Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Stýrivextir hækka meira en búist var við – Nú orðnir 8,75 prósent

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands hef­ur hækk­að stýri­vexti í þrett­ánda sinn í röð, nú um 1,25 pró­sentu­stig, í bar­áttu sinni við verð­bólg­una, sem mæl­ist nú 9,9 pró­sent.

Stýrivextir hækka meira en búist var við – Nú orðnir 8,75 prósent
Seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson er formaður peningastefnunefndar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Peningastefnunefnd Seðla­­­banka Íslands hefur hækkað stýrivexti sína um 1,25 prósentustig og upp í 8,75 prósent. Þetta er þrettánda vaxtahækkunin í röð. Stýrivextir náðu sögulegu lágmarki í maí 2021, áður en að yfirstandandi vaxtahækkunarferli hófst, en þá voru þeir 0,75 prósent. Stýrivextir voru síðast svona háir í janúar 2010, rúmlega einu  ári eftir bankahrunið. 

Nefndin hækkaði síðast vexti í mars, þá um eitt prósentustig, en verðbólgan hefur hækkað lítillega síðan þá og mældist 9,9 prósent í síðasta mánuði. Greiningaraðilar voru því allir á einu máli um að stýrivextirnir myndu hækka duglega í dag, enda næsti vaxtaákvörðunardagur ekki fyrr en í ágúst og því langt í næsta tækifæri peningastefnunefndarinnar til að beita vaxtatækinu í baráttunni gegn verðbólgunni.  Flestir spáðu þó eins prósentustiga hækkun, og hækkunin því umfram væntingar. 

Í verðbólgumati sem Veratibus, sem notar eigin verðkannanir og opinber gögn við mat á verðbólgu, hefur gert fyrir Heimildina er því spáð að verðbólgan muni hjaðna lítillega á milli mánaða, og fara úr 9,9 í 9,7 prósent. Hagstofan mun birta sínar verðbólgutölur á föstudag, þann 26. maí. Í mati Veratibus kemur fram að fyrirtækið telur verð á mat og drykkjavöru hafa hækkað um 1,3 prósent milli mánaða og liðurinn húsnæði, hiti og rafmagn hafi hækkað um 1,2 prósent. Ráðandi þáttur í því að verðbólgan lækkar aðeins milli mánaða sé að verð á  ferðum og flutningum hafi dregist saman um þrjú prósent frá því í apríl. 

Þegar verðbólguþróun er skoðuð ár aftur í tímann þá hefur matvara hækkað um 12,7 prósent samkvæmt mati Veratibus og húsnæðiskostnaður um 12,5 prósent. Húsnæðismarkaðurinn hefur þó róast á síðustu mánuðum en hækkar samt lítillega milli mánaða, meðal annars vegna verðbólgu sem hefur áhrif á reiknaða húsaleigu, innfluttrar kostnaðarverðbólgu og launabreytinga.

Aukin hætta er því á að verðbólga reynist þrálát“

Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar segir að efnahagsumsvif hafi verið kröftug það sem af er ári og samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sé spáð 4,8 prósent hagvexti á árinu í stað 2,6 prósent í febrúar. Þar vegi horfur á meiri vexti innlendrar eftirspurnar þungt en einnig sé útlit fyrir kröftugri umsvif í ferðaþjónustu.

Verðbólga hafi mælst 9,9 prósent í apríl og aukist lítillega milli mánaða. „Undirliggjandi verðbólga heldur áfram að aukast og miklar verðhækkanir mælast í sífellt stærri hluta neyslukörfunnar. Útlit er fyrir að verðbólguþrýstingur verði töluvert meiri í ár og á næsta ári en áður var gert ráð fyrir. Verðbólguvæntingar til lengri tíma hafa jafnframt hækkað og eru vel yfir markmiði. Aukin hætta er því á að verðbólga reynist þrálát.“

Í ljósi þess sé nauðsynlegt að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. „Einkum er mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags, sérstaklega þegar litið er til mikillar spennu í þjóðarbúinu og hversu stutt er í næstu kjarasamningalotu. Horfur eru því á að hækka þurfi vexti enn meira til að tryggja betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og koma verðbólgu í markmið.“

Hefur mikil áhrif á þróun íbúðalánavaxta

Frá vorinu 2021 hefur staðan á Íslandi breyst hratt. Stýrivextir hafa nú verið hækkaðir þréttán sinnum í röð og eru komnir í 8,75 prósent. Verðbólga hefur verið um eða yfir tíu prósent mánuðum saman, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á eigið fé þeirra sem eru með verðtryggð lán. 

Flestir stærstu lántakendur landsins hafa hækkað breytilega óverðtryggða vexti sína í takti við þessar stýrivaxtahækkanir. Hjá Landsbankanum, sem lánaði grunnlán á 3,3 prósent vöxtum í apríl 2021, voru vextir komnir í níu prósent fyrir stýrivaxtahækkunina í dag. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á sambærilegu óverðtryggðu láni á sama tímabili farið úr 3,4 í 9,25 prósent og hjá Arion banka hafa þeir hækkað úr 3,44 í 9,34 prósent. 

Þeir lífeyrissjóðir sem eru stórtækastir í óverðtryggðum útlánum hafa fylgt þessari þróun, þótt vextir þeirra séu enn lægri en þeir sem bankarnir bjóða upp á. Lægstir eru þeir sem stendur hjá Brú, eða 7,9 prósent. Lífeyrissjóður verzlunarmanna mun lána á 8,2 prósent vöxtum frá og með næstu mánaðarmótum og hjá Gildi eru breytilegu óverðtryggðu vextirnir þegar komnir upp í 8,6 prósent.

Snjóhengja vofir yfir

Um fjórðungur allra íbúðalána eru óverðtryggð á breytilegum vöxtum. Sá hópur hefur þurft að takast á við þessar hækkanir í gegnum stóraukna greiðslubyrði um hver mánaðarmót. Af 40 milljón króna láni hjá banka hafði mánaðarlega greiðslan aukist úr um 170 þúsund krónum í byrjun síðasta árs í 292 þúsund krónur í lok apríl síðastliðins. Frá því í apríl 2021 hafði hún rúmlega tvöfaldast. 

Sú aukna greiðslubyrði er langt umfram aukningu á kaupmætti á tímabilinu, en kaupmáttur ráðstöfunartekna, það sem hægt er að kaupa fyrir þau laun sem sitja eftir þegar búið er að borga skatta og önnur gjöld, hefur dregist saman þrjá ársfjórðunga í röð. 

Auk þess er stór hluti heimila með fasta óverðtryggða vexti til þriggja eða fimm ára, með lán upp á 707 milljarða króna. Af þeim stabba eru lán upp á næstum 600 milljarða króna, sem hafa verið á föstum vöxtum, að losna á næstu þremur árum. Þar af rennur binditími lána upp á 74 milljarða króna út á þessu ári. Þar er um að ræða lán 4.451 heimilis. 

Í ritinu Fjármálastöðugleiki, sem Seðlabanki Íslands gaf út fyrr á þessu ári, sagði bankinn að hann mæti áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði heimila enn sem komið er takmörkuð. Hins vegar væru „talsverðar líkur á að hluti þeirra heimila sem eru í dag með óverðtryggð lán með tímabundið fasta vexti ráði illa við þá vexti sem nú eru í boði þegar kemur að vaxtaendurskoðun. Möguleikinn á að færa sig yfir í verðtryggð lán takmarkar þó verulega líkurnar á því að þau lendi í greiðsluerfiðleikum þar sem mánaðarleg greiðslubyrði verðtryggðra lána er mun lægri en óverðtryggðra.“

Toppnum var ekki náð

Ásgeir Jóns­­son seðla­­banka­­stjóri lét hafa eftir sér þegar vextir voru hækkaðir í 5,75 prósent í október 2022 að toppnum á vaxtahækkunarferlinu væri mögulega náð. Mánuði síðar voru vextirnir hins vegar hækkaðir aftur, upp í sex prósent. Þá sagði Ásgeir að sú hækkun ætti að vera nóg til að ná verðbólgu niður í markmið, sem er 2,5 prósent, á ásættanlegum tíma. Boltinn væri hjá aðilum vinnumarkaðarins og ríkisvaldinu. 

Um 80 prósent af almenna vinnumarkaðnum, sem var með samninga lausa í fyrrahaust, samdi til skamms tíma við Samtök atvinnulífsins um kjarasamninga á síðasta ári sem gilda út janúar 2024. Á þessu ári hefur Efling bæst við þá sem samið hafa með þessum hætti.

Fjárlög voru hins vegar afgreidd með 120 milljarða króna halla, sem var umtalsvert meiri halli en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu þegar það var lagt fram í september 2022. Þá var hallinn áætlaður 89 milljarðar króna. Í áhættumati vegna framkvæmdar fjárlaga yfirstandandi árs, sem birt var fyrr á þessu ári, boðaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að gjöld vegna vaxtakostnaðar verði 27 milljörðum krónum hærri en gert var ráð fyrir og að kostnaður við ýmsa ríkisaðila myndi kosta 12,2 milljörðum krónum meira en áætlað var. Því liggur fyrir að gjaldahlið ríkisfjármála hefur verið að vaxa. 

Gagnrýnd fyrir að sleppa ekki bensíngjöfinni

Fimm ára fjármálaáætlunin var svo kynnt í lok mars. Samkvæmt henni er búist við því að ríkissjóður verði rekinn í halla á hverju ári til ársins 2028. Alls er hallinn frá byrjun árs 2023 og út árið 2027 áætlaður 161,2 milljarður króna. Skuldir ríkissjóðs halda því áfram að aukast á þessu tímabili.

Í niðurstöðum álitsgerðar fjármálaráðs um áætlunina sagði að staða opinberra fjármála væri sterk og skuldir hóflegar í alþjóðlegum samanburði. „Ráðið telur að nýta eigi styrka stöðu efnahagsmála til að minnka skuldir, en að óhætt sé að reka hið opinbera með halla þegar tekist er á við tímabundinn efnahagssamdrátt. Við ástand þenslu í efnahagsmálum er erfitt að rökstyðja að hið opinbera sé rekið með halla þar sem slíkt ýtir undir þenslu, hefur neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð og dregur úr svigrúmi til að mæta áföllum í framtíðinni.“

Þar sagði enn fremur að  þótt „bensíngjöfin sé ekki stigin í botn eins og áður hefur bensíngjöfinni þó ekki verið sleppt, enda þótt aðhald hafi aukist sé miðað við tímabil heimsfaraldursins.“ 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Skilaboð Seðlabankans eru kýrskýr. Slæleg hagstjórn!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Áhyggjur Norðmanna af njósnum Kína og spegilmyndin Ísland
3
FréttirKína og Ísland

Áhyggj­ur Norð­manna af njósn­um Kína og speg­il­mynd­in Ís­land

Yf­ir­völd ör­ygg­is­mála í Nor­egi hafa áhyggj­ur af mögu­legri mis­notk­un yf­ir­valda í Kína á sam­skiptamiðl­in­um TikT­ok. In­ger Haug­land hjá norsku ör­ygg­is­lög­regl­unni PST var­ar Norð­menn við að nota mið­il­inn. Ís­land er eft­ir­bát­ur hinna Norð­ur­land­anna í varn­ar- og netör­ygg­is­mál­um og er ekki með sams kon­ar við­bún­að og þau gagn­vart mögu­leg­um njósn­um er­lendra ríkja eins og Kína og Rúss­lands.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
7
Fréttir

Nið­ur­stað­an hefði getað ver­ið drama­tísk­ari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.
„Það er enginn dómari í eigin sök“
9
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
9
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
10
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu