Að hlusta á tónlist getur látið okkur líða vel. Að rölta um listasafn sömuleiðis. Undur náttúrunnar eru svo sér kapítuli út af fyrir sig. Við getum bókstaflega misst andann við að sjá ofan í djúpt gljúfur, inn í fjallasali eða sólina setjast og lita himininn – og heiminn – fögrum litum. Nú eða spúandi eldfjall. Allt sem vekur undrun okkar, einskæra aðdáun og lotningu getur nært ímyndunaraflið svo um munar.
Vísindamenn eru nú á því, eftir ýmsar rannsóknir síðustu ár og áratugi, að með því að leita uppi þessi einstöku „gæsahúðaraugnablik“ frá degi til dags getum við öðlast aukna hamingju og betri heilsu.
Bandaríkjamaðurinn Dacher Keltner hefur rannsakað mannlega hegðun og tilfinningar í fleiri áratugi. Hann stofnaði í félagi við fleiri rannsóknarstofnunina UC Berkeley's Greater Good Science Center og hefur auk þess skrifað bækur um rannsóknir sínar. Og sú nýjasta, Awe: The New Science of Everyday Wonder and How It …
Athugasemdir