Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Hinar góðu mæður gegn mafíunni

Nafn kala­brísku mafíunn­ar 'Ndrang­heta þýð­ir um það bil Sam­tök hinna heið­virðu og hug­rökku karla. Í magn­aðri nýrri sjón­varps­seríu, The Good Mot­h­ers, er hins veg­ar fjall­að um bar­áttu heið­virðra og hug­rakkra kvenna gegn glæpa­mönn­un­um, sem oft eru eig­in­menn þeirra og feð­ur.

Hinar góðu mæður gegn mafíunni

Nú fyrir örfáum dögum birtust í Evrópu fréttir sem náðu ekki hingað til lands en vöktu athygli víða. Þúsundir lögreglumanna tóku þátt í samræmdum aðgerðum í mörgum löndum og handtóku á annað hundrað glæpamanna sem grunaðir eru um aðild að ítölsku glæpaklíkunni Ndrangheta. Einnig birtust fréttir um að lögreglan í Genúa á Ítalíu hefði handtekið miðaldra karlmann sem var að koma úr dómkirkju borgarinnar og þar hefði reynst vera á ferð einn æðsti yfirmaður Ndrangheta, Pasquale Bonavota, sem lögreglan hafði verið á höttunum eftir árum saman.

Meiri háttar sigur unninn gegn glæpalýðnum, tilkynnti lögreglan stolt.

Og vissulega var þetta ágætur árangur. Öll sem þekkja til Ndrangheta vita þó að þótt einn haus sé af þessum grimmu samtökum höggvinn, þá spretta fljótlega fram tveir nýir í staðinn.

Ndrangheta-mafían er upprunnin og hefur enn aðalbækistöðvar sínar í héraðinu Kalabríu, yst á „tánni“ á Ítalíuskaga. Hún kom fram á sjónarsviðið á 18. öld og saga hennar er svipuð og saga hinnar eiginlegu Mafíu á Sikiley og Camorra í Napólí. Lengi vel lét Ndrangheta þó lítið að sér kveða utan hins fátæka landbúnaðarhéraðs Kalabríu en það tók að breytast á efsta hluta 20. aldar og sér í lagi síðustu 30 árin.

Ísbílar þvætta eiturlyfjagróða

‘Ndrangheta mun nú ráða að mestu kókaínmarkaðnum í Evrópu í samvinnu við Suður-Ameríkumenn og er farin að teygja sig ótrúlega víða, enda leggur hún sérstaka áherslu á að kaupa sig inn í venjuleg fyrirtæki, bæði stór og smá. Pylsuvagnar og ísbílar á Ítalíu munu til dæmis ótrúlega oft borga „skatt“ til ‘Ndrangheta eða taka þátt í að þvætta gróðann af eiturlyfjum, mansali, vændi, okurlánum og öðru því sem samtökin fást við. Þau vinna oft með albönsku mafíunni og ýmsum rússneskum mafíum sem sumar eru taldar hafa furðu náin tengsl við rússnesk yfirvöld.

‘Ndrangheta mun vera enn harðsvíraðri og lokaðri en aðrar ítalskar mafíur og siðareglur strangari. Og ofbeldið jafnvel hrottalegra ef eitthvað er. Nánast engir fá inngöngu í ‘Ndrangheta nema þeir sem eru fæddir inn í þær ættir sem þar ráða ríkjum. Piltar eru aldir upp frá blautu barnsbeini til að taka við glæpaverkum feðra sinna.

Þegja, hlýða og þjóna

Stúlkur eru hins vegar aldar upp til að þegja, hlýða og þjóna og það er athyglisvert að einmitt nú, þegar þessi (líklega tímabundni) sigur hefur unnist á ‘Ndrangheta, þá skuli vera á ferð á streymisveitum ný og mögnuð sjónvarpssería sem fjallar um tilraunir kvenna til að brjótast úr hlekkjum feðraveldis ‘Ndrangheta með samvinnu við yfirvöld. Serían heitir upp á ensku The Good Mothers og er til sýnis bæði á Disney + og Hulu, ef mér skjöplast ekki, og óhætt er að mæla mjög eindregið með henni.

Serían er gerð eftir „non-fiction“ bók bandaríska blaðamannsins Alex Perrys sem kom út 2018 og greindi frá öðrum áfanga í endalausri baráttu ítalskra yfirvalda gegn ‘Ndrangheta. Þar er athyglinni einkum beint að þremur konum sem yfirvöldin vonast til að fá til samvinnu við sig, en þar er við ramman reip að draga. Konurnar þurfa að yfirvinna aldagömul viðhorf, hörkulegt uppeldi og stöðuga kúgun áður en þær fást til að íhuga einu sinni samvinnu við yfirvöldin, samvinnu sem þær vita fullvel að setur þær í mikla og beina lífshættu.

Og börnunum óhikað beitt sem vopnum gegn mæðrum sínum.

Illskeytt systir

Leikstjórar eru tveir, gamalreyndur Breti að nafni Julian Jarrold, og hin ítalska Elisa Amoruso, sem gefur honum ekkert eftir í þeirri drungalegu og nærri titrandi spennu sem einkennir þættina. Leikarar eru hver öðrum betri. Þekktastir þeirra eru líklega þær Barbara Chichiarelli, sem lék systurina illskeyttu í seríunum Suburra (þar sem aldeilis annar póll er tekinn á mafíuna en í þessari seríu) en er hér fulltrúi þrautseigra yfirvaldanna, og svo Gaia Girace, sem lék Lílu í Framúrskarandi vinkonu.

Það er svo nýjast að fyrirmynd einnar persónunnar í seríunni (Guiseppinu Pesci, leikin eftirminnilega af Valentinu Bellè) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fullyrðir að þótt söguþráðurinn hvað hana varðar sé í stórum dráttum réttur, þá sé farið alltof frjálslega með annað. Pabbi hennar, sem í þáttunum er ruddi og hrotti, sé til dæmis voða elskulegur kall í rauninni! Stúlkur verða vitaskuld að gæta þess að ekki falli blettur á pabba, hvað sem á gengur, það vitum við.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár