Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1121. spurningaþraut: Palmaria palmata og Vulpes lagopus

1121. spurningaþraut: Palmaria palmata og Vulpes lagopus

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða ríki Bandaríkjanna hefur mormónakirkjan bækistöðvar sínar?

2.  En hversu margir ætli mormónar séu — um allan heim? Eru þeir 700.000 — 7 milljónir — 17 milljónir — 170 milljónir — eða 700 milljónir?

3.  Á hvaða útvarpsstöð hefur þátturinn Lestin lengi verið við lýði?

4.  Hvað heitir sú áhrifamikla og vinsæla sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum sem þykir afar höll undir býsna hægrisinnuð sjónarmið?

5.  Palmaria palmata er latneska heitið á rauðþörungi sem vex neðst í fjörum en kemur í ljós á fjöru. Út frá stofnblöðku vaxa margar minni blöðkur. Hvað kallast Palmaria palmata á íslensku?

6.  En hvaða dýr á Íslandi hefur latneska fræðiheitið Vulpes lagopus?

7.  Einhvern tíma spurði ég hver væri elsti ráðherrann í núverandi ríkisstjórn. Það reyndist vera Jón Gunnarsson. En hver af ráðherrunum er næstelstur?

8.  Og hver er yngsti ráðherrann? Mér sýnist ekki búinn að spyrja að því, ótrúlegt nokk.

9.  Hverjum fannst berin súr?

10.  Hver er fjölmennasta borgin við Eystrasalt?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er þetta? Hér þarf svarið að vera nákvæmt.

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Utah.

2.  Þeir eru um 17 milljónir.

3.  Rás eitt Ríkisútvarpsins.

4.  Fox.

5.  Söl.

6.  Refurinn.

7.  Sigurður Ingi.

8.  Áslaug Arna.

9.  Refnum.

10.  Pétursborg.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr myndinni Leynilögga eða Cop Secret.

Á neðri myndinni er termítabú. Þótt termítar séu vissulega fjarskyldir maurum, þá er skyldleikinn ekki nægur til að þeir geti talist maurar, svo maurabú er því miður ekki rétt svar.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár