Í síðustu viku voru sagðar fréttir af því að send hefði verið út fréttatilkynning í nafni Samherja á flesta stærstu fjölmiðla heims þar sem leit út fyrir að fyrirtækið væri að biðjast afsökunar á framferði sínu í Namibíu, mútugreiðslum og arðráni á auðlindum þjóðarinnar.
Sömuleiðis var sett upp heimasíða í nafni Samherja þar sem sama afsökunarbeiðni til namibísku þjóðarinnar var birt. Hins vegar var ekki um að ræða raunverulega afsökunarbeiðni heldur var um listaverk að ræða.
Umrætt listaverk, „We‘re Sorry“, er eftir Odd Eystein Friðriksson, Odee, og er lokaverkefni hans úr BA-námi í myndlist og því sýnt á lokasýningu Listaháskóla Íslands, Rafall // Dynamo, í Listasafni Reykjavíkur. Listaverkið er hugmynda- og gjörningaverk þar sem listformið menningarbrenglun er nýtt og samanstendur af umræddri heimasíðu, fréttatilkynningu, afsökunarbeiðni og stóru vegglistaverki sem …
Athugasemdir