Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fimm góðar gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu

Nú þeg­ar far­ið er að sjást til sól­ar eft­ir lang­an og óvenju­kald­an vet­ur vakn­ar úti­vist­ar­þrá­in hjá mörg­um borg­ar­bú­um. Ein­ar Skúla­son leið­sögu­mað­ur seg­ir frá fimm góð­um göngu­leið­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Fimm góðar gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu
Einar Skúlason Við fossinn Hroll í Lónsöræfum. Mynd: Einar Skúlason

Áður en haldið er út í náttúrubað þarf að ákveða hvert skal fara, en framboðið af skemmtilegum og fjölbreyttum leiðum er nær óendanlegt.

Einar Skúlason, göngugarpur og leiðsögumaður, kynnir hér fimm bestu gönguleiðirnar á höfuðborgarsvæðinu að hans mati. Einar er stofnandi leiðsöguappsins Wappið og hefur umsjón með því. Hann starfar einnig sem leiðsögumaður hjá gönguhópnum Vesen og vergangur.

Gönguleiðirnar

Hringur um Gálgahraun

Gálgahraun er sérstæð hraunspilda á Álftanesi sem var friðlýst árið 2009. Það er hluti af Búrfellshrauni sem rann úr Búrfelli ofan Hafnarfjarðar fyrir um 8.000 árum. Aðrir hlutar hraunsins eru til dæmis Garðahraun og Hafnarfjarðarhraun. Hraunið er bæði úfið og hrikalegt. Talið er að glóandi hraunstraumur hafi runnið út á mýrlendi, vatnsgufurnar hafi sprengt það í sundur og myndað þannig gíga og stórar gjár. Svipaðar hraunmyndanir er að finna í Dimmuborgum í Mývatnssveit. Í hrauninu leynist að minnsta kosti einn hellir.

Gálgahraun er kennt við …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
4
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár