Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Lífshættuleg meðvirkni

Ást­vin­ir fólks með vímu­efnarösk­un glíma marg­ir við al­var­leg­an heilsu­brest. Í rann­sókn á líð­an að­stand­enda alkó­hólista kem­ur fram að marg­ir þeirra séu al­var­lega kvíðn­ir og þung­lynd­ir. Al­gengt sé að að­stand­end­ur grein­ist með mígreni, vefjagigt og maga­sár. Heim­il­is­lækn­ir seg­ir með­virkni illa skil­greind­an sjúk­dóm en gríð­ar­legt heil­brigð­is­vanda­mál sem kalli á mikla at­hygli og skiln­ing.

Lífshættuleg meðvirkni
Kerfið verði að grípa þennan hóp Jóna Margrét Ólafsdóttir, lektor í félagsráðgjöf við HÍ segir að um sé að ræða tugþúsundir fjölskyldna sem sé hætt við að veikjast andlega og líkamlega. Mynd: HÍ

„Eftir að ég eignaðist seinna barnið mitt, eftir að hafa búið með eiginmanni sem stöðugt jók áfengisneysluna, eftir að hafa þurft, alein, að halda öllu gangandi heima fyrir, bugaðist ég. Læknir greindi mig með vefjagigt og magasár. Einkennin versnuðu þegar maðurinn minn var að drekka, sem var flestar helgar. Þannig að ég fann stöðugt til.“

Svona lýsir einn af þátttakendum í rannsókn Jónu Margrétar Ólafsdóttur, lektors við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, ástandi sínu sökum meðvirkni. Áður en hún festist í hlutverki aðstandanda hafi hún verið heilsuhraust enda ávallt hugað vel að heilsu sinni. Hægt og rólega hætti hún því og hægt og rólega veiktist hún. 

Rannsóknin Doktorsrannsóknin sýndi alvarleg áhrif vímuefnavanda á ástvini. Þeir veikjast jafnvel alvarlega.

Rannsóknin var doktorsverkefni Jónu Margrétar og leit dagsins ljós fyrir tæpum þremur árum. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi á líðan aðstandenda fólks með vímuefnaröskun. Í rannsókn Jónu Margrétar segir að sömu …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gudrun Petursdottir skrifaði
    Góð grein og þörf. Ég hef sjálf verið aðstandandi frá því ég var barn, og get staðfest að það hefur mikil áhrif á, bæði andlega og líkamlega heilsu, langt fram eftir aldri. Mikil spenna í líkamanum, magavandamál, þunglyndi og vöðvabólga sem verður krónísk. Jafnvel löngu eftir að sá með vandann sé farinn úr lífi manns.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
6
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár