Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stórhættulegir og bráðdrepandi ópíóíðar valda ótta og usla

Ópíóíðafíkn vex með hverju ári og ótt­ast er að met­fjöldi muni lát­ast á þessu ári vegna henn­ar. Heim­ild­in tók sam­an 10 stað­reynd­ir um þenn­an mikla skað­vald.

Stórhættulegir og bráðdrepandi ópíóíðar valda ótta og usla
Lyfinu ávísað við svæsnum verkjum Ópíóíðum er almennt ávísað við svæsnum eða meðalsvæsnum verkjum. Mynd: Heiða Helgadóttir

1.

Ópíöt eru lyf sem eru annaðhvort unnin úr ópíumi eða hafa svipaða efnafræðilega byggingu og virkni og slík lyf. Meðal ópíata teljast meðal annars morfín, heróín, kódín, metadón og petidín. Þau hafa áhrif á heila og miðtaugakerfi, til dæmis hafa þau öflug verkjastillandi áhrif og valda syfju, sljóleika og sælutilfinningu.

2.

Ópíöt eru mjög vanabindandi og fólk sem hættir neyslu þeirra eftir að vera orðið háð þeim finnur fyrir sterkum fráhvarfseinkennum. Þetta á sérstaklega við um sterkari ópíöt á borð við heróín og morfín. Af þessum sökum er framleiðsla á heróíni almennt bönnuð með lögum og morfín er aðeins notað undir ströngu eftirliti og við sérstakar kringumstæður vegna kvalastillandi áhrifa þess.

3.

Ópíum er duft sem unnið er úr safa ópíum-valmúans. Það er blanda af nokkrum efnasamböndum og þar á meðal eru morfín og kódín. Heróín er svo unnið úr morfíni. Svokölluð efnasmíðuð ópíöt eru framleidd á rannsóknarstofum og meðal þeirra er metadón sem er til dæmis notað til að draga úr fráhvarfseinkennum hjá þeim sem reyna að hætta heróínneyslu.

4.

Ópíóíðum er almennt ávísað við svæsnum eða meðalsvæsnum verkjum. Gagnsemi ópíóíða til verkjastillingar í skammtímameðhöndlun mikilla verkja, af öðrum toga en krabbameini, er vel staðfest í rannsóknum en aftur á móti hefur gagnsemi ópíóíða í langtímameðferð við verkjum ekki verið staðfest. Meðferð langvinnra verkja getur verið mjög flókin. 

5.

Lyfjafyrirtækið Purdue Pharma setti svokallað OxyContin, sem flokkast sem ópíóíðar, á markað árið 1996 en það var framleitt í stórum stíl þar í landi. Framleiðsla og sala á þessum verkjalyfjum stórjókst svo á fyrsta áratug aldarinnar þegar samheitalyfjafyrirtæki eins og Actavis byrjuðu að framleiða samheitaútgáfu af Oxycontin og eins eigin morfínlyf sem voru frumlyf. 

Stóra breytingin með OxyContin var að Purdue Pharma markaðssetti lyfið þannig að það væri hægt að nota það að staðaldri gegn krónískum, langvinnum verkjum eins og í baki, sinaskeiðabólgu, gigt og jafnvel höfuðverk. Einn af sölupunktum fyrirtækisins á OxyContin var að „einungis minna en 1 prósent notendanna yrðu háðir því“.

6.

Reglulega kemur upp umræða í íslensku samfélagi um ópíóíðafíkn. Engar staðfestar tölur liggja fyrir yfir hversu margir hafa látist á þessu ári hjá Landlæknisembættinu sem heldur utan um tölfræði um dánarorsök. Gögn frá sjúkrahúsinu Vogi sýna að 20 einstaklingar undir 50 ára, sem hafa nýtt þau úrræði sem sjúkrahúsið býður upp á, hafa látist á fyrstu þremur mánuðum ársins.

7.

Í viðtali við Stundina fyrir um ári síðan sagðist rúmlega 30 ára íslensk kona hafa stundað það um nokkurra ára skeið á síðasta áratug að kaupa OxyContin á Spáni og selja lyfið á Íslandi. Konan segist fyrst hafa orðið vör við OxyContin á fíkniefnamarkaðinum á Íslandi árið 2014. Hún sagðist meðal annars hafa falsað bréf frá íslenskum lækni um að hún væri með bakverki. Svo hefði hún farið með þetta bréf til Spánar og fengið ávísað OxyContin þar í landi. Hún flutti þetta OxyContin svo til Íslands og seldi það hér á landi. Pillan á Spáni kostaði 1.000 krónur en konan seldi hana á 8.000 krónur á Íslandi. Konan keypti einnig lyf á Íslandi, af milliliðum.

Hún greindi frá því að aðgengið að OxyContin á svarta markaðinum væri frekar gott, meðal annars vegna þessa innflutnings frá Spáni. Viðskiptin með þessi lyf færu fram í gegnum samskiptaforrit eins og Telegram.

8.

Yfirlæknir á Vogi, Valgerður Rúnarsdóttir, sagði í viðtali við RÚV fyrir stuttu að hún óttaðist að það stefndi í metár í andlátum vegna fíknisjúkdóma. Hún sagði að mikil aukning væri í ópíóíðafíkn – sérstaklega hjá þessum yngri hóp. „Það er mjög hættuleg fíkn. Þessi sterku verkjalyf, OxyContin og Contalgin, sem er fyrst og fremst verið að nota á Íslandi, þau eru bara bráðdrepandi.“

Óttast ástandiðValgerður segir að metfjöldi falli frá vegna fíknisjúkdóma á þessu ári. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur hjá Landlæknisembættinu.

9.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tjáði sig um sláandi tölur látinna á þessu ári á Alþingi í þar síðustu viku. „Við verðum bara að horfa á þessar óyggjandi tölur og þurfum að gera fjölmargt, betur og meir.“ Hann sagði að fjölmargt þyrfti að gera. „Það þarf sveitarfélögin og sameiginlegt átak þings og ríkisstjórnar, þvert á ráðuneyti og með sveitarfélögum, og skoða þarf skaðaminnkandi úrræði.“

Sameiginlegt átakHeilbrigðisráðherra segir að nú þurfi sameiginlegt átak sveitarfélaga, þings og ríkisstjórnar.

Hann sagði jafnframt að auka þyrfti forvarnir og fræðslu og ná til þeirra félagasamtaka sem vinna með fjölskyldum og veita aukinn stuðning við þær. „Við þurfum að koma á þessari viðbragðsþjónustu og auka aðgengi og svo þurfum við að horfa til þessara skaðaminnkandi úrræða, frekari klíník, neyslurými.“ Enn fremur væru stjórnvöld að skoða það að bæta við þjónustu á sjúkrahúsinu Vogi, svokallaðri viðbragðsþjónustu, og auka samvinnu við Landspítalann um þá lífsbjargandi viðhaldsmeðferð sem veitt er þar. 

Í lok apríl lagði Willum fram minnisblað um að verja 170  millj­ón­um króna á árs­grund­velli í að­gerð­ir til að sporna við skaða af völd­um ópíóða. Á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag var þessi upp­hæð hækk­uð um 55 millj­ón­ir og sam­þykkt að verja 225 millj­ón­um í mála­flokk­inn.

10.

Í þessari umræðu allri hefur lyfið Naloxone borið á góma en það er mótefni gegn ópíóíðlyfjum eins og morfín, fentanýl, oxykódon, heróín, metadón og búprenorfín. Naloxone hefur mikla sækni í ópíóíðviðtaka og ryður í burtu og kemur í veg fyrir að ópíóíðarnir nái að bindast og valda verkjun. Lyfið stöðvar verkun ópíóíða tímabundið og kemur ekki í staðinn fyrir bráðaþjónustu læknis. Lyfið er notað sem neyðarlyf og er notað tafarlaust við ofskömmtun ópíóíða eða hugsanlegri ofskömmtun ópíóíða hjá fullorðnum og unglingum 14 ára og eldri. Einkenni ofskömmtunar geta verið öndunarerfiðleikar, alvarleg syfja og bregst ekki við miklum hávaða eða snertingu.

Heilbrigðisráðuneytið gaf út yfirlýsingu í júní í fyrra þar sem sagði að Naloxone-nefúði yrði aðgengilegur um allt land, notendum að kostnaðarlausu. Naloxone er hvorki ávanabindandi né hættulegt og eina ábendingin fyrir notkun þess er tafarlaus neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóíða sem kemur fram sem öndunarbæling og/eða bæling á miðtaugakerfinu. Eftir sem áður þarf að koma viðkomandi undir læknishendur. Stjórnvöld skoða nú hvort hægt sé að setja Naloxone í lausasölu – þó að það hafi ekki verið samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu.

Heimild:

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Vilhjálmur Hjaltalín skrifaði
    Fíkn í ópíóða er llíklega versta fíkn sem til er. Fráhvarfseinkennin eru hræðileg og mikil hætta á ofskömmtun sem leiðir til dauða. Það er fyrir löngu búið að dæma framleiðandur ópíóðalyfja fyrir að ljúga til um skaðsemina af langvarandi notkun þeirra. Samt eru læknar ennþá að skrifa upp á þau fyrir langvarandi verki. Hvernig væri að ráðherra byrjaði á réttum enda og setti miklu strangari reglur um ávísanir á þessi lyf. Það er algjörlega óboðlegt að læknar séu í stórum stíl að gera fólk að fíklum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

10 staðreyndir

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár