Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Það var eiginlega bara hræðilegt

Magnús Thorlacius var í leik­hús­námi í sam­komu­banni sem þýddi að fá­ir gátu séð verk­in hans. Nú er hann að sýna fyr­ir full­um sal fólks og er frek­ar ný­lega trú­lof­að­ur.

„Ég heiti Magnús Thorlacius og við erum stödd hérna á kaffihúsinu í Tjarnarbíói. Ég er að setja upp sýningu eftir tvær vikur eða svo og ég er að skipuleggja og undirbúa mig fyrir það. Þetta var upphaflega útskriftarverkið mitt í Listaháskólanum, þar sem við fylltum sviðið af vatni og breyttum því í baðlón, og við erum að setja það núna upp ári síðar.

Það heitir Lónið og fjallar um þrjár persónur í baðlóni sem fara í sjálfnærandi ferðalag eins og oft er hægt að gera í svona baðlónum á Íslandi. Þetta er byggt á þessari bylgju baðlóna sem hafa verið opnuð hér undanfarin ár. Við notum hugmyndina um baðlón til að rannsaka sjálfsmynd einhverrar forréttindastéttar á Íslandi. 

Ég var búinn að vera í náminu í Covid, í samkomubanni, og búa til leikhús bara þannig. Það var eiginlega bara hræðilegt. Allt námið snýst um að búa til eitthvað á sviði sem er ekki endurleikið, ekki búið til, til þess að vera fest á filmu. Það er búið til sem upplifun í návist fólks, áhorfenda. Ég tala nú ekki um þegar fólk leggur áherslu á tilraunakenndari form innan sviðslista eins og þátttökuleikhús, en þetta á líka um alveg hefðbundið leikhús, sem snýst líka um þetta samtal við áhorfendur. 

Þetta á að vera stefnumót augnabliksins. Nema hvað að við áttum að búa til öll þessi verk mínus það að fá áhorfendur inn og eiga þetta stefnumót. Það var stórfurðuleg upplifun. Maður þarf að hafa mjög mikla trú á verkinu til þess að það lifni við í þessum aðstæðum. Við sýndum þetta alltaf fyrir einhverjum áhorfendum en það voru kannski þegar verst var tveir áhorfendur. Á frumsýningu verksins var allt farið að opnast aftur svo það komu einhverjir áhorfendur. Það er mjög berskjaldandi að fara með verkið úr stofnun Listaháskólans yfir í atvinnuleikhús en það er búið að vera mjög gaman að skoða verkið upp á nýtt ári síðar og sjá hvaða stöðu það hefur gagnvart samfélagsumræðu í dag.

„Ætli listin sé ekki best þegar hún nær að fá mann til að vera ósammála sjálfum sér.“

Ég sé sjálfan mig í verkinu að því leyti að þarna eru komnar þrjár persónur sem eiga það allar sameiginlegt að vera í mikilli forréttindastöðu, hvítt fólk sem hefur efni á því að fara í svona lúxusferð, þetta eru bara rándýrar sundlaugar, þessi lón. Að eiga í svona erfiðu sambandi við það, þetta er lúxus en á sama tíma hatar maður eitthvað við það líka.  Ég er í mikilli forréttindastöðu og fer reglulega í svona baðlón. Það að ég skuli hafa efni á því að gera þetta, að fara í þessa tilbúnu neysluparadís, mig langar að hata þetta en þetta er svo næs. Það er einhver þversögn sem ég er að reyna að ná fram í verkinu. Þetta er ekki bara slæmt þótt það sé alls konar firring í gangi. Ætli listin sé ekki best þegar hún nær að fá mann til að vera ósammála sjálfum sér. Fær mann til að hugsa. 

Sá atburður sem breytti lífi mínu var þegar ég trúlofaðist kærustunni minni fyrir hálfu ári síðan. Að sjá lífið svona skýrt með annarri manneskju og setja tákn á fingurinn sem táknar þetta og maður er með það alla daga. Það hljómar kannski væmið en ég held að það hafi breytt lífi mínu. 

Þetta lætur mann vilja vera eins góð manneskja og mögulegt er. Það kannski breytir manni ekki en maður reynir að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Við ákváðum þetta saman. Við vorum eitthvað búin að tala um þetta og eftir því sem við ræddum þetta oftar varð hugmyndin alltaf raunverulegri. Svo allt í einu eitt kvöldið erum við að skoða hringa í búð á Laugaveginum og við bara kaupum þá. Daginn eftir fórum við saman út í Viðey að biðja hvort annars. 

Ég hef svona aldrei verið mjög hrifinn af þessu sem maður sér í bandarísku bíómyndunum, þessari rosalegu rómantísku gjörð sem kallinn á að gera og, þú veist, þessi rándýru brúðkaup. Ég hef aldrei tengt við þetta eða fundist þetta vera eitthvað sem mig hefur langað að gera. Það sem mér finnst alltaf yfirsterkara er að við gerum hlutina á okkar hátt og tjáum ást okkar á okkar hátt því hún er ekki fyrir neinn annan heldur en bara okkur. En jú, svo heyrir maður skemmtilegar eða rómantískar sögur og hugsar: hefði þetta átt að vera svona frekar? 

Við erum búin að vera saman í þrjú og hálft ár kannski. Við byrjuðum saman rétt fyrir Covid og samkomubannið. Við þekktumst fyrir það. Í Covid vorum við mjög mikið saman. Við vorum í sama námi hvort í sínum bekknum. Við vorum mjög mikið saman þar sem aðrar félagslegar aðstæður voru ekki í boði. Mér leið eins og við hefðum verið saman í fimm ár eftir eitt ár, bara út af því.“ 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Jesús Kristur breytti lífinu
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.

Mest lesið

Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
8
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
5
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
„Enginn sem tekur við af mér“
8
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Ég var bara niðurlægð“
6
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár