Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þingmenn biðja um athugun á kvótaúthlutunum Byggðastofnunar

14 þing­menn úr stjórn­ar­and­stöð­unni hafa lagt fram beiðni á Al­þingi um að Rík­is­end­ur­skoð­un vinni skýrslu um kvóta­út­hlut­an­ir Byggða­stofn­un­ar. Í lok síð­asta árs var greint frá því að Byggða­stofn­un hefði, þvert á lög, út­hlut­að byggða­kvóta til fyr­ir­tæk­is í meiri­hluta­eigu norsks lax­eld­isrisa.

Þingmenn biðja um athugun á kvótaúthlutunum Byggðastofnunar
Kvótaúthlutun þvert á lög Í lok árs í fyrra kom í ljós að Byggðastofnun hafði úthlutað byggðakvóta til fyrirtækis á Djúpavogi þvert á lög. Fyrirtækið var í meirihlutaeigu norsks eldisrisa en fyrirtæki í eigu erlendra aðila mega ekki fá kvóta hér á landi.

Fjórtán þingmenn úr stjórnarandstöðu hafa lagt fram beiðni á Alþingi um að Ríkisendurskoðun vinni skýrslu um kvótaúthlutanir Byggðastofnunar.  Beiðnin byggir meðal annars á því að upp hafa komið tilfelli þar sem byggðakvóta hefur verið úthlutað þvert á lög. Alþingi hefur ekki tekið beiðnina fyrir en  hún var lögð fram þann 10. maí síðastliðinn. 

Í beiðninni, sem varaþingmaðurinn Sigurjón Þórðarson leggur fram í félagi við þrettán ára, segir meðal annars: „Þá hafa komið upp tilvik þar sem stjórnvöld hafa gert samninga við erlenda aðila um úthlutun byggðakvóta þrátt fyrir að slíkt brjóti í bága við ákvæði laga sem banna erlent eignarhald á íslenskum útgerðum.“ Aðrir þingmenn sem leggja frumvarpið fram eru meðal annars samflokksmenn Sigurjóns úr Flokki fólksins, þingmenn Pírata og tveir þingmenn Viðreisnar. 

Samkvæmt íslenskum lögum mega fyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila ekki hafa afnotarétt af eða fá úthlutað kvóta eða byggðakvóta á Íslandi. 

Hugmyndin með byggðakvóta er að Byggðastofnun geti tekið ákvörðun um að úthluta kvóta endurgjaldslaust til að styrkja byggðaþróun á landsbyggðinni þar sem það er talið þurfa. 

Kvóta úthlutað til fyrirtækis í eigu norsks eldisrisa

Með þessum orðum í beiðninni er líklega vísað til fréttar sem Stundin, annar af fyrirrennurum Heimildarinnar, sagði í lok síðasta árs. Í henni kom fram að Byggðastofnun hefði úthlutað 800 tonna byggðakvóta, sem er um 320 milljóna króna virði á ári, til fyrirtækisins Búlandstinds á Djúpavogi sem er í meirihlutaeigu norska laxeldisfyrirtækisins Måsøval.

Samningur um byggðakvótann var gerður árið 2018 og kom fram í svörum Byggðastofnunar að ríkisstofnunin hefði ekki vitað það fyrr en síðasta sumar að fyrirtækið væri að meirihluta í erlendri eigu. Måsøval hefur verið meirihlutaeigandi laxeldisfyrirtækisins Ice Fish Farm á Austurlandi. Byggðastofnun úthlutaði kvótanum til að vega upp á móti neikvæðum afleiðingum þess að grindvíska útgerðin Vísir hætti starfsemi á Djúpavogi árið 2015 og 50 manns misstu vinnuna. 

Í samtali við Stundina sagði yfirlögfræðingur Byggðastofnunar, Hjalti Árnason, að stofnunin hefði strax gripið til aðgerða þegar þetta erlenda eignarhald uppgötvaðist.  „Þegar ljóst var orðið að eignarhald á Búlandstindi var með þeim hætti sem þú lýsir gerði Byggðastofnun kröfu um að tryggt væri að samningsaðilar uppfylltu kröfur laga nr. 34/1991. [...] Það var klárlega afstaða Byggðastofnunar að eignarhald þessara fyrirtækja þyrfti að standast ákvæði þessara laga.“

Í kjölfarið tók fyrirtæki sem heitir Ósnes við samningsskyldum Búlandstinds um byggðakvótann en það fyrirtæki er alfarið í eigu íslenskra aðila. 

„Þá hafa komið upp tilvik þar sem stjórnvöld hafa gert samninga við erlenda aðila um úthlutun byggðakvóta þrátt fyrir að slíkt brjóti í bága við ákvæði laga sem banna erlent eignarhald á íslenskum útgerðum.“
Úr beiðninni um skýrsluna

 Gagnrýna að stórútgerðir fái byggðakvóta

Í beiðninni kemur einnig fram að einkennilegt sé að stórar útgerðir hafi fengið úthlutað byggðakvóta. Þingmennirnir sem leggja beiðnina fram spyrja meðal annars að því í beiðninni hvort byggðasjónarmið hafi sannarlega alltaf verið höfð sem markmið við úthlutun þessa kvóta í gegnum árin. „Úthlutun byggðakvóta hefur sætt gagnrýni og deilt hefur verið um hvort stjórnvöld hafi ávallt haft byggðasjónarmið að leiðarljósi við ákvarðanatöku um úthlutun byggðakvóta. Þá hefur það sætt gagnrýni þegar stærri útgerðir fá úthlutað til sín byggðakvóta, enda margir sem rekja neikvæða byggðaþróun undanfarinna áratuga til samþjöppunar veiðiheimilda á fárra hendur.

Þingmennirnir klikkja svo út með það í beiðninni að mikilvægt sé að úthlutun þeirra gæða sem byggðakvótinn er sé hafin yfir allan vafa og að þess vegna þurfi Ríkisendurskoðun að vinna þessa skýrslu. „Það er meginregla íslenskrar stjórnsýslu að þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um úthlutun gæða sé jafnræðis gætt meðal umsækjenda. Þegar um ræðir jafn mikilvæga ráðstöfun og úthlutun byggðakvóta má fullyrða að það sé öllum til gagns að framkvæmdin sé hafin yfir vafa. Því telja flutningsmenn brýnt að ríkisendurskoðanda verði falið að gera úttekt á ráðstöfun byggðakvóta.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Áralangt karp um byggðakvótann: Alþingi samþykkir gerð skýrslu
SkýringKvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Ára­langt karp um byggða­kvót­ann: Al­þingi sam­þykk­ir gerð skýrslu

Beiðni um að Rík­is­end­ur­skoð­un geri skýrslu um út­hlut­un Byggða­kvóta var sam­þykkt á Al­þingi í síð­ustu viku. Sig­ur­jón Þórð­ar­son, vara­mað­ur í stjórn Byggða­stofn­un­ar, seg­ir að Byggða­stofn­un sé að fram­fylgja póli­tísk­um vilja Fram­sókn­ar­flokks­ins við út­hlut­un byggða­kvóta. For­stjóri Byggða­stofn­un­ar, Arn­ar Elías­son, seg­ir gagn­rýn­ina byggða á mis­skiln­ingi.
Segir óráðsíu og eftirlitsleysi ríkja í úthlutun á milljarða króna byggðakvóta
FréttirKvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Seg­ir óráðs­íu og eft­ir­lits­leysi ríkja í út­hlut­un á millj­arða króna byggða­kvóta

Tæp­lega tveggja millj­arða byggða­kvóta er út­hlut­að ár­lega frá ís­lenska rík­inu. Út­hlut­un á rúm­lega 300 millj­óna byggða­kvóta til fyr­ir­tækja á Djúpa­vogi sem eru í meiri­hluta­eigu norskra lax­eld­is­fyr­ir­tækja var brot á lög­um. Byggða­stofn­un hef­ur breytt verklagi sínu vegna þessa máls. Sig­ur­jón Þórð­ar­son, vara­mað­ur í stjórn Byggða­stofn­un­ar, seg­ir óverj­andi hvernig byggða­kvót­an­um er út­hlut­að.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár