Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vill innleiða aftur „ákveðinn aga“ og skilning á því hvað má og hvað ekki

Form­að­ur Mið­flokks­ins tel­ur að stjórn­völd standi sig ekki þeg­ar kem­ur að því að verj­ast skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Frétt­ir af auknu of­beldi með­al ung­menna og vopna­burði kalli á við­brögð stjórn­valda og sam­fé­lags­ins. „Hluti af þeim við­brögð­um hlýt­ur að vera að inn­leiða hér aft­ur ákveð­inn aga og skiln­ing á því hvað má og hvað ekki og gefa skóla­stjórn­end­um og lög­reglu tæki­færi til að senda skýr skila­boð og fylgja þeim eft­ir.“

Vill innleiða aftur „ákveðinn aga“ og skilning á því hvað má og hvað ekki
Vill ekki „lögleiða glæpina“ Formaður Miðflokksins segir að helstu skilaboð stjórnvalda inn í ákveðið ástand, sem hann segir að sé í samfélaginu, séu ítrekuð frumvörp um lögleiðingu fíkniefna. Ekki hægt sé að taka á vandanum með því að lögleiða glæpina. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Það er ekki hægt að taka á vandanum með því að lögleiða glæpina. Við þurfum að gefa lögreglu og öðrum stjórnvöldum hér tækifæri til að takast á við þennan vanda og gera það af þeirri festu sem þessi stigvaxandi vandi samfélagsins kallar á.“ Þannig lauk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræðu sinni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag.

Nokkrir þingmenn ræddu ópíóðafaraldur hér á landi, sem mikið er til umræðu í samfélaginu um þessar mundir, á Alþingi undir sama lið. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, ræddi faraldurinn í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar sagði hún að tíu skjólstæðingar þeirra undir fertugu hefðu látist það sem af er árinu. Hún kallaði eftir aðgerðum stjórnvalda. 

Sigmundur Davíð sagði meðal annars í sinni ræðu að helstu skilaboð stjórnvalda inn í þetta ástand væru ítrekuð frumvörp um lögleiðingu fíkniefna. 

„Undanfarin ár hefur ríkislögreglustjóri ítrekað varað við, með mjög afgerandi hætti, aukinni skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og hvatt til og kallað eftir aðgerðum til að bregðast við því. Við horfum líka upp á fíkniefnafaraldur – ekki hvað síst núna ópíóðafaraldur sem borist hefur til Íslands og nú heyrum við í auknum mæli, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, fréttir af auknu ofbeldi meðal ungmenna og vopnaburði meðal barna og annarra ungmenna,“ sagði þingmaðurinn. 

„Veggjakrot að mati stjórnvalda líklega bara leyst“

Sigmundur Davíð telur að þetta kalli á viðbrögð stjórnvalda og samfélagsins en hluti af þeim viðbrögðum hljóti að vera að „innleiða hér aftur ákveðinn aga“ – skilning á því hvað má og hvað ekki. Gefa skólastjórnendum og lögreglu tækifæri til að senda skýr skilaboð og fylgja þeim eftir.

„Í New York-borg var á sínum tíma ráðist í aðgerðir sem fylgdu svokallaðri rúðubrots-kenningu til að takast á við mikla glæpaöldu þar. Hún fólst í því að taka hart á minni afbrotum, rúðubrotum og veggjakroti – og gera strax við þar sem skemmdir hefðu verið unnar og fylgja því eftir. Hér er veggjakrot að mati stjórnvalda líklega bara leyst og skortur á vilja til að fylgja eftir skilaboðum um hvað telst ásættanlegt og hvað ekki,“ sagði hann jafnframt. 

Mætti koma í veg fyrir dauðsföll

Inga Sæland formaður Flokks fólksins hélt ræðu undir sama lið á þingi í dag þar sem hún sagði að í dag væru margir sorgmæddir. Margir fylgdu ungmennum sínum og ástvinum til grafar vegna þessa faraldurs og þess ógnarástands sem hefði skapast í samfélaginu af völdum ópíóða. 

Inga Sæland

„Það er sorglegt til þess að vita að þessum mörgu ótímabæru dauðsföllum mætti koma í veg fyrir með lyfinu, Naloxone, með því að gefa það frjálst í lausasölu. Lyfi sem eru í formi nefúða sem í rauninni dregur úr eitrunaráhrifum en 1. júlí í fyrra var þetta lyf sett í Frú Ragnheiði og Rauði krossinn og heilbrigðisstofnanir hafa getað nýtt sér það þegar það er að fá fólkið okkar, unga fólkið okkar, til sín við dauðans dyr. 

Ég segi: Þetta er gríðarlega alvarlegt mál. Þetta er neyðarástand í samfélaginu. Ég held ég sé búinn að koma hérna 100 sinnum upp til að kalla og hrópa úr þessum ræðustóli eftir raunverulegum aðgerðum. Raunverulegum aðgerðum til þess að koma í veg fyrir, ef þess er nokkur kostur, ótímabær dauðsföll ungmenna á Íslandi. 

Vísaði Inga í viðtal við framkvæmdastjóra SÁÁ sem birtist í gær. „Hvað segir hún? Tíu ungmenni hafa dáið frá áramótum, sem hafa í raun verið að nýta sér þjónustuna á Vogi, hafa fallið og hafa viljað koma aftur, þau eru á biðlista og hvaðeina annað sem er. Naloxone, þetta lyf sem er ekki ávanabindandi, það er ekki skaðlegra en panodil sem er selt hér úti í apóteki, gæti komið í veg fyrir stóran hluta af þeim ótímabæru dauðsföllum sem við erum að horfast í augu við í dag ef heilbrigðisyfirvöld myndu einungis leyfa það í lausasölu.“ 

Hún hvatti að endingu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra til dáða um leið og hún vottaði öllum þeim sem eru að ganga í gegnum þessar hörmungarsorgir sína dýpstu samúð.

Mikilvægt að mæta þessari ógn

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók undir í sinni ræðu með Ingu Sæland og Sigmundi Davíð. 

Ásmundur Friðriksson

„Ég ætla að halda mig við að ræða ópíóðafíkn sem hefur verið mjög til umræðu í samfélaginu síðustu daga og veldur miklum skaða; fíkn sem nær heljartökum á þeim sem neyta og ungt fólk sem ánetjast þessum lyfjum á vart undankomuleið. Frá árinu 2014 hefur þeim einstaklingum fjölgað sem fá lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi, úr 117 einstaklingum í 347 á síðasta ári, en á sama tíma yfir þetta tímabil, þessi níu ár, greiðir ríkið aðeins fyrir meðferð 90 einstaklinga. Það er alveg sama hvað er að gerast, það er engin hækkun,“ sagði hann. 

Þá sagði hann jafnframt að það væri alveg með ólíkindum að á sama tíma og þetta væri að gerast í íslensku samfélagi þá fjölgaði tillögum á Alþingi um að auka aðgengi að víni og fíkniefnum. „En það koma engar tillögur um það hvernig við ætlum að mæta þeim áföllum sem samfélagið og einstaklingarnir verða fyrir. Dauðsföllum einstaklinga sem hafa dvalið á Vogi á undanförnum árum hefur fjölgað gríðarlega. Árið 2017 létust 75 einstaklingar sem höfðu dvalið á Vogi. Þar af voru 12 yngri en þrítugir. Í ár er gert ráð fyrir að þessi tala verði 139 einstaklingar, þar af verði 24 undir 30 ára.“

Ásmundur benti á að mikil verðmæti væru í hverjum einstaklingi. „Það er mikilvægt fyrir okkar samfélag að mæta þessari ógn með því að styðja við bakið á þeim fyrirtækjum og stofnunum sem eru að reyna að bjarga þessu fólki úr heljargreipum fíknarinnar.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár