Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1124. spurningaþraut: „Hann hafði silfurbelti um sig og ... törgubuklara og silkihlað um höfuð“

1124. spurningaþraut: „Hann hafði silfurbelti um sig og ... törgubuklara og silkihlað um höfuð“

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg er hverfið Montmarte?

2.  Fyrir hvað komst bærinn Columbine í Colorado í fréttirnar 1999?

3.  Hvern sigraði Kristján Eldjárn í forsetakosningunum 1968?

4.  Hann var „svo búinn að hann var í blám kyrtli og í blárendum brókum og uppháva svarta skúa á fótum. Hann hafði silfurbelti um sig og öxi þá í hendi [...] og törgubuklara og silkihlað um höfuð og greitt hárið aftur um eyrun. Hann var allra manna hermannlegastur og kenndu því hann allir.“ Hverjum er svo lýst í Njálu? Og Njálustig í boði fyrir þá sem vita við hvaða tækifæri manninum var svo lýst.

5.  Hvað er á milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar?

6.  Í hvaða landi starfar leyniþjónustan MI5?

7.  Í hvaða heimsálfu er landið Chad?

8.  Sú var tíð að Billboard listinn bandaríski var ágætur mælikvarði yfir vinsældir popptónlistarfólks. Hvaða tónlistarmaður eða hljómsveit skyldi hafa komið lögum sínum oftast í efsta sæti Billboard-listans?

9.  En hversu mörg lög átti viðkomandi tónlistarmaður eða hljómsveit í efsta sæti listans? Hér má muna þrem til eða frá.

10.  Í NATO er 31 ríki sem stendur. Ekki þarf að spyrja að því hvert þeirra hefur fjölmennasta herinn. Það eru vitaskuld Bandaríkin. En her hvaða NATO-ríkis er næst fjölmennastur?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða íslensku kvikmynd er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  París.

2.  Fjöldamorð í framhaldsskóla.

3.  Gunnar Thoroddsen.

4.  Skarphéðni. Lýsingin er úr kafla sem fjallar um sáttabón Njálssona á Alþingi. Nóg er að nefna Alþingi.

5.  Melrakkaslétta.

6.  Bretlandi.

7.  Afríku.

8.  Bítlarnir.

9.  20 sinnum náðu Bítlarnir efsta sætinu, svo rétt telst vera 17-23.

10.  Tyrklands.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ellý Vilhjálms.

Skjáskotið er úr kvikmyndinni 101 Reykjavík.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár