Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samherji sakar listamann um að reyna að hafa af sér fé

Sam­herji hef­ur sent starfs­fólki sínu bréf þar sem fé­lag­ið for­dæm­ir gjörn­ing lista­manns­ins Odee sem í morg­un gekkst við því að vera mað­ur­inn á bak við falska heima­síðu Sam­herja þar sem namib­íska þjóð­in er beð­in af­sök­un­ar á fram­ferði Sam­herja.

Samherji sakar listamann um að reyna að hafa af sér fé
Ósáttur Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er afar ósáttur við listgjörninginn. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Eins og ykkur er eflaust kunnugt um, hefur falsfréttum í nafni Samherja verið dreift að undanförnu.“ Svona hefst bréf sem Samherji hefur sent starfsfólki sínu í tengslum við gjörning listamannsins Odee, Odds Eysteins Friðrikssonar. Hann gekkst við því í morgun að afsökunarbeiðni til Namibíu vegna framgöngu Samherja, bresk heimasíða með nafni og myndmerki Samherja, væri hans listgjörningur. 

Samherji fordæmir listgjörninginn og segist ekki geta unað „misnotkun af þessu tagi“ og vísar þar til notkunar Odee á nafni og myndmerki félagsins. 

Krefjast lokunar síðunnar

Í bréfinu segir ennfremur: „Sú afstaða okkar hefur ekkert með list eða tjáningarfrelsi að gera heldur endurspeglar einungis skýlausan rétt okkar og skyldu til að vernda vörumerki félagsins. En það höfum við byggt upp af kostgæfni á undangengnum fjórum áratugum um allan heim.

Þá er rétt að greina frá því að í þessari misnotkun fólst ekki einungis listrænn tilgangur eins og höfundur heldur fram, því auk þess var reynt að hafa fé af Samherja með því að fela auglýsingastofu birtingu á auglýsingaefni af sama tagi gegn greiðslu frá Samherja.

Samherji mun gera kröfu um að umræddri heimasíðu verði lokað og þessi misnotkun verði ekki látin viðgangast.“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, skrifar sjálfur undir bréfið, sem ennfremur er birt á heimasíðu félagsins, en því lýkur með orðunum:

„Ég tel rétt að láta ykkur vita af þessu.

Bestu kveðjur,

Þorsteinn Már“

Ljótur blettur á sögu þjóðar

Odee sagði í samtali við Heimildina í morgun að það ætti „bara að taka lyklana að Samherja og afhenda þá Namibíumönnum á núll einni, það á bara að gefa þeim þetta fyrirtæki.“ 

Odee sendi í morgun frá sér fréttatilkynningu þar sem hann greinir frá því að verkið „We‘re Sorry“ sé hugmynda- og gjörningalistaverk þar sem listformið menningarbrenglun er notað. Í tilkynningunni segir að verkið sé ekki eingöngu listræn tjáning, „það táknar djúpstæða iðrun sem Namibíumenn eiga réttilega skilið frá Íslandi í kjölfar ömurlegra gjörða Samherja í Namibíu. Sem listamaður og Íslendingur bið ég Namibíu afsökunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Við stöndum saman að fordæmingu okkar á arðráni því sem hefur orðið uppvíst. Þessi skammarlegi kafli hefur skilið eftir ljótan blett á sögu þjóðar okkar, jafngildan nýlendendustefnu einkaaðila gegn fullvalda þjóð. Reiði og skömm enduróma vegna þess um allt samfélagið.“

Listaverkið samanstendur sem fyrr segir af vefsíðu, fréttatilkynningunni sem send var út, og af stórri veggmynd sem máluð er á vegg Listasafns Reykjavíkur, auk afsökunarbeiðninnar. Verkið er útskriftarverk Odee‘s úr BA-námi við Listaháskóla Íslands og er hluti af útskriftarsýningunni Rafall // Dynamo sem opnar á morgun, uppstigningardag 18. maí og stendur til 29. maí.

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    "Sú afstaða okkar hefur ekkert með list eða tjáningarfrelsi að gera heldur endurspeglar einungis skýlausan rétt okkar og skyldu til að vernda vörumerki félagsins. En það höfum við byggt upp af kostgæfni á undangengnum fjórum áratugum um allan heim."

    En það sem Samherjamenn ættu að hafa í huga er að þeir geta ekki verndað orðspor sitt þegar þeim verður á í messunni nema með því að hreinsa borðið.

    Fyrirvaralaus óútskýrður brottrekstur yfirlögfræðings þeirra sem ræðismanns Kýpur var gott demo um þau mál. En ári áður höfðu Kýpversk yfirvöld svarað því til.... líkt og íslensk yfirvöld... að þeim væri óviðkomandi hegðun og starfsemi ræðismanna sinna.

    Ef menn vilja í raun rústa Samherja er það auðvelt.. að vísu eru collateral effect þau að íslenskur fiskútflutningur fær verulegt högg á sig og margir viðskiftavinirnir munu án vafa forða sér í einum grænum... líkt og kýpversk yfirvöld.
    2
  • Ásgeir Överby skrifaði
    „We‘re Sorry“
    Það er ekki nóg að þýkja þetta leitt. Það þarf líka að biðjast afsökunar.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár