Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einkaneysla dregst minnst saman á Íslandi á Norðurlöndunum

Einka­neysla fólks dregst hlut­falls­lega minna sam­an hér á landi en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Seðla­banki Ís­lands hef­ur gagn­rýnt bæði einka­neyslu Ís­lend­inga og slæm áhrif launa­hækk­ana á eyðslu og þenslu hér á landi. Einka­neysla á Ís­landi í fyrra var sú mesta á Ís­landi frá ár­inu 2005.

Einkaneysla dregst minnst saman á Íslandi á Norðurlöndunum
Einkaneysla eykst Einkaneysla á Íslandi heldur áfram að aukast á milli ára og spári Seðlabankinn því að hún hafi aukist um 6,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Mynd: Bára Huld Beck

Einkaneysla fólks á Íslandi breytist minnst á milli mánaða og ára, þrátt fyrir verðbólgu og vaxtahækkanir, miðað við hin Norðurlöndin. Í Svíþjóð dróst einkaneyslan til dæmis saman um 2 og 4 prósent á milli ára í febrúar og mars á þessu ári, miðað við sömu mánuði í fyrra. Á meðan spáir Seðlabanki Íslands  því í riti sínu, Peningamálum, að einkaneyslan á Íslandi hafi aukist um 6,8 prósent á milli ára fyrsta ársfjórðungs 2021 og 2022. Sambærileg tala í Svíþjóð er að að einkaneyslan hefur dregist saman um 1,7 prósent á þessu sama tímabili.

Athygli vekur líka hversu  mikið meira einkaneyslan jókst á Íslandi í fyrra, í kjölfar Covid, en til dæmis í Svíþjóð.

„Í svona árferði þenslu getur verið auðveldara fyrir fyrirtæki að fleyta verðhækkunum í gegn.“
Róbert Farestveit,
hagfræðingur hjá ASÍ

Hin Norðurlöndin hafa einnig upplifað talsverða verðbólgu og stýrivaxtahækkanir þrátt fyrir að vextirnir hér á landi séu langhæstir …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Fimmta hver króna í umferð var "prentuð" á undanförnum rúmlega tveimur árum, EFTIR að verðbólga rauf efri vikmörk verðbólgumarkmiðs stjórnvalda og seðlabankans. Hver sá sem leyfði því að gerast ber óskipta ábyrgð á allri verðbólgu og vaxtahækkunum síðan þá. Það er ekki launafólk því það getur ekki "prentað" peninga heldur aðeins millifært þá. Verðbólga mælir verðlag og verð eru ákveðin af atvinnurekendum. Oft er spurt hvernig eigi að ná tökum á verðbólgunni, en svarið við því er að auðveldasta leiðin til að halda verðbólgu í skefjum er að sleppa því einfaldlega að búa hana til.
    0
  • JÞM
    Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Sigurður Jóhannesson og Gylfi Zoega eru með bestu greininguna. Nefna t.d. báðir mikil áhrif sem hraður vöxtur ferðaþjónustu eftir Covid hefur. Því er nánast ekkert atvinnuleysi og eigendur ferðaþjónustufyrirtækja græða á tá og fingri sem fer í einkaneyslu. Það mættu fara fleiri seðlar úr ferðaþjónustu í ríkiskassann líkt og í samanburðarlöndunum, það mundi snar hægja á einkaneyslunni og verðbólgunni. Annað sem má benda á er að stuðningsaðgerðir ríkisstjórnarinnar við ferðaþjónustu- og ótrúlegustu fyrirtæki í Covid, var mjög rausnarlegur greiði sem endurspeglaðist í því að algjör methagnaður var af fyrirtækjum út úr Covid kreppunni. Í raun glórulaus peningaprentun sem er núna eftir Covid að flæða af krafti frá fyrirtækjaeigendum út í einkaneyslu og verðbólgu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lífskjarakrísan

Býr sig undir „skell fasteignaeigenda á næsta ári“
FréttirLífskjarakrísan

Býr sig und­ir „skell fast­eigna­eig­enda á næsta ári“

Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, um­boðs­mað­ur skuld­ara, seg­ir að embætt­ið sé að búa sig und­ir fjölda um­sókna frá fast­eigna­eig­end­um í fjár­hags­vanda. Greina megi auk­inn óró­leika og jafn­vel kvíða hjá fólki sem þigg­ur símaráð­gjöf hjá embætt­inu. Flest sem fá að­stoð eru ör­yrkj­ar og lág­launa­fólk á leigu­mark­aði og seg­ir Ásta Sigrún að rík­is­stjórn­in verði að bregð­ast við vanda þess hóps.
Einni bílaviðgerð frá vandræðum
ViðtalLífskjarakrísan

Einni bíla­við­gerð frá vand­ræð­um

Af­borg­an­ir allra lána hafa hækk­að á síð­ustu miss­er­um og hef­ur það knú­ið Sig­trygg Ara Jó­hanns­son ljós­mynd­ara til að skoða af al­vöru að flytja bú­ferl­um til ann­ars lands til að kom­ast í skjól. „Ég átta mig á því að það er ekki eins og happ­drætt­is­vinn­ing­ur að flytja í ann­að land,“ seg­ir hann, „en ein­hverju er hægt að fórna fyr­ir stöð­ug­leika.“

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár