Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lífshættuleg meðvirkni

Ást­vin­ir fólks með vímu­efnarösk­un glíma marg­ir við al­var­leg­an heilsu­brest. Í rann­sókn á líð­an að­stand­enda alkó­hólista kem­ur fram að marg­ir þeirra séu al­var­lega kvíðn­ir og þung­lynd­ir. Al­gengt sé að að­stand­end­ur grein­ist með mígreni, vefjagigt og maga­sár. Heim­il­is­lækn­ir seg­ir með­virkni illa skil­greind­an sjúk­dóm en gríð­ar­legt heil­brigð­is­vanda­mál sem kalli á mikla at­hygli og skiln­ing.

Lífshættuleg meðvirkni
Kerfið verði að grípa þennan hóp Jóna Margrét Ólafsdóttir, lektor í félagsráðgjöf við HÍ segir að um sé að ræða tugþúsundir fjölskyldna sem sé hætt við að veikjast andlega og líkamlega. Mynd: HÍ

„Eftir að ég eignaðist seinna barnið mitt, eftir að hafa búið með eiginmanni sem stöðugt jók áfengisneysluna, eftir að hafa þurft, alein, að halda öllu gangandi heima fyrir, bugaðist ég. Læknir greindi mig með vefjagigt og magasár. Einkennin versnuðu þegar maðurinn minn var að drekka, sem var flestar helgar. Þannig að ég fann stöðugt til.“

Svona lýsir einn af þátttakendum í rannsókn Jónu Margrétar Ólafsdóttur, lektors við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, ástandi sínu sökum meðvirkni. Áður en hún festist í hlutverki aðstandanda hafi hún verið heilsuhraust enda ávallt hugað vel að heilsu sinni. Hægt og rólega hætti hún því og hægt og rólega veiktist hún. 

Rannsóknin Doktorsrannsóknin sýndi alvarleg áhrif vímuefnavanda á ástvini. Þeir veikjast jafnvel alvarlega.

Rannsóknin var doktorsverkefni Jónu Margrétar og leit dagsins ljós fyrir tæpum þremur árum. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi á líðan aðstandenda fólks með vímuefnaröskun. Í rannsókn Jónu Margrétar segir að sömu …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gudrun Petursdottir skrifaði
    Góð grein og þörf. Ég hef sjálf verið aðstandandi frá því ég var barn, og get staðfest að það hefur mikil áhrif á, bæði andlega og líkamlega heilsu, langt fram eftir aldri. Mikil spenna í líkamanum, magavandamál, þunglyndi og vöðvabólga sem verður krónísk. Jafnvel löngu eftir að sá með vandann sé farinn úr lífi manns.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu