Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þegar Óskar upplýsti af hverju útgerðirnar keyptu Moggann

Sögu­legt við­tal frá Hring­braut við Ósk­ar Magnús­son, fyrr­ver­andi út­gef­anda Morg­un­blaðs­ins, er orð­ið að­gengi­legt á Youtu­be. Við­tal­ið var sett þar inn skömmu áð­ur en út­gáfu­fé­lag Hring­braut­ar varð gjald­þrota. Í við­tal­inu lýsti Ósk­ar því við Sig­mund Erni Rún­ars­son hvernig út­gerð­ar­fé­lög hefðu keypt Mogg­ann sem vopn í póli­tískri og hags­muna­tengdri bar­áttu.

Þegar Óskar upplýsti af hverju útgerðirnar keyptu Moggann

Óskar Magnússon, sem leiddi fjárfestahópinn sem keypti útgáfufélag Morgunblaðsins af Íslandsbanka árið 2009, greindi frá því í viðtali á Hringbraut árið 2016 af hverju nokkrar stórútgerðir fjárfestu í fyrirtækinu. Óskar hefur um árabil verið stjórnarmaður í Samherja og tengdum félögum og sat meðal annars í stjórninni þegar Namibíumálið kom upp árið 2019.  Hann var útgefandi Morgunblaðsins frá 2009 til ársloka 2014.

Viðtalið var upplýsandi og hreinskilið um þá taktísku hugsun sem lá á bak við fjárfestingu útgerðanna. Þær vildu hafa áhrif á þrjú stór mál í þjóðmálaumræðunni: Mögulega inngöngu Íslands í Evrópusambandið, Icesave og hugsanlegar breytingar á kvótakerfinu.  

Viðtalið, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson tók, var sýnt á sjónvarpsstöðinni Hringbraut en var lengi vel ekki aðgengilegt á internetinu síðastliðin ár. En það var sett inn á Youtube nýlega, í lok mars, áður en útgáfufélag Hringbrautar og Fréttablaðsins var gefið upp til gjaldþrotaskipta um mánaðamótin. 

Eigendurnir nær alfarið útgerðarmenn

Eftir að þessir fjárfestar keyptu Árvakur, stærstu hluthafarnir voru félög í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og Samherja, þá hafa fleiri stórar útgerðir komið inn í fjárfestahóp Morgunblaðsins á meðan hluthafar sem eru ekki útgerðarmenn hafa farið úr hluthafahópnum eða þynnst út í hlutafjáraukningum. Kaupfélag Skagfirðinga, eigandi FISK Seafood, Hraðfrystihúsið Gunnvör og Rammi á Ólafsfirði komu meðal annars inn í hluthafahópinn.  Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins eftir yfirtöku útgerðanna og hefur verið það síðan, í bráðum 15 ár. 

Uppsafnað tap Árvakurs á þessu tímabili er nú komið yfir tvo milljarða króna á þessu tímabili. Þrátt fyrir þetta hafa útgerðirnar, meðal annars Samherji, lýst því yfir að þær hafi verið ánægðar með viðskiptin með Morgunblaðið. Þegar Samherji seldi hlut sinn í fyrirtækinu, til Eyþórs Arnalds, árið 2017 sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja: „Við erum ánægð með hvernig til tókst, blaðið hef­ur náð að halda velli, staðið vörð um fag­lega blaðamennsku og miðlað upp­lýs­ing­um um mál sem vörðuðu þjóðina gríðarlega miklu og hafa nú sum hver verið far­sæl­lega til lykta leidd. 

Sagði kaupin á Morgunblaðinu „hugsjónatengd

Í gegnum tíðina hefur nokkrum sinnum verið sagt frá umræddu viðtali opinberlega en ekki verið sagt frá því orð fyrir orð sem Óskar sagði í því. 

„Það var hugsjónatengt val hjá þessum mönnum sem lögðu í það ferðalag“
Óskar Magnússon,
fyrrverandi útgefandi Morgunablaðsins um af hverju útgerðarfélög keyptu blaðið

Óskar talaði um uppruna sinn í Sjáfstæðisflokknum og hvernig hann hefði unnið hin og þessi störf fyrir hann í gegnum tíðina. „Ég byrjaði sex ára gamall að ydda blýanta á kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokksins og ég hef verið að því síðan. Það er að segja, ég hef gert það sem þurft hefur að gera hverju sinni. Stundum hef ég borið út bæklinga og blöð og stundum gegnt einhverjum svona ábyrgðarmiklum stöðum í áróðursmálum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þó  ég sé lítið í því núna...

Raunar fór Óskar aldrei í grafgötur með það í viðtalinu að ákveðin taktísk hugsun var um að beita Morgunblaðinu sem tæki í pólitískri og hagsmunatengdri baráttu útgerðarfyrirtækjanna. „Það var hugsjónatengt val hjá þessum mönnum sem lögðu í það ferðalag.  Þetta var náttúrulega í raun farið á höfuðið og það þurfti að setja í þetta peninga sem var safnað.

„Það er að segja, eigendur blaðsins voru með svona þrjú mál sem þeir vildu fá öðruvísi tök á í þjóðfélaginu“
Óskar Magnússon,
fyrrverandi útgefandi Morgunblaðsins

Skýr sýn um þrjú mál

Í viðtalinu sagði Óskar að nýju eigendur Morgunblaðsins hafi haft skýra sýn þegar þeir keyptu blaðið. Þeir vildu hafa áhrif á umrædd þrjú mál. „Menn voru með alveg skýra sýn. Það er að segja, eigendur blaðsins voru með svona þrjú mál sem þeir vildu fá öðruvísi tök á í þjóðfélaginu. Það voru Icesave, fyrst og fremst, ESB og svo sjávarútvegsmál. Við vitum árangurinn af Icesave, og ég þakka það Morgunblaðinu mjög, og við vitum hvar ESB er statt en sjávarútvegsmálin eru ennþá í óvissu og uppnámi og það þarf auðvitað að finna á þeim einhvern sæmilegan sáttaflöt við þjóðina. Ég starfa nú í útgerð þannig að ég tala þannig líka en ég tel að útgerðin þurfi líka að skilja þetta.

 Þegar Sigmundur Ernir spurði Óskar að því hvort Morgunblaðið væri „hagsmunagæslublað“ sagði hann: „Sjálfsagt að einhverju leyti. En það er svo óþægilegt að tala um það. Menn verða að gera greinarmun á þessum skoðanadálkum, leiðurum og öllu því og svo hinum vandaða fréttaflutningi og umfjöllun. [...] Þar er fjöreggið og það sem menn þurfa að vanda sig við er að fikta ekki í því ....

Kjósa
47
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Torfi Magnússon skrifaði
    Er búið að kippa þessu aftur út af Youtube? Ég finn þetta ekki.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Vei þeim þingmönnum Sjálfstæðisflokks sem fá Morgunblaðið upp á móti sér!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár