Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kominn af þingmönnum í báðar ættir

Báð­ir af­ar Gísla Rafns Ólafs­son­ar sátu á þingi, fyr­ir flokka sitt hvoru meg­in á hinu póli­tíska lit­rófi. Sjálf­ur var hann lengi vel mjög passa­sam­ur með að lýsa ekki póli­tísk­um skoð­un­um sín­um, starfa sinna vegna.

Kominn af þingmönnum í báðar ættir
Þurfti að passa að sýna hlutleysi Gísli Rafn starfaði við mannúðar- og hjálparstarf víða erlendis áður en hann settist á þing. Í þeim störfum var mikilvægt að tjá sig ekki mikið um pólitík. Mynd: Bára Huld Beck

Þriðjungur sitjandi alþingismanna eru annað hvort náskyldir eða mægðir fólki sem setið hefur á alþingi, ýmist sem aðal- eða varamenn. Þá er enn fleiri þingmenn tengdir fólki sem hefur stýrt sveitarfélögum eða leitt framboð í sveitarstjórnarkosningum.

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor hefur rannsakað elítur og valdakerfi í íslensku samfélagi og meðal annars kannaði hann ættartengsl íslenskra þingmanna á árabilinu 1990 til 2020. Hans niðurstaða er að um þriðjungur þingmanna hafi á þessu tímabili haft ættartengsl við fyrrverandi þingmenn.

„Íslenska kerfið hefur viss einkenni sem ættu að ýta undir ættartengsl, og þau koma vissulega fyrir hér, en ég myndi ekki halda að þau væru megin áhrifaþáttur á framabrautir í stjórnmálum hér á landi,“ segir Gunnar Helgi og bendir á að svipuð mynstur megi greina í öðrum starfsgreinum eða þjóðfélagshópum, innan íþróttahreyfingarinnar eða í listalífi til að mynda.

Þeir þingmenn sem Heimildin ræddi við í samhengi við úttekt á ættartengslum töluðu flestir á svipuðum nótum og Gunnar Helgi. Það er að segja, að ættartengsl þeirra kannski ekki ráðið úrslitum um að þeir hafi lagt fyrir sig pólitík. Það hafi frekar verið að virk umræða um stjórnmál og samfélagsmál sem fram hafi farið inni á heimilinum hafi þar haft meira að segja.

Kominn af sjálfstæðismönnum og sósíalistum

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, er kominn af þingmönnum í báðar ættir. Móðir hans, Jóhanna Axelsdóttir, er dóttir Axels Jónssonar sem var þingmaður Sjálfstæðisflokksins árin 1965-1967, 1969-1971 og 1974-1978, og einnig bæjarfulltrúi í Kópavogi árin 1962-1979. Faðir Gísla Rafns var Ólafur Rafn Einarsson, sonar Einars Olgeirssonar, formanns Sósíalistaflokksins og þingmanns í 30 ár, fyrir Kommúnistaflokkinn, Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið.

Þá tók Magnús Jón Árnason, fósturfaðir Gísla, lengi þátt í sveitarstjórnarmálum fyrir Alþýðubandalagið. Hann var bæjarfulltrúi um tólf ára skeið í Hafnarfirði og bæjarstjóri þar um tveggja ára skeið, auk þess sem hann var í framboði til Alþingis fyrir Samfylkinguna árið 1999.

Gísli sjálfur er með BS-próf í tölvunarfræði og efnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla og diplómu í þróunarfræði frá Háskóla Íslands. Hann vann ýmis störf, flest tengd stafrænni tækni og á síðari árum einkum hjá erlendum fyrirtækjum. Þá var Gísli virkur í björgunarsveitarstarfi, til að mynda var hann stjórnandi Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og fulltrúi Íslands við stórslysastofnun Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem hann sat í nefnd utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna um alþjóðlegt hjálparstarf um fimm ára skeið.

„Ef maður segir að Trump sé slæmur forseti getur það haft áhrif á fjármögnun samtakanna sem maður vinnur fyrir“

Gísli segist ekki vita hvort ætternið hafi haft þau áhrif að hann hafi orðið pólitískari en ella. „Ég ólst upp við að afi minn Axel var á þingi þegar ég var lítill, Einar afi var hins vegar hættur áður en ég fæddist. Ég var samt ennþá krakki þegar Axel afi hætti á þingi. Ég held það hafi frekar haft áhrif að hafa alist upp á heimili þar sem pólitík var rædd.“

Um langt skeið varaði Gísli sig þó á því að tengja sig á nokkurn hátt við pólitík. „Ég var að starfa við mannúðar- og hjálparstarf víða um heim, og í þeim geira þarf að passa upp á að halda miklu hlutleysi. Ef maður segir að Trump sé slæmur forseti getur það haft áhrif á fjármögnun samtakanna sem maður vinnur fyrir. Það er mikið lagt upp úr því að maður sé ekki að tjá sig mikið pólitískt svo ég ákvað að vera bara mjög passívur hvað þetta varðar. Svo bjó ég mikið til erlendis á árunum 2011 til 2021 svo ég var dálítið fjarlægur öllu hér heima. Ég tók hins vegar ákvörðun um að gefa mig að þessu vegna þess að mér fannst vera svo margt sem mætti betur fara og mér fannst að reynsla mín úr hjálparstarfi, af því að díla við krísur úti um allan heim og fá fólk til að starfa saman, gæti nýst. Það var það sem dró mig í pólitík.“

Spurður hvort hann telji þá að nú, eftir að hann hóf þátttöku í pólitík, veiti uppvöxturinnn honum forskot umfram aðra vill Gísli ekki leggja mat á það. „Ég veit ekki hvort það hefur veitt mér forskot en það að hafa komið frá heimili þar sem ákveðin gildi voru innprentuð í mann, að hjálpa öðrum og berjast fyrir þeim sem minna mega sín, ég tel að það hafi haft áhrif.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Þingmennska reynist nátengd ætterni
ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Erfðavöldin á Alþingi

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár