Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristján Loftsson vill nýta gervigreind til hvalveiða

Hval­ur hf. hef­ur lát­ið þróa gervi­greind­ar­bún­að sem með tölvu­sjón reikn­ar fjar­lægð­ir svo skytta um borð í hval­veiði­skipi þurfi ekki leng­ur að meta hvort fær­ið sé í lagi „og get­ur ein­beitt sér að bráð­inni til að tíma­setja skot­ið sem best“.

Kristján Loftsson vill nýta gervigreind til hvalveiða
Forstjórinn Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., virðir fyrir sér ósprunginn skutul í líkama langreyðar við hvalstöðina í Hvalfirði sumarið 2022. Mynd: Arne Feuerhahn

Hvalur hf. hefur í vetur haft tvær nýjar veiðiaðferðir til þróunar og rannsóknar, hvers markmið er að gera hvalveiðarnar skilvirkari, líkt og það er orðað í andmælum fyrirtækisins við eftirlitsskýrslu MAST um velferð langreyða sem veiddar voru af fyrirtækinu við Íslandsstrendur síðasta sumar. Um er að ræða annars vegar þróun á gervigreindarbúnaði til veiðanna og hins vegar notkun rafmagns við drápin.

Niðurstöður skýrslunnar, sem meðal annars byggðu á myndbandsupptökum af drápum síðari hluta vertíðar Hvals, sýna að um fjórðungur hvalanna var skotinn með tveimur sprengiskutlum eða fleirum, allt upp í fjórum, áður en þeir gáfu upp öndina. Dauðastríð þeirra stóð því stundum lengi, allt upp í tvær klukkustundir og lengur ef litið er til dýrs sem var skotið en sleit sig laust og synti burt með skutulinn í bakinu. Hvalveiðibáturinn veitti því eftirför í fimm klukkustundir, eða þar til hann varð frá að hverfa vegna vélarbilunar. Sá tími sem dauðastríð þessa tiltekna einstaklings tók er því á huldu.

MAST bendir enn fremur á það í skýrslu sinni að þrátt fyrir að norskur sérfræðingur í hvalveiðum hafi komið á miðri síðustu vertíð til að gera lagfæringar á vopnunum hafi það engu breytt. Hefur stofnunin falið fagráði um velferð dýra að yfirfara fyrirliggjandi gögn „og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Ef slíkt er talið mögulegt, þurfa stjórnvöld að setja reglugerð um framkvæmd veiðanna og lágmarkskröfur við þær“.

Í andmælum Hvals hf. við skýrsluna er sérstakur kafli um „nýjar veiðiaðferðir“ sem sagðar eru á þróunarstigi. Telur fyrirtækið „eðlilegt að þessum tækninýjungum sé sérstakur gaumur gefinn með tilliti til viðfangsefnis eftirlitsskýrslunnar.

Annars vegar nefnir Hvalur hf. innleiðingu gervigreindar til að „aðstoða skyttur við fjarlægðarákvörðun hvals“. Við allar skotveiðar sé lykilatriði „að skytta geti áætlað fjarlægð skotmarksins með sem nákvæmustum hætti til að auka líkur á árangursríku skoti“. Á hafi úti sé erfitt að áætla fjarlægðir þar sem ekkert sé til viðmiðunar fyrir augað. „Hefur Hvalur látið þróa gervigreindarbúnað sem með tölvusjón reiknar fjarlægðir og teiknar inn mynd úr myndavél sem staðsett verður á mastri skipsins. Með þessum búnaði þarf skyttan ekki að meta hvort færið sé í lagi og getur einbeitt sér að bráðinni til að tímasetja skotið sem best.“

SkotLangreyður veltir sér á kviðinn með sporðaköstum eftir að hafa verið skotin í fyrrasumar.

Hins vegar segist Hvalur hf. hafa haft til þróunar endurbætta veiðiaðferð sem hugsuð er til viðbótar við hina hefðbundnu Granat-99 aðferð, skutul hlaðinn sprengiefni sem fastur er í línu við bátinn. „Til skoðunar er að tengja rafmagn við skotlínuna og skutulinn. Með þeirri tækni er unnt að aflífa hvalinn hratt og örugglega ef hann drepst ekki við fyrsta skot.“

Í andmælunum er rakið að tilraunir með notkun rafmagns í skotlínum hafi verið gerðar af Bretum og Norðmönnum fyrir um 70 árum. Þær tilraunir hafi reynst vel í grunninn en „sá galli var þó á gjöf Njarðar“ að á þessum tíma voru notaðar hamp- og síðar nylon-skotlínur sem teygðust umfram koparinn sem leiddi rafmagnið í línunum. Í dag séu skotlínur „mun sterkari“. Þá hafi einnig orðið mikil framþróun í flutningi rafmagns en Hvalur hyggst nota riðstraum ólíkt tilraunum Breta og Norðmanna hvar notast var við jafnstraum „sem hentar verr til aflífunar“.

Segist Hvalur hf. þegar hafið þróun á þessum búnaði. 

Rafmagn getur valdið meiri þjáningu

Matvælastofnun fagnar í svörum sínum „allri framþróun við veiðar sem gætu stuðlað að betri dýravelferð“. Hins vegar, bendir stofnunin á, sé þekkt að notkun rafmagns til að valda dýrum meðvitundarleysi við aflífun geti verið vandmeðfarið og „hárfín lína getur verið milli þess að valda meðvitundarleysi, eða valda meiri þjáningum með rafstuði sem ekki veldur meðvitundarleysi“.

Ætla megi að notkun rafmagns í sjó sé erfitt umhverfi og það væri „afar erfitt að geta metið með mælingum hvort stórhveli í sjó væru að fá rafstuð sem ylli þeim meðvitundarleysi, nema á þeim væru mælitæki sem gætu sýnt að svo væri“.

Ef til komi að slík aðferð verði kynnt „yrðu öll rannsóknargögn sem mæltu með slíkum aðferðum tekin ítarlega til skoðunar“, segir MAST.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
4
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár