Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Frá því að ég var krakki ætlaði ég að verða forsætisráðherra“

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir seg­ir að all­ir hafi bú­ist við að hún myndi verða póli­tík­us. Það hafi kom­ið meira á óvart að Helgi Hrafn bróð­ir henn­ar hafi end­að þar. Bæði séu þau al­in upp við gagn­rýna hugs­un og mikla póli­tíska um­ræðu.

„Frá því að ég var krakki ætlaði ég að verða forsætisráðherra“
Hraktist úr ungliðapólitík Arndís Anna segir að hún hafi hætt þátttöku í stjórnmálum eftir að hafa verið í stúdentapólitík. Hennar þátttaka þar hafi vakið upp furðulega flokkadrætti sem bæði hafi komið henni á óvart en jafnframt opna augu hennar. Mynd: Bára Huld Beck

Þriðjungur sitjandi alþingismanna eru annað hvort náskyldir eða mægðir fólki sem setið hefur á þingi, ýmist sem aðal- eða varamenn. Þá er enn fleiri þingmenn tengdir fólki sem hefur stýrt sveitarfélögum eða leitt framboð í sveitarstjórnarkosningum.

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor hefur rannsakað elítur og valdakerfi í íslensku samfélagi og meðal annars kannaði hann ættartengsl íslenskra þingmanna á árabilinu 1990 til 2020. Hans niðurstaða er að um þriðjungur þingmanna hafi á þessu tímabili haft ættartengsl við fyrrverandi þingmenn.

„Íslenska kerfið hefur viss einkenni sem ættu að ýta undir ættartengsl, og þau koma vissulega fyrir hér, en ég myndi ekki halda að þau væru megin áhrifaþáttur á framabrautir í stjórnmálum hér á landi,“ segir Gunnar Helgi og bendir á að svipuð mynstur megi greina í öðrum starfsgreinum eða þjóðfélagshópum, innan íþróttahreyfingarinnar eða í listalífi til að mynda.

Þeir þingmenn sem Heimildin ræddi við í samhengi við úttekt á ættartengslum töluðu flestir á svipuðum nótum og Gunnar Helgi. Það er að segja, að ættartengsl þeirra kannski ekki ráðið úrslitum um að þeir hafi lagt fyrir sig pólitík. Það hafi frekar verið að virk umræða um stjórnmál og samfélagsmál sem fram hafi farið inni á heimilinum hafi þar haft meira að segja.

Mamma í algjöru aðalhlutverki

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, er systir Helga Hrafns Gunnarsson, fyrrverandi þingmanns sama flokks. Foreldrar hennar eru Kristín Erna Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, og Gunnar Smári Helgason, hljóðmaður. Arndís Anna er lögfræðingur að mennt frá Belgíu. Hún starfaði sem lögfræðingur, meðal annars á Barnaverndarstofu, hjá Rauða krossinum og í innaríkisráðuneytinu áður en hún var kjörin á þing í kosningunum 2021. Arndís Anna sat í framkvæmdastjórn ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar árin 2004 til 2005 og sat í Stúdentaráði HÍ árin 2005 til 2007.

„Við systkinin bæði erum alin upp við mjög gagnrýna hugsun og mikla pólitíska umræðu“

Spurð hvort það hafi haft áhrif á að hún ákvað að gefa kost á sér til setu á Alþingi að Helgi Hrafn bróðir hennar hefði setið á þingi segir Arndís Anna það ágæta spurningu. „Það var þannig að ég var alltaf í pólitík en Helgi var í tónlist, og það bjuggust allir við að ég yrði pólitíkus en hann tónlistarmaður. Sama ár og hann fór á þing spilaði ég hins vegar á Airvawes. En sko, alveg frá því að ég var krakki ætlaði ég að verða forsætisráðherra. Við systkinin bæði erum alin upp við mjög gagnrýna hugsun og mikla pólitíska umræðu á heimilinu, og þar er mamma í algjöru aðalhlutverki. Hún er mjög pólitísk, þó hún hafi aldrei sinnt kjörinni stöðu. Hún hefur verið virk í Samfylkingunni en byrjaði í Þjóðvaka á sínum tíma,“ segir Arndís og bætir við að faðir hennar hafi hins vegar aldrei tekið þátt í pólitísku starfi né viðrað sínar pólitísku skoðanir mikið.

Var útskúfað úr Ungum jafnaðarmönnum

Uppeldið hafi skilað sér í því að hún og Helgi Hrafn bróðir hennar hafi gríðarmikla réttlætiskennd, segir Arndís Anna. Hún segist jafnframt halda að enginn hafi átt von á að bróðir hennar færi að skipta sér af pólitík. „Hann var ekki í neinu pólitísku starfi fyrr en Píratar komu til. Þá sá hann hreyfingu sem hann gat samsamað sig við. Ég held að þetta snúist ekki bara um málefni heldur líka um hvernig fólk finnur sig í hlutverkinu. Ég held að Píratar séu að mörgu leyti óhefðbundnir pólitíkusar, þetta er upp til hópa fólk sem sá ekki fyrir sér að taka þátt í pólitík vegna þess að það samsamaði sig ekki því fólki sem fyrir var í pólitík, ekki vegna þess að það hefði ekki skoðanir eða hugsjónir.“

„Ég fann að ég vildi taka þátt vegna þess að ég brann fyrir ákveðnum málum“

Í þessu ljósi megi segja að það sé í raun stílbrot að Arndís Anna skuli hafi farið í framboð fyrir Pírata, sökum þess að hún falli í raun að almennum hugmyndum fólks um stjórnmálamenn. „Ég er lögfræðimenntuð og hef skipt mér af pólitík í gegnum tíðina. Ég hins vegar hætti á sínum tíma eftir að hafa verið í stúdentapólitík vegna þess að mér fannst þetta allt bara snúast um flokkadrætti en ekki það sem það átti að snúast um. Þannig að ég hrökklast út úr pólitík á sínum tíma af sömu ástæðum og Helgi tók ekki þátt, þrátt fyrir að ég hafi alltaf getað samsamað mig eða speglað mig í hinum og þessum pólitíkusum vegna þess að minn prófíll er í 100 prósent takti við þá alla. Þegar ég lét mér detta í hug síðan að fara aftur út í pólitík vissi ég ekki hvaða flokk ég myndi velja. Ég fann að ég vildi taka þátt vegna þess að ég brann fyrir ákveðnum málum. Þá settist ég niður og leitaði að því stjórnmálaafli sem ég gat unnið með. Sem reyndust vera Píratar.“

Arndís sat sem fyrr segir í Stúdentaráði fyrir Háskólalistann á árunum 2005 til 2007 og sat í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna þegar hún ákvað að gefa kost á sér í háskólapólitíkinni. Háskólalistinn var uppbrotsframboð, braut upp kerfi sem hafði áður verið einokað af Röskvu, framboði vinstri manna, og Vöku, framboði hægri manna, í Háskólanum um árabil. Það átti eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Arndísi. „Það var í fyrsta skipti sem ég fann hvernig pólitíkin virkar, mér var útskúfað úr Ungum jafnaðarmönnum út af því framboði. Það voru átök sem komu mér algjörlega í opna skjöldu, ég var svo einföld á þessum tíma. Það rofnaði traust til mín innan stjórnarinnar. Það kom mér mjög á óvart en opnaði augu mín á sama tíma.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Þingmennska reynist nátengd ætterni
ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Erfðavöldin á Alþingi

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
5
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár