Þingmenn og ráðherrar virðast mjög mis passasamir með hagsmunaskráningar sínar, sem þeim er þó skylt að sinna. Fjölmörg dæmi hafa komið upp undanfarin misseri þar sem þingmenn hafa orðið uppvísir að því að færa ekki rétt til bókar eignir eða aðra hagsmuni sína í hagsmunaskrá. Úttekt Heimildarinnar nú sýnir að í það minnsta sex þingmenn, þar af tveir ráðherrar, sem ekki hefur verið fjallað um áður, hafa ekki sinnt skráningum í hagsmunaskrá sem skyldi.
Heimildin kannaði hagsmunaskráningu þingmanna 14. apríl síðastliðinn. Þá kom í ljós að tveir ráðherrar, þau Willum Þór Þórsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tilgreindu bæði sérstaklega í hagsmunaskráningu fyrir ráðherra að þau ættu ekki fasteignir, hvorki hérlendis né erlendis. Í hvoru tveggja tilvikinu er það rangt. Willum Þór heilbrigðisráðherra á ásamt konu sinni parhús í Kópavogi og hefur átt allt frá árinu 1999. Aðstoðarmaður Willums, Guðrún Ása Björnsdóttir, sagði í samtali við Heimildina að um yfirsjón …
Sá fyrri er að þessir aðilar hafi svona léleg vinnubrögð eða eru svona kærulausir.
Sá seinni er að þeir vísvitandi reyna að fela hugsanleg hagsmunatengsl.
Og í báðum tilfellum sannar það að svona aðilar eru ekki traustverðir og líklegastir til að vera illa spilltir eða valda þjóðinni verulegum skaða vegna kæruleysis eða lélegra vinnubragða.
Því þingmennska á auðvitað að er vera ábyrgðarstarf.... ekki satt ?