Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Lífshættuleg meðvirkni

Ást­vin­ir fólks með vímu­efnarösk­un glíma marg­ir við al­var­leg­an heilsu­brest. Í rann­sókn á líð­an að­stand­enda alkó­hólista kem­ur fram að marg­ir þeirra séu al­var­lega kvíðn­ir og þung­lynd­ir. Al­gengt sé að að­stand­end­ur grein­ist með mígreni, vefjagigt og maga­sár. Heim­il­is­lækn­ir seg­ir með­virkni illa skil­greind­an sjúk­dóm en gríð­ar­legt heil­brigð­is­vanda­mál sem kalli á mikla at­hygli og skiln­ing.

Lífshættuleg meðvirkni
Kerfið verði að grípa þennan hóp Jóna Margrét Ólafsdóttir, lektor í félagsráðgjöf við HÍ segir að um sé að ræða tugþúsundir fjölskyldna sem sé hætt við að veikjast andlega og líkamlega. Mynd: HÍ

„Eftir að ég eignaðist seinna barnið mitt, eftir að hafa búið með eiginmanni sem stöðugt jók áfengisneysluna, eftir að hafa þurft, alein, að halda öllu gangandi heima fyrir, bugaðist ég. Læknir greindi mig með vefjagigt og magasár. Einkennin versnuðu þegar maðurinn minn var að drekka, sem var flestar helgar. Þannig að ég fann stöðugt til.“

Svona lýsir einn af þátttakendum í rannsókn Jónu Margrétar Ólafsdóttur, lektors við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, ástandi sínu sökum meðvirkni. Áður en hún festist í hlutverki aðstandanda hafi hún verið heilsuhraust enda ávallt hugað vel að heilsu sinni. Hægt og rólega hætti hún því og hægt og rólega veiktist hún. 

Rannsóknin Doktorsrannsóknin sýndi alvarleg áhrif vímuefnavanda á ástvini. Þeir veikjast jafnvel alvarlega.

Rannsóknin var doktorsverkefni Jónu Margrétar og leit dagsins ljós fyrir tæpum þremur árum. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi á líðan aðstandenda fólks með vímuefnaröskun. Í rannsókn Jónu Margrétar segir að sömu …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gudrun Petursdottir skrifaði
    Góð grein og þörf. Ég hef sjálf verið aðstandandi frá því ég var barn, og get staðfest að það hefur mikil áhrif á, bæði andlega og líkamlega heilsu, langt fram eftir aldri. Mikil spenna í líkamanum, magavandamál, þunglyndi og vöðvabólga sem verður krónísk. Jafnvel löngu eftir að sá með vandann sé farinn úr lífi manns.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár