Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir fjölskyldan á þessari mynd hér að ofan? Þetta eru vitaskuld sjónvarpspersónur, svo það sé nú sagt.
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi eru glæpasamtökin Yakuza upprunnin'
2. Á hvaða vikudegi var aðfangadagur síðast?
3. Hverjir voru gladíatorar?
4. Sorbar eru minnsta þjóð eða þjóðernishópur af slavneskum ættum í Evrópu. Þeir búa nær allir innan landamæra eins og sama ríkisins. Hvaða ríki er það?
5. Hvaða hljómsveit flutti lagið No More Heroes á samnefndri plötu árið 1977?
6. Hvernig er Fíóna prinsessa á litinn — eða var að minnsta kosti lengi vel?
7. Hvaða gæludýr átti Harry Potter?
8. Í hvaða landi eru borgirnir Brest, Minsk og Grodno?
9. „Marga góða sögu amma sagði mér, / sögu um það er hún og aðrir lifðu hér. / Alltaf var hún amma mín svo ósköp væn, / og í bréfi sendi þessa bæn: / Vonir þínar rætast kæri vinur minn, / vertu alltaf ...“ Það er nú það. Vertu hvað?
10. Lloyd Austin gegnir ábyrgðarmiklu starfi vestan hafs um þessar mundir. Hann er sem sagt ... hvað?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir þessi litli svartfugl?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Japan.
2. Laugardegi.
3. Skylmingaþrælar í Rómaveldi.
4. Þýskalands.
5. Stranglers.
6. Græn. Hún er úr myndunum um Shrek.
7. Uglu.
8. Belarús, Hvíta-Rússlandi.
9. „... sanni góði drengurinn.“
10. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Roy-fjölskyldan úr sjónvarpsþáttaröðinni Succession sem ég spurði reyndar um fyrir ekki svo löngu.
Á neðri myndinni er haftyrðill.
Athugasemdir