Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Undraverk auka hamingju og heilbrigði

Að horfa á sól­ar­lag, virða fyr­ir sér fjallstinda og rýna í hvers kyns lista­verk vek­ur ekki að­eins sterk­ar til­finn­ing­ar í augna­blik­inu held­ur get­ur hrein­lega auk­ið ham­ingju og bætt heilsu okk­ar. Til að kalla fram þessi já­kvæðu áhrif ætti mark­visst að leita uppi í hvers­dags­líf­inu til­komu­mik­il, stór­kost­leg og mik­il­feng­leg undra­verk nátt­úr­unn­ar og lista­fólks – þau sem kalla fram gæsa­húð og jafn­vel tár á hvarmi.

Undraverk auka hamingju og heilbrigði
Vá! Náttúran kemur okkur mönnunum stöðugt á óvart. Er síbreytileg, töfrandi og kyngimögnuð. Mynd: Shutterstock

Að hlusta á tónlist getur látið okkur líða vel. Að rölta um listasafn sömuleiðis. Undur náttúrunnar eru svo sér kapítuli út af fyrir sig. Við getum bókstaflega misst andann við að sjá ofan í djúpt gljúfur, inn í fjallasali eða sólina setjast og lita himininn – og heiminn – fögrum litum. Nú eða spúandi eldfjall. Allt sem vekur undrun okkar, einskæra aðdáun og lotningu getur nært ímyndunaraflið svo um munar.

Vísindamenn eru nú á því, eftir ýmsar rannsóknir síðustu ár og áratugi, að með því að leita uppi þessi einstöku „gæsahúðaraugnablik“ frá degi til dags getum við öðlast aukna hamingju og betri heilsu.

Bandaríkjamaðurinn Dacher Keltner hefur rannsakað mannlega hegðun og tilfinningar í fleiri áratugi. Hann stofnaði í félagi við fleiri rannsóknarstofnunina UC Berkeley's Greater Good Science Center og hefur auk þess skrifað bækur um rannsóknir sínar. Og sú nýjasta, Awe: The New Science of Everyday Wonder and How It …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár