„Eftir að ég eignaðist seinna barnið mitt, eftir að hafa búið með eiginmanni sem stöðugt jók áfengisneysluna, eftir að hafa þurft, alein, að halda öllu gangandi heima fyrir, bugaðist ég. Læknir greindi mig með vefjagigt og magasár. Einkennin versnuðu þegar maðurinn minn var að drekka, sem var flestar helgar. Þannig að ég fann stöðugt til.“
Svona lýsir einn af þátttakendum í rannsókn Jónu Margrétar Ólafsdóttur, lektors við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, ástandi sínu sökum meðvirkni. Áður en hún festist í hlutverki aðstandanda hafi hún verið heilsuhraust enda ávallt hugað vel að heilsu sinni. Hægt og rólega hætti hún því og hægt og rólega veiktist hún.
Rannsóknin var doktorsverkefni Jónu Margrétar og leit dagsins ljós fyrir tæpum þremur árum. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi á líðan aðstandenda fólks með vímuefnaröskun. Í rannsókn Jónu Margrétar segir að sömu …
Athugasemdir (1)