Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Hvað er eiginlega í gangi hjá hæstvirtri ríkisstjórn?”

Þing­menn gagn­rýndu rík­is­stjórn fyr­ir að sinna ekki for­ystu hlut­verki sínu. Fátt var um ráð­herra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma.

„Hvað er eiginlega í gangi hjá hæstvirtri ríkisstjórn?”
Kristrún Frostadóttir Formaður Samfylkingarinnar lét óánægju sína í ljós og sagði lítið hafa gerst á meðan hún var í fæðingarorlofi. Mynd: Bára Huld Beck

„Af hverju eru engir hérna til að taka á þeim málum sem virkilega brenna á? Eitt er að láta sig alþjóðamálin varða í vikunni en ráðherrar hljóta að átta sig á því að slíkt kemur ekki í staðinn fyrir forystu hér í innanlandsmálum,“ sagði Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á þingi í dag.

Kristrún sneri aftur á þing eftir fæðingarorlof og spurði forseta Alþingis, Birgi Ármannsson, hvað væri eiginlega í gangi hjá ríkisstjórninni. Fáir ráðherrar voru sjáanlegir á þingi í dag og taldi Kristrún þá ekki sinna forystu hlutverki sínu. Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu á morgun og vera má að hann skýri fjarveru ráðherra en þingmenn voru ósátt með að þjóðarmál væru látin sitja á hakanum fyrir alþjóðamálin.

„Af hverju eru engir hérna til að taka á þeim málum sem virkilega brenna á?“

„Ég ætlaði að eiga hér í dag orðastað við eitthvert af forystufólki ríkisstjórnar, en ekkert þeirra ætlar að láta sjá sig hér á Alþingi í dag og sitja undir svörum, t.d. um verðbólgu, vexti, verkföll og húsnæðismál, enda virðist þeim líða best á meðan pólitíska umræðan hverfist um mál sem snúast ekki um veruleika venjulegs fólks. Þótt þetta sé því efst í huga þessa dagana, efnahags- og velferðarmálin.“ Að lokum óskaði Kristrún eftir því að forystufólk ríkisstjórnarinnar stæði undir svörum síðar í vikunni.

Björn Leví GunnarssonÞIngmaður Pírata.

Björn Leví Gunnarsson varaformaður Pírata tók undir beiðni Kristrúnar og lét í ljós óánægðu sína með að 130-140 mál stjórnarandstöðunnar væru föst í nefnd. „Það má kannski vekja athygli á því að stjórnarandstaðan er búin að mæla fyrir 130–140 málum sem eru öll föst inni í nefnd, fullt af þeim málum eru einmitt nákvæmlega á þessum nótum; að bæta kjör almennings.“

Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokk fólksins sló á sama streng og kallaði þinghaldið undarlegt. „Þeir eru of uppteknir við það að vera hér einhverjir veislustjórar á meðan þjóðin bíður eftir fjölmörgum svörum,“ sagði þingmaður.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Hvert er aftur skuldabréfaálagið hjá ríkinu vs borgar Samfylkingarinnar?
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
3
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár