­ir króna eft­ir yf­ir­vof­andi launa­hækk­un henn­ar. Það er 1.235 þús­und krón­um meira en laun for­sæt­is­ráð­herra voru snemm­sum­ars 2016. Mið­gildi allra heild­ar­launa hef­ur á sama tíma hækk­að um 283 þús­und krón­ur.

Laun þingmanna tvöfaldast á sjö árum og verða rúmlega 1,4 milljón á mánuði
Ríkisstjórn Laun almennra ráðherra í ríkisstjórn og forseta Alþingis munu hækka um 141 þúsund krónur 1.julí næstkomandi ef spár um 6,3 prósent launahækkun ganga eftir. Forsætisráðherra mun hækka um 156 þúsund krónur á mánuði. Mynd: Eyþór Árnason

Laun æðstu embættismanna Íslands munu hækka um 6-6,3 prósent 1. júlí næstkomandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá þessu í fréttum RÚV í gærkvöldi. Um er að ræða laun þingmanna, ráðherra, ráðuneytisstjóra, dómara, saksóknara, lögreglustjóra, ríkissáttasemjara seðlabankastjóra og forseta Íslands. Um er að ræða meiri hækkun en hópurinn fékk í fyrra, þegar laun hans hækkuðu um 4,7 prósent. 

Hækkunin byggir á aðferðarfræði sem fest var í lög 2019 og notuð er til að reikna út hvernig laun þessa efsta lags íslenska embættismannakerfisins eiga að hækka. Lögin voru sett í  kjöl­far þess að Kjara­ráð var lagt nið­ur. Það ráð ákvað í októ­ber 2016 að hækka laun for­­­­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­­­manna og laun ráð­herra gríð­­ar­­lega. Laun þing­­­­­­­­­­manna hækk­­­­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­­­­falls­­­­­­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­­­­sent. Sú ákvörðun var afar umdeild og var harðlega gagnrýnd. 

Ef miðað er við efri mörk þess bils sem Katrín nefndi í fréttum RÚV, og byggir á upplýsingum frá Hagstofu Íslands, munu laun þingmanna hækka um 85 þúsund krónur eftir rúman mánuð. Í byrjun sum­­­ars 2016, áður en hækkun Kjararáðs tók gildi, voru grunn­­laun þing­­manna á Íslandi 712 þús­und krónur á mán­uði. Nú stendur til að hækka þau upp í allt að 1.431 þúsund krónur. Launin hafa því rúmlega tvöfaldast á sjö árum og hækkað um 719 þúsund krónur. 

Til við­­bótar við ofan­­greint geta þing­­menn fengið ýmis­­­konar við­­bót­­ar­greiðslur vegna kostn­aðar sem fellur til vegna starfs­ins, eða auka­­starfa á borð við nefnd­­ar­­for­­mennsku. 

Laun forsætisráðherra verða yfir 2,6 milljónum

Grunn­­laun ráð­herra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257 þús­und krónur í laun snemm­sum­­­ars 2016 en eru nú á leiðinni í 2.372 þúsund krónur. Það er hækkun upp á 89 prósent eða 1.115 þúsund krónur á sjö árum. 

Forsætisráðherra var með 1.391 þús­und krónur í laun á mán­uði árið 2016 og er nú með 2.470 þús­und krón­ur. Hún mun hækka í 2.626 þúsund eftir rúman mánuð og hefur þá hækkað um 1.235 þúsund krónur á sjö árum, eða 89 prósent. 

Mið­gildi reglu­legra heild­­ar­­launa fólks á Íslands, sam­­kvæmt tölum frá Hag­­stofu Íslands, var 492 þús­und krónur í árs­­lok 2015. Í lok síð­­asta árs voru þau 775 þús­und krónur og höfðu því hækkað um 283 þús­und krón­­ur, eða 58 pró­­sent á tíma­bil­inu. Það þýðir að helm­ingur launa­manna var með laun undir þeirri tölu. 

Ef skoðað er með­al­tal heild­ar­launa þá hefur það farið úr 612 í 871 þúsund krónur á mánuði og hækkað um 42,3 pró­sent, eða 259 þús­und krón­ur, á sama tíma­bil­i. 

Langt umfram flestar launahækkanir

Sú gríð­ar­lega hækkun sem varð á launum æðstu embættismanna með ákvörðun Kjararáðs árið 2016 var harð­lega gagn­rýnd víða og varð til þess að ákveðið var að breyta því hvernig laun þjóð­kjör­inna full­trúa og æðstu emb­ætt­is­manna yrðu reikn­uð. Það var, líkt og áður sagði, gert með lögum árið 2019 og frá þeim tíma hækka þau í takti við þróun launa­vísi­tölu. Í síð­ustu langtímakjara­samn­ing­um, svoköll­uðum lífs­kjara­samn­ing­um, var hins vegar samið um krónu­tölu­hækk­anir fyrir flestar stéttir. Í skammtímasamningunum sem gerðir voru undir lok síðasta árs og í byrjun þessa varð þó breyting á og samið um hlutfallslegar hækkanir. 

Í ljósi þess að laun þessa embættismannahóps eru mun hærri en með­al­laun í þjóð­fé­lag­inu þá hækka þau um mun fleiri krónur en hjá þorra þeirra sem mynda launavísitöluna. Miðgildi heildarlauna í fyrra var, líkt og áður sagði, 775 þúsund krónur. Ef sá hópur myndi fá sömu hlutfallslegu launahækkun og forsætisráðherra á von á 1. júlí myndu laun hans hækka um 49 þúsund krónur, eða um 107 þúsund krónum minna en laun hennar munu hækka eftir rúman mánuð.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár