Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Hættulegt launaskrið og misvísandi tölur

Á bak­sviði ís­lenska fót­bolta­heims­ins er stund­um kjaft­að um vafa­sama hlið­ar­samn­inga og vand­ræði með launa­greiðsl­ur. Ný­leg skýrsla frá Deloitte varp­aði kast­ljós­inu að fjár­mál­um fót­boltaliða og ekki er ljóst hvort allt sem þar kem­ur fram þoli of nána rýni. Eitt er þó víst: Hers­ing karl­manna virð­ist fá ágæt­lega borg­að fyr­ir að spila fót­bolta á Ís­landi. Mögu­lega of mik­ið, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Hættulegt launaskrið og misvísandi tölur
Sigurmark Úr rimmu KR og Breiðabliks á tættum grasvelli fyrrnefnda liðsins fyrr í þessum mánuði. Mynd: Hafliði Breiðfjörð

Þrátt fyrir að karlaknattspyrnan hér innanlands sé ef til vill ekki hátt skrifuð á alþjóðavísu eru talsverðir fjármunir í boltanum. Samkvæmt nýlegri greiningu Deloitte á rekstrarniðurstöðum íslenskra knattspyrnufélaga greiddu þau 14 félög, sem ýmist léku í A-deild karla í fyrra eða unnu sér keppnisrétt með því að komast upp úr B-deildinni, hartnær 1,4 milljarða króna í laun til leikmanna árið 2022.

Tekið skal fram að inni í þessum tölum er einnig launakostnaður kvennaliða þessara sömu félaga, en ætla má að hann sé hverfandi hluti af heildarsummunni, kannski 10–15 prósent, samkvæmt því sem viðmælendur Heimildarinnar sem þekkja til í heimi boltans segja.

Auk þess að varpa ljósi á háa launareikninga félaganna sýnir skýrsla Deloitte svart á hvítu hve misjafnlega félögin sem eru að berjast í efstu deild í íslenska boltanum standa fjárhagslega. Á meðan að sum hafa notið verulega góðs af því að vera í Evrópukeppni síðustu tímabil hafa önnur setið …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár