Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þegar Óskar upplýsti af hverju útgerðirnar keyptu Moggann

Sögu­legt við­tal frá Hring­braut við Ósk­ar Magnús­son, fyrr­ver­andi út­gef­anda Morg­un­blaðs­ins, er orð­ið að­gengi­legt á Youtu­be. Við­tal­ið var sett þar inn skömmu áð­ur en út­gáfu­fé­lag Hring­braut­ar varð gjald­þrota. Í við­tal­inu lýsti Ósk­ar því við Sig­mund Erni Rún­ars­son hvernig út­gerð­ar­fé­lög hefðu keypt Mogg­ann sem vopn í póli­tískri og hags­muna­tengdri bar­áttu.

Þegar Óskar upplýsti af hverju útgerðirnar keyptu Moggann

Óskar Magnússon, sem leiddi fjárfestahópinn sem keypti útgáfufélag Morgunblaðsins af Íslandsbanka árið 2009, greindi frá því í viðtali á Hringbraut árið 2016 af hverju nokkrar stórútgerðir fjárfestu í fyrirtækinu. Óskar hefur um árabil verið stjórnarmaður í Samherja og tengdum félögum og sat meðal annars í stjórninni þegar Namibíumálið kom upp árið 2019.  Hann var útgefandi Morgunblaðsins frá 2009 til ársloka 2014.

Viðtalið var upplýsandi og hreinskilið um þá taktísku hugsun sem lá á bak við fjárfestingu útgerðanna. Þær vildu hafa áhrif á þrjú stór mál í þjóðmálaumræðunni: Mögulega inngöngu Íslands í Evrópusambandið, Icesave og hugsanlegar breytingar á kvótakerfinu.  

Viðtalið, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson tók, var sýnt á sjónvarpsstöðinni Hringbraut en var lengi vel ekki aðgengilegt á internetinu síðastliðin ár. En það var sett inn á Youtube nýlega, í lok mars, áður en útgáfufélag Hringbrautar og Fréttablaðsins var gefið upp til gjaldþrotaskipta um mánaðamótin. 

Eigendurnir nær alfarið útgerðarmenn

Eftir að þessir fjárfestar keyptu Árvakur, stærstu hluthafarnir voru félög í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og Samherja, þá hafa fleiri stórar útgerðir komið inn í fjárfestahóp Morgunblaðsins á meðan hluthafar sem eru ekki útgerðarmenn hafa farið úr hluthafahópnum eða þynnst út í hlutafjáraukningum. Kaupfélag Skagfirðinga, eigandi FISK Seafood, Hraðfrystihúsið Gunnvör og Rammi á Ólafsfirði komu meðal annars inn í hluthafahópinn.  Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins eftir yfirtöku útgerðanna og hefur verið það síðan, í bráðum 15 ár. 

Uppsafnað tap Árvakurs á þessu tímabili er nú komið yfir tvo milljarða króna á þessu tímabili. Þrátt fyrir þetta hafa útgerðirnar, meðal annars Samherji, lýst því yfir að þær hafi verið ánægðar með viðskiptin með Morgunblaðið. Þegar Samherji seldi hlut sinn í fyrirtækinu, til Eyþórs Arnalds, árið 2017 sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja: „Við erum ánægð með hvernig til tókst, blaðið hef­ur náð að halda velli, staðið vörð um fag­lega blaðamennsku og miðlað upp­lýs­ing­um um mál sem vörðuðu þjóðina gríðarlega miklu og hafa nú sum hver verið far­sæl­lega til lykta leidd. 

Sagði kaupin á Morgunblaðinu „hugsjónatengd

Í gegnum tíðina hefur nokkrum sinnum verið sagt frá umræddu viðtali opinberlega en ekki verið sagt frá því orð fyrir orð sem Óskar sagði í því. 

„Það var hugsjónatengt val hjá þessum mönnum sem lögðu í það ferðalag“
Óskar Magnússon,
fyrrverandi útgefandi Morgunablaðsins um af hverju útgerðarfélög keyptu blaðið

Óskar talaði um uppruna sinn í Sjáfstæðisflokknum og hvernig hann hefði unnið hin og þessi störf fyrir hann í gegnum tíðina. „Ég byrjaði sex ára gamall að ydda blýanta á kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokksins og ég hef verið að því síðan. Það er að segja, ég hef gert það sem þurft hefur að gera hverju sinni. Stundum hef ég borið út bæklinga og blöð og stundum gegnt einhverjum svona ábyrgðarmiklum stöðum í áróðursmálum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þó  ég sé lítið í því núna...

Raunar fór Óskar aldrei í grafgötur með það í viðtalinu að ákveðin taktísk hugsun var um að beita Morgunblaðinu sem tæki í pólitískri og hagsmunatengdri baráttu útgerðarfyrirtækjanna. „Það var hugsjónatengt val hjá þessum mönnum sem lögðu í það ferðalag.  Þetta var náttúrulega í raun farið á höfuðið og það þurfti að setja í þetta peninga sem var safnað.

„Það er að segja, eigendur blaðsins voru með svona þrjú mál sem þeir vildu fá öðruvísi tök á í þjóðfélaginu“
Óskar Magnússon,
fyrrverandi útgefandi Morgunblaðsins

Skýr sýn um þrjú mál

Í viðtalinu sagði Óskar að nýju eigendur Morgunblaðsins hafi haft skýra sýn þegar þeir keyptu blaðið. Þeir vildu hafa áhrif á umrædd þrjú mál. „Menn voru með alveg skýra sýn. Það er að segja, eigendur blaðsins voru með svona þrjú mál sem þeir vildu fá öðruvísi tök á í þjóðfélaginu. Það voru Icesave, fyrst og fremst, ESB og svo sjávarútvegsmál. Við vitum árangurinn af Icesave, og ég þakka það Morgunblaðinu mjög, og við vitum hvar ESB er statt en sjávarútvegsmálin eru ennþá í óvissu og uppnámi og það þarf auðvitað að finna á þeim einhvern sæmilegan sáttaflöt við þjóðina. Ég starfa nú í útgerð þannig að ég tala þannig líka en ég tel að útgerðin þurfi líka að skilja þetta.

 Þegar Sigmundur Ernir spurði Óskar að því hvort Morgunblaðið væri „hagsmunagæslublað“ sagði hann: „Sjálfsagt að einhverju leyti. En það er svo óþægilegt að tala um það. Menn verða að gera greinarmun á þessum skoðanadálkum, leiðurum og öllu því og svo hinum vandaða fréttaflutningi og umfjöllun. [...] Þar er fjöreggið og það sem menn þurfa að vanda sig við er að fikta ekki í því ....

Kjósa
47
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Torfi Magnússon skrifaði
    Er búið að kippa þessu aftur út af Youtube? Ég finn þetta ekki.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Vei þeim þingmönnum Sjálfstæðisflokks sem fá Morgunblaðið upp á móti sér!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár