Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Óperusöngvari Íslands fallinn frá

Garð­ar Cortes óperu­söngv­ari lést þann 14. maí. Hann lét víða til sín taka og var einn áhrifa­mesti ís­lenski tón­list­ar­mað­ur seinni tíma.

Óperusöngvari Íslands fallinn frá
Áhrifamikill Á ferli sínum starfaði Garðar sem óperusöngvari, óperustjóri, stofnandi hljómsveita og hljómsveitarstjóri, stofnandi kóra og kórstjóri og fleira. Mynd: Golli

Garðar Emanú­el Ax­els­son Cortes óperu­söngv­ari lést þann 14. maí. Garðar fórnaði eigin frama á alþjóðavettvangi til að sinna hugsjónarstarfi hér heima. Fyrir vikið skilur hann eftir sig ríkulega arfleifð, en hann lét víða til sín taka og var einn áhrifamesti íslenski tónlistarmaður seinni tíma. 

FrumkvöðullGarðar stóð meðal annars að stofnun Söngskólans í Reykjavík árið 1973 og Íslensku óperunnar sjö árum síðar.

Garðar var fæddur í Reykjavík 24. sept­em­ber 1940. Hann lauk prófi frá The Royal Academy of Music árið 1968. Ári síðar útskrifaðist hann frá Watford School of Music. Hann var frumkvöðull sem stóð meðal annars að stofnun Söngskólans í Reykjavík árið 1973 og Íslensku óperunnar sjö árum síðar. Á fyrsta starfsári Söngskólans bárust hundrað umsóknir, en alls hafa þúsundir söngvara hafa stundað nám við skólann. Þeirra á meðal er sonur Garðars, Garðar Thór Cortes. Eftir stofnun Íslensku óperunnar var hann óperustjóri í tæp tuttugu ár og setti upp fjölda sýninga á starfstíma sínum. Síðar stjórnaði hann Óperunni í Gautaborg í Svíþjóð um tíma. Á ferli sínum starfaði Garðar sem óperusöngvari, óperustjóri, stofnandi hljómsveita og hljómsveitarstjóri, stofnandi kóra og kórstjóri og fleira. 

Hann hlaut fjölda viðurkenninga vegna starfa sinna, en þar má nefna Hina íslensku fálkaorðu sem hann var sæmdur árið 1990 og heiðursverðlaun Grímunnar árið 2017. 

Garðar var 82 ára þegar hann lést. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona hans er Krystyna Maria Blas­iak Cortes. Garðar læt­ur eft­ir sig fjög­ur börn og níu barna­börn.


Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar, farinn er sannur listamaður og eldhugi, hlakka til að hitta hann í upprisunni, þegar Jesú kemur aftur.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár