Það eru liðin 73 ár frá stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þann 9. mars 1950 hélt þrjátíu og níu manna hljómsveit tónleika í Austurbæjarbíói. Meðal verka sem flutt voru var Egmont-forleikurinn eftir Beethoven og Ófullgerða sinfónían eftir Schubert. Dómar dagblaðanna daginn eftir tónleikana voru einróma lof á flutning verkanna. Framan af var sveitin rekin af Ríkisútvarpinu, eða til 1983, þegar lög voru samþykkt sem tryggðu sjálfstæðan rekstrargrundvöll hennar.
Heimili sveitarinnar varð síðar Háskólabíó þar sem margir sigrar voru unnir. En í minningunni kemur lykt af poppkorni sterkt upp í hugann þegar á tónleika í Háskólabíói er minnst, enda voru þar bíósýningar öll kvöld nema á fimmtudögum þegar hljómsveitin lék og oft fyrir húsfylli. Æfingar fóru fram á mánudags-, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagsmorgnum og varð að stilla öllum, stólum, pöllum og stærri hljóðfærum upp áður en meðlimir sveitarinnar mættu og að lokinni æfingu var allt tekið af sviði bíósins áður en hvíta tjaldið …
Athugasemdir