Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Umræðan og áhorfendurnir eru litirnir og penslarnir“

Út­skrift­ar­verk Odds Ey­steins Frið­riks­son­ar, Odee, „We‘re Sorry“ frá Lista­há­skól­an­um er af­sök­un­ar­beiðni til namib­ísku þjóð­ar­inn­ar vegna fram­göngu Sam­herja þar í landi. Lista­mað­ur­inn nýtti gervi­greind við sköp­un lista­verks­ins.

„Umræðan og áhorfendurnir eru litirnir og penslarnir“
Tíu metra listaverk Odee fékk listamanninn Juan til að mála veggmyndina á vegg Listasafns Reykjavíkur, í risastórum stöfum. Mynd: Odee

Í síðustu viku voru sagðar fréttir af því að send hefði verið út fréttatilkynning í nafni Samherja á flesta stærstu fjölmiðla heims þar sem leit út fyrir að fyrirtækið væri að biðjast afsökunar á framferði sínu í Namibíu, mútugreiðslum og arðráni á auðlindum þjóðarinnar.

Sömuleiðis var sett upp heimasíða í nafni Samherja þar sem sama afsökunarbeiðni til namibísku þjóðarinnar var birt. Hins vegar var ekki um að ræða raunverulega afsökunarbeiðni heldur var um listaverk að ræða.

Biðst afsökunarOdee biður namibísku þjóðina afsökunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

Umrætt listaverk, „We‘re Sorry“, er eftir Odd Eystein Friðriksson, Odee, og er lokaverkefni hans úr BA-námi í myndlist og því sýnt á lokasýningu Listaháskóla Íslands, Rafall // Dynamo, í Listasafni Reykjavíkur. Listaverkið er hugmynda- og gjörningaverk þar sem listformið menningarbrenglun er nýtt og samanstendur af umræddri heimasíðu, fréttatilkynningu, afsökunarbeiðni og stóru vegglistaverki sem …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár