Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Óperusöngvari Íslands fallinn frá

Garð­ar Cortes óperu­söngv­ari lést þann 14. maí. Hann lét víða til sín taka og var einn áhrifa­mesti ís­lenski tón­list­ar­mað­ur seinni tíma.

Óperusöngvari Íslands fallinn frá
Áhrifamikill Á ferli sínum starfaði Garðar sem óperusöngvari, óperustjóri, stofnandi hljómsveita og hljómsveitarstjóri, stofnandi kóra og kórstjóri og fleira. Mynd: Golli

Garðar Emanú­el Ax­els­son Cortes óperu­söngv­ari lést þann 14. maí. Garðar fórnaði eigin frama á alþjóðavettvangi til að sinna hugsjónarstarfi hér heima. Fyrir vikið skilur hann eftir sig ríkulega arfleifð, en hann lét víða til sín taka og var einn áhrifamesti íslenski tónlistarmaður seinni tíma. 

FrumkvöðullGarðar stóð meðal annars að stofnun Söngskólans í Reykjavík árið 1973 og Íslensku óperunnar sjö árum síðar.

Garðar var fæddur í Reykjavík 24. sept­em­ber 1940. Hann lauk prófi frá The Royal Academy of Music árið 1968. Ári síðar útskrifaðist hann frá Watford School of Music. Hann var frumkvöðull sem stóð meðal annars að stofnun Söngskólans í Reykjavík árið 1973 og Íslensku óperunnar sjö árum síðar. Á fyrsta starfsári Söngskólans bárust hundrað umsóknir, en alls hafa þúsundir söngvara hafa stundað nám við skólann. Þeirra á meðal er sonur Garðars, Garðar Thór Cortes. Eftir stofnun Íslensku óperunnar var hann óperustjóri í tæp tuttugu ár og setti upp fjölda sýninga á starfstíma sínum. Síðar stjórnaði hann Óperunni í Gautaborg í Svíþjóð um tíma. Á ferli sínum starfaði Garðar sem óperusöngvari, óperustjóri, stofnandi hljómsveita og hljómsveitarstjóri, stofnandi kóra og kórstjóri og fleira. 

Hann hlaut fjölda viðurkenninga vegna starfa sinna, en þar má nefna Hina íslensku fálkaorðu sem hann var sæmdur árið 1990 og heiðursverðlaun Grímunnar árið 2017. 

Garðar var 82 ára þegar hann lést. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona hans er Krystyna Maria Blas­iak Cortes. Garðar læt­ur eft­ir sig fjög­ur börn og níu barna­börn.


Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar, farinn er sannur listamaður og eldhugi, hlakka til að hitta hann í upprisunni, þegar Jesú kemur aftur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
5
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár