Á bilinu 1.500-2.000 manns fengu í aprílmánuði ábyrgðarbréf með póstinum frá fyrirtækinu Keldunni, þar sem þeim var tilkynnt að til stæði að skrá þau á lista yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla, svokallaðan PEP-gagnagrunn, en skammstöfunin er dregin af enska heitinu politically exposed person.
Þetta virtist koma illa við suma sem fengu veður af fyrirhugaðri skráningu og var gagnasöfnun Keldunnar nokkuð til opinberrar umræðu í kjölfarið. Þó er það sem Keldan er að gera ekkert nýtt á Íslandi. Þvert á móti er Keldan nú að koma með sinn eigin PEP-gagnagrunn á markað í samkeppni við annað fyrirtæki, Creditinfo, sem hóf vinnu við að setja saman sinn gagnagrunn árið 2020.
Fyrirtækin tvö verða þá bæði með sína lista, sem ættu að vera svo til samhljóma, og koma til með að keppast um að selja upplýsingarnar af honum til þeirra aðila sem þurfa, til þess að uppfylla ákvæði laga um varnir …
Athugasemdir (1)