Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristján Loftsson vill nýta gervigreind til hvalveiða

Hval­ur hf. hef­ur lát­ið þróa gervi­greind­ar­bún­að sem með tölvu­sjón reikn­ar fjar­lægð­ir svo skytta um borð í hval­veiði­skipi þurfi ekki leng­ur að meta hvort fær­ið sé í lagi „og get­ur ein­beitt sér að bráð­inni til að tíma­setja skot­ið sem best“.

Kristján Loftsson vill nýta gervigreind til hvalveiða
Forstjórinn Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., virðir fyrir sér ósprunginn skutul í líkama langreyðar við hvalstöðina í Hvalfirði sumarið 2022. Mynd: Arne Feuerhahn

Hvalur hf. hefur í vetur haft tvær nýjar veiðiaðferðir til þróunar og rannsóknar, hvers markmið er að gera hvalveiðarnar skilvirkari, líkt og það er orðað í andmælum fyrirtækisins við eftirlitsskýrslu MAST um velferð langreyða sem veiddar voru af fyrirtækinu við Íslandsstrendur síðasta sumar. Um er að ræða annars vegar þróun á gervigreindarbúnaði til veiðanna og hins vegar notkun rafmagns við drápin.

Niðurstöður skýrslunnar, sem meðal annars byggðu á myndbandsupptökum af drápum síðari hluta vertíðar Hvals, sýna að um fjórðungur hvalanna var skotinn með tveimur sprengiskutlum eða fleirum, allt upp í fjórum, áður en þeir gáfu upp öndina. Dauðastríð þeirra stóð því stundum lengi, allt upp í tvær klukkustundir og lengur ef litið er til dýrs sem var skotið en sleit sig laust og synti burt með skutulinn í bakinu. Hvalveiðibáturinn veitti því eftirför í fimm klukkustundir, eða þar til hann varð frá að hverfa vegna vélarbilunar. Sá tími sem dauðastríð þessa tiltekna einstaklings tók er því á huldu.

MAST bendir enn fremur á það í skýrslu sinni að þrátt fyrir að norskur sérfræðingur í hvalveiðum hafi komið á miðri síðustu vertíð til að gera lagfæringar á vopnunum hafi það engu breytt. Hefur stofnunin falið fagráði um velferð dýra að yfirfara fyrirliggjandi gögn „og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Ef slíkt er talið mögulegt, þurfa stjórnvöld að setja reglugerð um framkvæmd veiðanna og lágmarkskröfur við þær“.

Í andmælum Hvals hf. við skýrsluna er sérstakur kafli um „nýjar veiðiaðferðir“ sem sagðar eru á þróunarstigi. Telur fyrirtækið „eðlilegt að þessum tækninýjungum sé sérstakur gaumur gefinn með tilliti til viðfangsefnis eftirlitsskýrslunnar.

Annars vegar nefnir Hvalur hf. innleiðingu gervigreindar til að „aðstoða skyttur við fjarlægðarákvörðun hvals“. Við allar skotveiðar sé lykilatriði „að skytta geti áætlað fjarlægð skotmarksins með sem nákvæmustum hætti til að auka líkur á árangursríku skoti“. Á hafi úti sé erfitt að áætla fjarlægðir þar sem ekkert sé til viðmiðunar fyrir augað. „Hefur Hvalur látið þróa gervigreindarbúnað sem með tölvusjón reiknar fjarlægðir og teiknar inn mynd úr myndavél sem staðsett verður á mastri skipsins. Með þessum búnaði þarf skyttan ekki að meta hvort færið sé í lagi og getur einbeitt sér að bráðinni til að tímasetja skotið sem best.“

SkotLangreyður veltir sér á kviðinn með sporðaköstum eftir að hafa verið skotin í fyrrasumar.

Hins vegar segist Hvalur hf. hafa haft til þróunar endurbætta veiðiaðferð sem hugsuð er til viðbótar við hina hefðbundnu Granat-99 aðferð, skutul hlaðinn sprengiefni sem fastur er í línu við bátinn. „Til skoðunar er að tengja rafmagn við skotlínuna og skutulinn. Með þeirri tækni er unnt að aflífa hvalinn hratt og örugglega ef hann drepst ekki við fyrsta skot.“

Í andmælunum er rakið að tilraunir með notkun rafmagns í skotlínum hafi verið gerðar af Bretum og Norðmönnum fyrir um 70 árum. Þær tilraunir hafi reynst vel í grunninn en „sá galli var þó á gjöf Njarðar“ að á þessum tíma voru notaðar hamp- og síðar nylon-skotlínur sem teygðust umfram koparinn sem leiddi rafmagnið í línunum. Í dag séu skotlínur „mun sterkari“. Þá hafi einnig orðið mikil framþróun í flutningi rafmagns en Hvalur hyggst nota riðstraum ólíkt tilraunum Breta og Norðmanna hvar notast var við jafnstraum „sem hentar verr til aflífunar“.

Segist Hvalur hf. þegar hafið þróun á þessum búnaði. 

Rafmagn getur valdið meiri þjáningu

Matvælastofnun fagnar í svörum sínum „allri framþróun við veiðar sem gætu stuðlað að betri dýravelferð“. Hins vegar, bendir stofnunin á, sé þekkt að notkun rafmagns til að valda dýrum meðvitundarleysi við aflífun geti verið vandmeðfarið og „hárfín lína getur verið milli þess að valda meðvitundarleysi, eða valda meiri þjáningum með rafstuði sem ekki veldur meðvitundarleysi“.

Ætla megi að notkun rafmagns í sjó sé erfitt umhverfi og það væri „afar erfitt að geta metið með mælingum hvort stórhveli í sjó væru að fá rafstuð sem ylli þeim meðvitundarleysi, nema á þeim væru mælitæki sem gætu sýnt að svo væri“.

Ef til komi að slík aðferð verði kynnt „yrðu öll rannsóknargögn sem mæltu með slíkum aðferðum tekin ítarlega til skoðunar“, segir MAST.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár