Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Óperusöngvari Íslands fallinn frá

Garð­ar Cortes óperu­söngv­ari lést þann 14. maí. Hann lét víða til sín taka og var einn áhrifa­mesti ís­lenski tón­list­ar­mað­ur seinni tíma.

Óperusöngvari Íslands fallinn frá
Áhrifamikill Á ferli sínum starfaði Garðar sem óperusöngvari, óperustjóri, stofnandi hljómsveita og hljómsveitarstjóri, stofnandi kóra og kórstjóri og fleira. Mynd: Golli

Garðar Emanú­el Ax­els­son Cortes óperu­söngv­ari lést þann 14. maí. Garðar fórnaði eigin frama á alþjóðavettvangi til að sinna hugsjónarstarfi hér heima. Fyrir vikið skilur hann eftir sig ríkulega arfleifð, en hann lét víða til sín taka og var einn áhrifamesti íslenski tónlistarmaður seinni tíma. 

FrumkvöðullGarðar stóð meðal annars að stofnun Söngskólans í Reykjavík árið 1973 og Íslensku óperunnar sjö árum síðar.

Garðar var fæddur í Reykjavík 24. sept­em­ber 1940. Hann lauk prófi frá The Royal Academy of Music árið 1968. Ári síðar útskrifaðist hann frá Watford School of Music. Hann var frumkvöðull sem stóð meðal annars að stofnun Söngskólans í Reykjavík árið 1973 og Íslensku óperunnar sjö árum síðar. Á fyrsta starfsári Söngskólans bárust hundrað umsóknir, en alls hafa þúsundir söngvara hafa stundað nám við skólann. Þeirra á meðal er sonur Garðars, Garðar Thór Cortes. Eftir stofnun Íslensku óperunnar var hann óperustjóri í tæp tuttugu ár og setti upp fjölda sýninga á starfstíma sínum. Síðar stjórnaði hann Óperunni í Gautaborg í Svíþjóð um tíma. Á ferli sínum starfaði Garðar sem óperusöngvari, óperustjóri, stofnandi hljómsveita og hljómsveitarstjóri, stofnandi kóra og kórstjóri og fleira. 

Hann hlaut fjölda viðurkenninga vegna starfa sinna, en þar má nefna Hina íslensku fálkaorðu sem hann var sæmdur árið 1990 og heiðursverðlaun Grímunnar árið 2017. 

Garðar var 82 ára þegar hann lést. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona hans er Krystyna Maria Blas­iak Cortes. Garðar læt­ur eft­ir sig fjög­ur börn og níu barna­börn.


Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar, farinn er sannur listamaður og eldhugi, hlakka til að hitta hann í upprisunni, þegar Jesú kemur aftur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár