Mikil skömm einkennir þann hóp fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Heimilisfriði eftir að hafa beitt heimilisofbeldi. „Þetta er tabú. Það er alltaf erfitt að opna á að hafa beitt ofbeldi, og viðurkenna það,“ segir Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Undir þetta tekur Mjöll Jónsdóttir, sem einnig starfar þar sem sálfræðingur: „Já, þessu fylgir mikil skömm. En mér finnst fólk vera tilbúið að takast á við hana. Allavega þau sem koma til okkar,“ segir hún.
Heimilisfriður er meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum. Um 150 manns koma á hverju ári í fyrsta viðtal til Heimilisfriðar til að leita sér aðstoðar eftir að hafa beitt heimilisofbeldi. Alls eru fjórir sálfræðingar sem koma að verkefninu en sinna einnig annars konar sálfræðimeðferð.
Vilji til að axla ábyrgð
„Við búum hér við ákveðinn lúxus því flestir koma hingað af fúsum og frjálsum vilja. Vissulega kemur hingað fólk sem er vísað til okkar, …
Athugasemdir