Landssamstökin Þroskahjálp hafa miklar áhyggjur af rafbyssuvæðingu lögreglunnar á Íslandi og hafa fundað með ríkislögreglustjóra vegna þessa. Ástæðan er sú að dæmi og reynsla erlendis frá sýnir að lögregla hefur beitt vopnum á fatlað fólk vegna þess að lögreglumenn hafa ekki nægilega þekkingu á aðstæðum þess. „Þroskahjálp hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði lögreglunnar enda sýnir reynslan erlendis frá að vopnum hefur verið beitt á félagslega berskjaldaða einstaklinga, þ.m.t. fatlað fólk,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Þroskahjálp og stundakennari í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri.
„Það er hrollvekjandi til þess að hugsa að rafbyssur bætist í jöfnuna“
Inga Björk kennir lögreglumönnum framtíðarinnar, og eins starfandi lögreglumönnum, hvernig þeir eiga að koma fram við fólk sem er með fötlun í skyldustörfum sínum. Meðal annars getur verið um að ræða …
Athugasemdir (7)