Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kynferðisbrotum fækkar milli ára

Til­kynn­ing­um um kyn­ferð­is­brot fækk­aði um fjórð­ung milli ára á fyrstu þrem­ur mán­uð­um árs­ins. Þá fækk­aði til­kynnt­um nauðg­un­um um níu pró­sent. Þo­lend­ur voru und­ir 18 ára aldri í 42 pró­sent­um til­vika þeg­ar horft er til allra kyn­ferð­is­brota.

Kynferðisbrotum fækkar milli ára
42% þolenda undir 18 ára Meðalaldur grunaðra í kynferðisbrotamálum fyrstu þrjá mánuði ársins var 35 ár og þar af voru 13% undir átján ára aldri. Mynd: Eyþór Árnason

Lögreglu bárust 123 tilkynningar um kynferðisbrot fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs. Þar af var tilkynnt um 42 nauðganir. Það jafngildir því að tilkynnt hafi verið um 24 prósent færri kynferðisbrot en skráð voru að meðaltali síðustu þrjú ár á undan, og 9 prósent færri nauðganir. Í fyrra voru tilkynnt 177 kynferðisbrot, þar af 60 nauðganir, á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Þetta kemur fram í skýrslu Ríkislögreglustjóra um kynferðisofbeldi á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hluti brotanna sem um ræðir voru tilkynnt á tímabilinu en höfðu átt sér stað fyrr. Alls var tilkynnt um 75 kynferðisbrot sem áttu sér stað á tímabilinu, þar af 21 nauðgun.

Í 42 prósentum tilvika voru þolendur undir átján ára aldri þegar horft er til allra kynferðisbrota. Meðalaldur grunaðra var hins vegar 35 ár og þar af voru 13 prósent undir átján ára aldri Þá var tilkynnt um 27 kynferðisbrot gegn börnum og 9 blygðunarsemisbrot. Tilkynntum kynferðisbrotum gegn börnum fækkaði um 22 prósent frá fyrra ári en blygðunarsemisbrot voru því sem næst jafn mörg og árið 2022.

Tilkynnt var um 45 önnur kynferðisbrot á tímabilinu, og eru það einkum kynferðisleg áreitni eða stafræn kynferðisbrot. Á síðasta ári var tilkynnt um 66 brot sem flokkuð eru sem önnur kynferðisbrot.

Þegar horft er til mánaðanna þriggja sést að flest kynferðisbrot voru tilkynnt lögreglu í febrúar mánuði, 54 talsins. Af þeim voru 33 brot tilkynnt sem gerðust í þeim mánuði. Flestar nauðganir voru einnig tilkynntar í febrúar, 23, og þar af gerðust 10 í febrúar í ár.

Fjöldi brotaþola í öllum málum voru 92 og þar af 83 konur, sem jafngildir 90 prósentum. Fjöldi grunaðra voru 94, þar af voru 88 karlar, eða 94 prósent. Fjöldi grunaðra í nauðgunarmálum voru 41, þar af tvær konur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár