Þessi grein er framhald af annarri sem ég er ekki búinn að skrifa. Þar mun segja frá fyrsta púnverska stríðinu sem háð var um miðja 3. öld fyrir Krist. Þá laut fornfrægt siglinga- og verslunarveldi Púnverja (Karþagó-manna) í lægra haldi fyrir uppvaxandi veldi Rómverja. Barist var um Sikiley og óbeint Sardiníu og tekist á um yfirráð yfir siglingum og auðlindum við allt vestanvert Miðjarðarhaf – og hverjir skyldu ráða þar í fyrirsjáanlegri framtíð.
Sigur Rómverja var óvæntur en afgerandi. Karþagó-menn urðu að yfirgefa Sikiley og auðlindir þar og borga háar stríðsskaðabætur.
Málalið Púnverja
Ekki bætti úr skák – og nú er þessi grein hafin – að á löndum Púnverja (hinu núverandi Túnis) var nú fjölmennur her málaliða sem heimtaði kaupið sitt. Púnverjar voru ævinlega fámenn yfirstétt í landinu og ríktu yfir hlut hinna berbísku heimamanna á Norður-Afríkuströndinni frá borgum eins og Karþagó og Útiku. Þegar þeir þurftu að kveðja út …
Athugasemdir