Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ráðherrar og þingmenn trassa hagsmunaskráningu

Fjöl­mörg dæmi eru um að þing­menn og ráð­herr­ar færi ekki til bók­ar hags­muni eða eign­ir í hags­muna­skrá í sam­ræmi við regl­ur. Út­tekt Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að hags­muna­skrán­ing í það minnsta sex þing­manna var í ólestri í byrj­un síð­ustu viku.

Ráðherrar og þingmenn trassa hagsmunaskráningu
Skrá sig ekki sem skyldi Diljá og Þórdís brugðust skjótt við og leiðréttu hagsmunaskráningu sína eftir að Heimildin hafði samband. Þeir Willum og Eyjólfur hugðust gera slíkt hið sama. Birgir taldi hins vegar enga þörf á leiðréttingu og Jakob svaraði ekki.

Þingmenn og ráðherrar virðast mjög mis passasamir með hagsmunaskráningar sínar, sem þeim er þó skylt að sinna. Fjölmörg dæmi hafa komið upp undanfarin misseri þar sem þingmenn hafa orðið uppvísir að því að færa ekki rétt til bókar eignir eða aðra hagsmuni sína í hagsmunaskrá. Úttekt Heimildarinnar nú sýnir að í það minnsta sex þingmenn, þar af tveir ráðherrar, sem ekki hefur verið fjallað um áður, hafa ekki sinnt skráningum í hagsmunaskrá sem skyldi.

Heimildin kannaði hagsmunaskráningu þingmanna 14. apríl síðastliðinn. Þá kom í ljós að tveir ráðherrar, þau Willum Þór Þórsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tilgreindu bæði sérstaklega í hagsmunaskráningu fyrir ráðherra að þau ættu ekki fasteignir, hvorki hérlendis né erlendis. Í hvoru tveggja tilvikinu er það rangt. Willum Þór heilbrigðisráðherra á ásamt konu sinni parhús í Kópavogi og hefur átt allt frá árinu 1999. Aðstoðarmaður Willums, Guðrún Ása Björnsdóttir, sagði í samtali við Heimildina að um yfirsjón …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    2 möguleikar.

    Sá fyrri er að þessir aðilar hafi svona léleg vinnubrögð eða eru svona kærulausir.
    Sá seinni er að þeir vísvitandi reyna að fela hugsanleg hagsmunatengsl.

    Og í báðum tilfellum sannar það að svona aðilar eru ekki traustverðir og líklegastir til að vera illa spilltir eða valda þjóðinni verulegum skaða vegna kæruleysis eða lélegra vinnubragða.
    Því þingmennska á auðvitað að er vera ábyrgðarstarf.... ekki satt ?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár