Flosi Eiríksson, stjórnarformaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir við Heimildina að áhugavert sé að sjá mun milli einstakra félaga í nýlegri skýrslu Deloitte um fjármál fótboltafélaga, meðal annars það hvaðan tekjur félaganna eru að koma. Þá sé hið mikla og vaxandi umfang fótboltans eftirtektarvert.
Hann væntir þess að framhald verði á birtingu upplýsinga með þessum hætti og þess að með árunum verði samanburðurinn betri og betri, kerfið og eyðublöðin verði staðlaðri svo öll félögin bókfæri fjárhagsupplýsingar sínar með sama hætti.
Breiðablik er á alla mælikvarða með stærstu fótboltaliðum landsins. Unglingastarfið er hvergi jafn umfangsmikið ef litið er til tekna og gjalda og árangur liðsins hefur bæði skilað tekjum vegna þátttöku í Evrópukeppnum og svo stöðugu innflæði fjár vegna sölu leikmanna í atvinnumennsku.
Flosi segir hvoru tveggja skipta verulegu máli í rekstri félagsins, sölu …
Athugasemdir