Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Alvotech tapaði 38 milljörðum króna á þremur mánuðum

Mark­aðsvirði Al­votech hef­ur lækk­að um alls 212 millj­arða króna á rúm­um mán­uði, eða síð­an að banda­ríska lyfja­eft­ir­lit­ið synj­aði fé­lag­inu um mark­aðs­leyfi fyr­ir lyk­il­vöru. Hand­bært fé Al­votech í lok mars var um 42 pró­sent af tapi fé­lags­ins á fyrsta árs­fjórð­ungi.

Alvotech tapaði 38 milljörðum króna á þremur mánuðum
Forstjórinn Róbert Wessman er tók sem forstjóri Alvotech um síðustu áramót. Mynd: Nasdaq Iceland

Alvotech tapaði alls 276,2 milljónum Bandaríkjadala á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Miðað við gengi Bandaríkjadals í lok mars eru það 37,6 milljarðar króna. Það er mun meira tap en var hjá félaginu á sama tímabili í fyrra, þegar það tapaði 10,5 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Munurinn milli ára er því 27,1 milljarðar króna. 

Þetta tap bætist við þá 70 milljarða króna sem Alvotech tapaði á árinu 2022 og 12,9 milljarða króna sem félagið tapaði 2021. 

Í uppgjörinu kemur fram að Alvotech hafi átt 115,8 milljónir Bandaríkjadali í handbæru fé í lok mars síðastliðins, sem er um 15,8 milljarðar króna á gengi þess gjaldmiðils í lok mars. Það er um 42 prósent af þeim fjármunum sem félagið tapaði á fyrsta ársfjórðungi 2023. Ef Alvotech hefur haldið áfram að tapa fé á sama hraða og félagið gerði á fyrstu þremur mánuðum ársins er ljóst að það fé hefur ekki dugað Alvotech lengi. Innherji, undirvefur Vísis sem fjallar um efnahagsmál og viðskipti, greinir frá því í dag að Alvotech skoði að sækja sér aukið fjármagn í reksturinn. 

Fengu ekki markaðsleyfi

Alvotech varð fyrir miklu áfalli í apríl síðastliðnum þegar bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) tilkynnti að það gæti ekki veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðu líftæknigigtarlyfsins Humira sem er mest selda lyf í heimi. Róbert Wessman, forstjóri, stjórnarformaður og helsti eigandi Alvotech, sagði í viðtali í janúar að það væri „mjög ólíklegt“ að bandaríska lyfjaeftirlitið myndi setja fram frekari athugasemdir sem myndu valda því að ekki væri hægt að hefja markaðssetningu á AVT02 í júlí.

Daginn sem niðurstaða lyfjaeftirlitsins átti að liggja fyrir, þann 13. apríl, var markaðsvirði Alvotech 528 milljarðar króna. Síðan þá hefur það fallið gríðarlega og var í lok dags í gær 358 milljarðar króna. Það þýðir að á rúmum mánuði höfðu 170 milljarðar króna skafist af markaðsvirði Alvotech

Markaðurinn hefur ekki tekið vel í ársfjórðungsuppgjörið sem birt var í dag. Bréf í Alvotech hafa fallið um tæplega tólf prósent og markaðsvirðið er komið niður í 316 milljarða króna. Virðið hefur minnkað um alls 212 milljarða króna síðan 13. apríl. 

Hafa óskað eftir fundi með deild

Fjallað er um synjun lyfjaeftirlitsins í tilkynningu til Kauphallar Íslands vegna uppgjörsins. Þar segir að í svari þess hafi verið bent á að Alvotech þurfi að bregðast við athugasemdum sem gerðar voru í kjölfar úttektar eftirlitsins á framleiðsluaðstöðunni í Reykjavík, til þess að eftirlitið geti samþykkt umsókn Alvotech um markaðsleyfi. 

Alvotech er með aðra umsókn um markaðsleyfi fyrirliggjandi hjá eftirlitinu og frestur til að afgreiða hana rennur út 28. júní næstkomandi. „Sú umsókn inniheldur gögn sem staðfesta að lyfið standist kröfur til að markaðsetja megi það sem líftæknilyfjahliðstæðum, auk gagna sem staðfesta að lyfið uppfylli kröfur um útskiptileika við Humira. Skilyrðið sem eftir er að uppfylla til þess að FDA geti afgreitt umsóknina er jákvæð niðurstaða úttektar á aðstöðu fyrirtækisins. Alvotech hefur óskað eftir fundi með þeirri deild FDA sem ber ábyrgð á úttektum á lyfjaframleiðendum (OPMA) til að ræða hvort svör fyrirtækisins við athugasemdum eftirlitsins teljist fullnægjandi.“

Fjár­fest­inga­fé­lagið Aztiq, sem nú heitir Flóki Invest, var stærsti eigandi Alvotech í lok síðasta árs. Það er að stórum hluta í eigu Róberts Wessman og hélt þá á næstum 41 pró­senta hlut í Alvotech. Þar á eftir kom Alvogen, syst­ur­fé­lag Alvotech, með um 36 pró­sent, en Róbert á um þriðj­ung í því félagi. Þessi tvö félög voru langstærstu eigendur Alvotech. Alls eiga aðrir íslenskir fjárfestar um níu prósent í Alvotech. Yfir 900 manns starfa hjá samstæðunni. Langflestir þeirra, rúmlega 700, starfa hérlendis.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár