Íslenskt eignarhaldsfélag í eigu Róberts Wessman og viðskiptafélaga hans seldi tvö skuldabréf í Alvotech, sem hægt er að breyta í hlutafé í fyrirtækinu, fyrir rúmlega 87 milljónir dollara, tæpa 12 milljarða króna, rétt áður en verðhrun varð á hlutabréfum í fyrirtækinu um miðjan mánuðinn. Salan á skuldabréfunum átti sér stað þann 5. og 11. apríl. Skuldabréfin eru á gjalddaga árið 2025 en kaupendur geta breytt þeim í hlutafé í Alvotech fyrir þann tíma.
Verðhrunið á bréfum Alvotech átti sér stað eftir að lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hafnaði umsókn fyrirtækisins um markaðsleyfi fyrir lyfið Humira. Alvotech greindi frá þessari niðurstöðu með tilkynningu þann 14. apríl. Á tveimur virkum dögum hrundi markaðsvirði Alvotech um 170 milljarða króna, úr 528 milljörðum og niður í tæplega 360 milljarða.
Athugasemdir (2)