Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stýrivextir hækka meira en búist var við – Nú orðnir 8,75 prósent

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands hef­ur hækk­að stýri­vexti í þrett­ánda sinn í röð, nú um 1,25 pró­sentu­stig, í bar­áttu sinni við verð­bólg­una, sem mæl­ist nú 9,9 pró­sent.

Stýrivextir hækka meira en búist var við – Nú orðnir 8,75 prósent
Seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson er formaður peningastefnunefndar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Peningastefnunefnd Seðla­­­banka Íslands hefur hækkað stýrivexti sína um 1,25 prósentustig og upp í 8,75 prósent. Þetta er þrettánda vaxtahækkunin í röð. Stýrivextir náðu sögulegu lágmarki í maí 2021, áður en að yfirstandandi vaxtahækkunarferli hófst, en þá voru þeir 0,75 prósent. Stýrivextir voru síðast svona háir í janúar 2010, rúmlega einu  ári eftir bankahrunið. 

Nefndin hækkaði síðast vexti í mars, þá um eitt prósentustig, en verðbólgan hefur hækkað lítillega síðan þá og mældist 9,9 prósent í síðasta mánuði. Greiningaraðilar voru því allir á einu máli um að stýrivextirnir myndu hækka duglega í dag, enda næsti vaxtaákvörðunardagur ekki fyrr en í ágúst og því langt í næsta tækifæri peningastefnunefndarinnar til að beita vaxtatækinu í baráttunni gegn verðbólgunni.  Flestir spáðu þó eins prósentustiga hækkun, og hækkunin því umfram væntingar. 

Í verðbólgumati sem Veratibus, sem notar eigin verðkannanir og opinber gögn við mat á verðbólgu, hefur gert fyrir Heimildina er því spáð að verðbólgan muni hjaðna lítillega á milli mánaða, og fara úr 9,9 í 9,7 prósent. Hagstofan mun birta sínar verðbólgutölur á föstudag, þann 26. maí. Í mati Veratibus kemur fram að fyrirtækið telur verð á mat og drykkjavöru hafa hækkað um 1,3 prósent milli mánaða og liðurinn húsnæði, hiti og rafmagn hafi hækkað um 1,2 prósent. Ráðandi þáttur í því að verðbólgan lækkar aðeins milli mánaða sé að verð á  ferðum og flutningum hafi dregist saman um þrjú prósent frá því í apríl. 

Þegar verðbólguþróun er skoðuð ár aftur í tímann þá hefur matvara hækkað um 12,7 prósent samkvæmt mati Veratibus og húsnæðiskostnaður um 12,5 prósent. Húsnæðismarkaðurinn hefur þó róast á síðustu mánuðum en hækkar samt lítillega milli mánaða, meðal annars vegna verðbólgu sem hefur áhrif á reiknaða húsaleigu, innfluttrar kostnaðarverðbólgu og launabreytinga.

Aukin hætta er því á að verðbólga reynist þrálát“

Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar segir að efnahagsumsvif hafi verið kröftug það sem af er ári og samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sé spáð 4,8 prósent hagvexti á árinu í stað 2,6 prósent í febrúar. Þar vegi horfur á meiri vexti innlendrar eftirspurnar þungt en einnig sé útlit fyrir kröftugri umsvif í ferðaþjónustu.

Verðbólga hafi mælst 9,9 prósent í apríl og aukist lítillega milli mánaða. „Undirliggjandi verðbólga heldur áfram að aukast og miklar verðhækkanir mælast í sífellt stærri hluta neyslukörfunnar. Útlit er fyrir að verðbólguþrýstingur verði töluvert meiri í ár og á næsta ári en áður var gert ráð fyrir. Verðbólguvæntingar til lengri tíma hafa jafnframt hækkað og eru vel yfir markmiði. Aukin hætta er því á að verðbólga reynist þrálát.“

Í ljósi þess sé nauðsynlegt að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. „Einkum er mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags, sérstaklega þegar litið er til mikillar spennu í þjóðarbúinu og hversu stutt er í næstu kjarasamningalotu. Horfur eru því á að hækka þurfi vexti enn meira til að tryggja betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og koma verðbólgu í markmið.“

Hefur mikil áhrif á þróun íbúðalánavaxta

Frá vorinu 2021 hefur staðan á Íslandi breyst hratt. Stýrivextir hafa nú verið hækkaðir þréttán sinnum í röð og eru komnir í 8,75 prósent. Verðbólga hefur verið um eða yfir tíu prósent mánuðum saman, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á eigið fé þeirra sem eru með verðtryggð lán. 

Flestir stærstu lántakendur landsins hafa hækkað breytilega óverðtryggða vexti sína í takti við þessar stýrivaxtahækkanir. Hjá Landsbankanum, sem lánaði grunnlán á 3,3 prósent vöxtum í apríl 2021, voru vextir komnir í níu prósent fyrir stýrivaxtahækkunina í dag. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á sambærilegu óverðtryggðu láni á sama tímabili farið úr 3,4 í 9,25 prósent og hjá Arion banka hafa þeir hækkað úr 3,44 í 9,34 prósent. 

Þeir lífeyrissjóðir sem eru stórtækastir í óverðtryggðum útlánum hafa fylgt þessari þróun, þótt vextir þeirra séu enn lægri en þeir sem bankarnir bjóða upp á. Lægstir eru þeir sem stendur hjá Brú, eða 7,9 prósent. Lífeyrissjóður verzlunarmanna mun lána á 8,2 prósent vöxtum frá og með næstu mánaðarmótum og hjá Gildi eru breytilegu óverðtryggðu vextirnir þegar komnir upp í 8,6 prósent.

Snjóhengja vofir yfir

Um fjórðungur allra íbúðalána eru óverðtryggð á breytilegum vöxtum. Sá hópur hefur þurft að takast á við þessar hækkanir í gegnum stóraukna greiðslubyrði um hver mánaðarmót. Af 40 milljón króna láni hjá banka hafði mánaðarlega greiðslan aukist úr um 170 þúsund krónum í byrjun síðasta árs í 292 þúsund krónur í lok apríl síðastliðins. Frá því í apríl 2021 hafði hún rúmlega tvöfaldast. 

Sú aukna greiðslubyrði er langt umfram aukningu á kaupmætti á tímabilinu, en kaupmáttur ráðstöfunartekna, það sem hægt er að kaupa fyrir þau laun sem sitja eftir þegar búið er að borga skatta og önnur gjöld, hefur dregist saman þrjá ársfjórðunga í röð. 

Auk þess er stór hluti heimila með fasta óverðtryggða vexti til þriggja eða fimm ára, með lán upp á 707 milljarða króna. Af þeim stabba eru lán upp á næstum 600 milljarða króna, sem hafa verið á föstum vöxtum, að losna á næstu þremur árum. Þar af rennur binditími lána upp á 74 milljarða króna út á þessu ári. Þar er um að ræða lán 4.451 heimilis. 

Í ritinu Fjármálastöðugleiki, sem Seðlabanki Íslands gaf út fyrr á þessu ári, sagði bankinn að hann mæti áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði heimila enn sem komið er takmörkuð. Hins vegar væru „talsverðar líkur á að hluti þeirra heimila sem eru í dag með óverðtryggð lán með tímabundið fasta vexti ráði illa við þá vexti sem nú eru í boði þegar kemur að vaxtaendurskoðun. Möguleikinn á að færa sig yfir í verðtryggð lán takmarkar þó verulega líkurnar á því að þau lendi í greiðsluerfiðleikum þar sem mánaðarleg greiðslubyrði verðtryggðra lána er mun lægri en óverðtryggðra.“

Toppnum var ekki náð

Ásgeir Jóns­­son seðla­­banka­­stjóri lét hafa eftir sér þegar vextir voru hækkaðir í 5,75 prósent í október 2022 að toppnum á vaxtahækkunarferlinu væri mögulega náð. Mánuði síðar voru vextirnir hins vegar hækkaðir aftur, upp í sex prósent. Þá sagði Ásgeir að sú hækkun ætti að vera nóg til að ná verðbólgu niður í markmið, sem er 2,5 prósent, á ásættanlegum tíma. Boltinn væri hjá aðilum vinnumarkaðarins og ríkisvaldinu. 

Um 80 prósent af almenna vinnumarkaðnum, sem var með samninga lausa í fyrrahaust, samdi til skamms tíma við Samtök atvinnulífsins um kjarasamninga á síðasta ári sem gilda út janúar 2024. Á þessu ári hefur Efling bæst við þá sem samið hafa með þessum hætti.

Fjárlög voru hins vegar afgreidd með 120 milljarða króna halla, sem var umtalsvert meiri halli en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu þegar það var lagt fram í september 2022. Þá var hallinn áætlaður 89 milljarðar króna. Í áhættumati vegna framkvæmdar fjárlaga yfirstandandi árs, sem birt var fyrr á þessu ári, boðaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að gjöld vegna vaxtakostnaðar verði 27 milljörðum krónum hærri en gert var ráð fyrir og að kostnaður við ýmsa ríkisaðila myndi kosta 12,2 milljörðum krónum meira en áætlað var. Því liggur fyrir að gjaldahlið ríkisfjármála hefur verið að vaxa. 

Gagnrýnd fyrir að sleppa ekki bensíngjöfinni

Fimm ára fjármálaáætlunin var svo kynnt í lok mars. Samkvæmt henni er búist við því að ríkissjóður verði rekinn í halla á hverju ári til ársins 2028. Alls er hallinn frá byrjun árs 2023 og út árið 2027 áætlaður 161,2 milljarður króna. Skuldir ríkissjóðs halda því áfram að aukast á þessu tímabili.

Í niðurstöðum álitsgerðar fjármálaráðs um áætlunina sagði að staða opinberra fjármála væri sterk og skuldir hóflegar í alþjóðlegum samanburði. „Ráðið telur að nýta eigi styrka stöðu efnahagsmála til að minnka skuldir, en að óhætt sé að reka hið opinbera með halla þegar tekist er á við tímabundinn efnahagssamdrátt. Við ástand þenslu í efnahagsmálum er erfitt að rökstyðja að hið opinbera sé rekið með halla þar sem slíkt ýtir undir þenslu, hefur neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð og dregur úr svigrúmi til að mæta áföllum í framtíðinni.“

Þar sagði enn fremur að  þótt „bensíngjöfin sé ekki stigin í botn eins og áður hefur bensíngjöfinni þó ekki verið sleppt, enda þótt aðhald hafi aukist sé miðað við tímabil heimsfaraldursins.“ 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Skilaboð Seðlabankans eru kýrskýr. Slæleg hagstjórn!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár