1116. spurningaþraut: Hvar búa Sorbar?

1116. spurningaþraut: Hvar búa Sorbar?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir fjölskyldan á þessari mynd hér að ofan? Þetta eru vitaskuld sjónvarpspersónur, svo það sé nú sagt.

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi eru glæpasamtökin Yakuza upprunnin'

2.  Á hvaða vikudegi var aðfangadagur síðast?

3.  Hverjir voru gladíatorar?

4.  Sorbar eru minnsta þjóð eða þjóðernishópur af slavneskum ættum í Evrópu. Þeir búa nær allir innan landamæra eins og sama ríkisins. Hvaða ríki er það?

5.  Hvaða hljómsveit flutti lagið No More Heroes á samnefndri plötu árið 1977?

6.  Hvernig er Fíóna prinsessa á litinn — eða var að minnsta kosti lengi vel?

7.  Hvaða gæludýr átti Harry Potter?

8.  Í hvaða landi eru borgirnir Brest, Minsk og Grodno?

9.  Marga góða sögu amma sagði mér, / sögu um það er hún og aðrir lifðu hér. / Alltaf var hún amma mín svo ósköp væn, / og í bréfi sendi þessa bæn: / Vonir þínar rætast kæri vinur minn, / vertu alltaf ...“ Það er nú það. Vertu hvað?

10.  Lloyd Austin gegnir ábyrgðarmiklu starfi vestan hafs um þessar mundir. Hann er sem sagt ... hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi litli svartfugl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Japan.

2.  Laugardegi.

3.  Skylmingaþrælar í Rómaveldi.

4.  Þýskalands.

5.  Stranglers.

6.  Græn. Hún er úr myndunum um Shrek.

7.  Uglu.

8.  Belarús, Hvíta-Rússlandi.

9.   „... sanni góði drengurinn.“

10.  Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Roy-fjölskyldan úr sjónvarpsþáttaröðinni Succession sem ég spurði reyndar um fyrir ekki svo löngu.

Á neðri myndinni er haftyrðill.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár