Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fyrsta Bretlandsferð Sinfó frá „lokun heimsins“

Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands er kom­in heim úr vel heppn­aðri tón­leika­ferð um Bret­land en hljóm­sveit­in hélt alls sjö tón­leika í jafn­mörg­um borg­um, skrif­ar Eggert Gunn­ars­son og rifjar upp stofn­un hljóm­sveit­ar­inn­ar um leið og hann fjall­ar um land­vinn­inga henn­ar.

Fyrsta Bretlandsferð Sinfó frá „lokun heimsins“
Ein skærasta stjarnan Nýtt íslenskt verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskáld hljómsveitarinnar, METACOSMOS, var flutt á öllum tónleikum ferðarinnar en önnur verk á efnisskrá voru píanókonsert nr. 2 eftir Rachmaninov og 3. píanókonsert Beethovens, auk 5. sinfóníu Tsjajkovskíjs.

Það eru liðin 73 ár frá stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þann 9. mars 1950 hélt þrjátíu og níu manna hljómsveit tónleika í Austurbæjarbíói. Meðal verka sem flutt voru var Egmont-forleikurinn eftir Beethoven og Ófullgerða sinfónían eftir Schubert. Dómar dagblaðanna daginn eftir tónleikana voru einróma lof á flutning verkanna. Framan af var sveitin rekin af Ríkisútvarpinu, eða til 1983, þegar lög voru samþykkt sem tryggðu sjálfstæðan rekstrargrundvöll hennar.

Heimili sveitarinnar varð síðar Háskólabíó þar sem margir sigrar voru unnir. En í minningunni kemur lykt af poppkorni sterkt upp í hugann þegar á tónleika í Háskólabíói er minnst, enda voru þar bíósýningar öll kvöld nema á fimmtudögum þegar hljómsveitin lék og oft fyrir húsfylli. Æfingar fóru fram á mánudags-, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagsmorgnum og varð að stilla öllum, stólum, pöllum og stærri hljóðfærum upp áður en meðlimir sveitarinnar mættu og að lokinni æfingu var allt tekið af sviði bíósins áður en hvíta tjaldið …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár