Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kynferðisbrotum fækkar milli ára

Til­kynn­ing­um um kyn­ferð­is­brot fækk­aði um fjórð­ung milli ára á fyrstu þrem­ur mán­uð­um árs­ins. Þá fækk­aði til­kynnt­um nauðg­un­um um níu pró­sent. Þo­lend­ur voru und­ir 18 ára aldri í 42 pró­sent­um til­vika þeg­ar horft er til allra kyn­ferð­is­brota.

Kynferðisbrotum fækkar milli ára
42% þolenda undir 18 ára Meðalaldur grunaðra í kynferðisbrotamálum fyrstu þrjá mánuði ársins var 35 ár og þar af voru 13% undir átján ára aldri. Mynd: Eyþór Árnason

Lögreglu bárust 123 tilkynningar um kynferðisbrot fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs. Þar af var tilkynnt um 42 nauðganir. Það jafngildir því að tilkynnt hafi verið um 24 prósent færri kynferðisbrot en skráð voru að meðaltali síðustu þrjú ár á undan, og 9 prósent færri nauðganir. Í fyrra voru tilkynnt 177 kynferðisbrot, þar af 60 nauðganir, á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Þetta kemur fram í skýrslu Ríkislögreglustjóra um kynferðisofbeldi á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hluti brotanna sem um ræðir voru tilkynnt á tímabilinu en höfðu átt sér stað fyrr. Alls var tilkynnt um 75 kynferðisbrot sem áttu sér stað á tímabilinu, þar af 21 nauðgun.

Í 42 prósentum tilvika voru þolendur undir átján ára aldri þegar horft er til allra kynferðisbrota. Meðalaldur grunaðra var hins vegar 35 ár og þar af voru 13 prósent undir átján ára aldri Þá var tilkynnt um 27 kynferðisbrot gegn börnum og 9 blygðunarsemisbrot. Tilkynntum kynferðisbrotum gegn börnum fækkaði um 22 prósent frá fyrra ári en blygðunarsemisbrot voru því sem næst jafn mörg og árið 2022.

Tilkynnt var um 45 önnur kynferðisbrot á tímabilinu, og eru það einkum kynferðisleg áreitni eða stafræn kynferðisbrot. Á síðasta ári var tilkynnt um 66 brot sem flokkuð eru sem önnur kynferðisbrot.

Þegar horft er til mánaðanna þriggja sést að flest kynferðisbrot voru tilkynnt lögreglu í febrúar mánuði, 54 talsins. Af þeim voru 33 brot tilkynnt sem gerðust í þeim mánuði. Flestar nauðganir voru einnig tilkynntar í febrúar, 23, og þar af gerðust 10 í febrúar í ár.

Fjöldi brotaþola í öllum málum voru 92 og þar af 83 konur, sem jafngildir 90 prósentum. Fjöldi grunaðra voru 94, þar af voru 88 karlar, eða 94 prósent. Fjöldi grunaðra í nauðgunarmálum voru 41, þar af tvær konur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
4
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár