„Umræðan og áhorfendurnir eru litirnir og penslarnir“

Út­skrift­ar­verk Odds Ey­steins Frið­riks­son­ar, Odee, „We‘re Sorry“ frá Lista­há­skól­an­um er af­sök­un­ar­beiðni til namib­ísku þjóð­ar­inn­ar vegna fram­göngu Sam­herja þar í landi. Lista­mað­ur­inn nýtti gervi­greind við sköp­un lista­verks­ins.

„Umræðan og áhorfendurnir eru litirnir og penslarnir“
Tíu metra listaverk Odee fékk listamanninn Juan til að mála veggmyndina á vegg Listasafns Reykjavíkur, í risastórum stöfum. Mynd: Odee

Í síðustu viku voru sagðar fréttir af því að send hefði verið út fréttatilkynning í nafni Samherja á flesta stærstu fjölmiðla heims þar sem leit út fyrir að fyrirtækið væri að biðjast afsökunar á framferði sínu í Namibíu, mútugreiðslum og arðráni á auðlindum þjóðarinnar.

Sömuleiðis var sett upp heimasíða í nafni Samherja þar sem sama afsökunarbeiðni til namibísku þjóðarinnar var birt. Hins vegar var ekki um að ræða raunverulega afsökunarbeiðni heldur var um listaverk að ræða.

Biðst afsökunarOdee biður namibísku þjóðina afsökunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

Umrætt listaverk, „We‘re Sorry“, er eftir Odd Eystein Friðriksson, Odee, og er lokaverkefni hans úr BA-námi í myndlist og því sýnt á lokasýningu Listaháskóla Íslands, Rafall // Dynamo, í Listasafni Reykjavíkur. Listaverkið er hugmynda- og gjörningaverk þar sem listformið menningarbrenglun er nýtt og samanstendur af umræddri heimasíðu, fréttatilkynningu, afsökunarbeiðni og stóru vegglistaverki sem …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár