Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Félag Samherja kvartar yfir að missa kvóta eftir Brexit en berst gegn inngöngu í Íslands í ESB

Fyr­ir­tæki Sam­herja í Bretlandi missti mik­inn kvóta sem það fékk frá Evr­ópu­sam­band­inu eft­ir að land­ið gekk úr því. Unn­ið hef­ur ver­ið að því að tryggja fyr­ir­tæk­inu nýj­an þorkskvóta með samn­ing­um milli Bret­lands og Nor­egs. For­stjóri fyr­ir­tæk­is Sam­herja, Jane Sand­ell, hef­ur kvart­að yf­ir því að út­gang­an úr Evr­ópu­sam­band­inu hafi kippt rekstr­ar­grund­vell­in­um und­an fyr­ir­tæk­inu. Sam­tím­is hef­ur Sam­herji bar­ist gegn inn­göngu Ís­lands í sam­band­ið með bein­um hætti af því það vill ekki missa kvóta hér til annarra rikja.

Félag Samherja kvartar yfir að missa kvóta eftir Brexit en berst gegn inngöngu í Íslands í ESB
Berjast á öðrum forsendum í Bretlandi en á Íslandi Félag Samherja í Bretlandi hefur kvartað yfir því að hafa misst bolfiskkvóta sem það fékk á meðan landið var ennþá í Evrópusambandinu. Stjornarmaður í Samherja hefur viðurkennt að félagið hafi fjárfest í Morgunblaðinu til að berjast gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Við gengum úr Evrópusambandinu og vorum þá með þrjá togara sem veiddu fisk utan Bretlands og í lok þessa árs verðum við bara með einn togara eftir,“ sagði Jane Sandell, forstjóri bresks útgerðarfyrirtækis sem er að hluta til í eigu Samherja, í lok árs í fyrra þegar hún ræddi um rekstrarerfiðleika fyrirtækisins í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í ársbyrjun 2020. „Við höfum þurft að segja upp 72 starfsmönnum í áhöfnunum.“ 

Eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hættu þeir fiskveiðisamningar sem sambandið gerði við einstaka þjóðir, eins og til dæmis Noreg, að gilda um bresk útgerðarfélög. Bretland þurfti því í kjölfarið að semja upp á nýtt um veiðar og kvóta breskra útgerða við einstaka ríki. Breska blaðið The Guardian fjallaði meðal annars um þessa þróun í blaðinu í lok árs 2021 og hvernig Brexit hefði hefði verið reiðarslag fyrir bresk útgerðarfélög.

Brexit lamaði starfseminaJane Sandell, forstjóri U.K. Fisheries, hefur ítrekað rætt um það í fjölmiðlum hvernig Brexit lamaði starfsemi félagsins. Hún sést hér um borð í togaranum Kirkella sem gerður hefur verið út frá borginni Hull.

Misstu kvótann í kjölfar Brexit

Útgerðarfyrirtækið, U.K. Fisheries, var meðal annars með 14 þúsund tonna þorskvóta sem veiddur var við í lögsögu Noregs, meðal annars við Svalbarða, auk kvóta í Norðursjó, áður en Bretland gekk úr Evrópusambandinu. Fyrirtækið hefur hins vegar misst mikið af þessum kvóta eftir Brexit og hefur nú þurft að leggja þeim. 

Eina skipið sem er eftir í flota U.K. Fisheries er togarinn  Kirkella sem fjárfest var í fyrir 52 milljónir punda, tæplega 8,3 milljarðar króna. Kirkella hefur verið flaggskip útgerðarinnar sem Samherji á til jafns með hollenska útgerðarfélaginu Parlevliet & Van der Plas.

Þegar Kirkella var sjósett var fjallað sérstaklega um það á heimasíðu Samherja en íslensk fyrirtæki komu meðal annars að því að leggja skipinu til búnað. Sem dæmi um skertan kvóta Kirkellu eftir Brexit þá veiddi togarann 10 þúsund tonn af þorski á ári í lögsögu Noregs en fékk aðeins leyfi til að veiða 500 tonn eftir Brexit. 

Kirkella á Thames-ánniFlaggskip U.K. Fisheries sést hér á ánni Thames í London. Þetta útgerðarfyrirtæki Samherja hefur barmað sér yfir því að hafa misst kvóta sem aðild Bretlands að Evrópusambandinu veitti félaginu.

Segir breska félaginu mismunað vegna erlends eignarhalds

Áðurnefndur forstjóri U.K. Fisheries hefur haldið því fram í fjölmiðlum að bresk stjórnvöld hafi mismunað fyrirtækinu vegna erlends eignarhalds þess. Þessi mismunun á að hafa komið fram í samningsgerð breskra stjórnvalda við Noreg um að tryggja útgerðarfyrirtækjum í Bretlandi nýja kvóta eftir útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. 

Í viðtali við sjávarútvegsblaðið Undercurrent News í fyrra sagði hún meðal annars að bresk stjórnvöld skildu ekki mikilvægi erlendrar fjárfestingar fyrir breska hagkerfið. „Það er eins og þeir skilji ekki, eða vilji ekki skilja, mikilvægi erlendrar fjárfestingar eða hvernig við leggjum okkar af mörkum í breska hagkerfinu. Það er nú ekki mikið á bak við fullyrðingarnar um „hafsjó tækifæra“ eftir Brexit.

Með þessum orðum um „hafsjó tækifæra“  vísaði Jane Sandall till orða sem lobbísti Íhaldsflokksins í London, Ramsay Johnson, lét falla árið 2016 um aukna möguleika breskra útgerðarfélaga eftir Brexit. Með háðskri notkun sinni á orðum Ramsay Jones var Jane Sandall að vísa til þess að Brexit hefði einmitt, þvert á orð hans, skert möguleika og tækifæri breskra útgerðarfélaga eins og U.K. Fisheries. 

Í lok árs í fyrra var greint frá því að bresk og norsk stjórnvöld hefðu gert samning um auknar veiðar breskra útgerða í norskri lögsögu. Jane Sandall sagði hins vegar þá að samningurinn kæmi of seint fyrir U.K. Fisheries þar sem útgerðin væri meðal annars búin að leggja togaranum Farnella. 

Brexit hefur því haft verulega slæm áhrif á rekstrargrundvöll þessa breska fyrirtækis Samherja og Parlevliet & Van der Plas vegna þess að útgerðin stólaði á kvóta sem byggði á samningum Evrópusambandsins en ekki einhliða samningum Bretlands við einstaka ríki eins og Noreg. 

Berjast gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið

Viðurkenndi markmiðiðÓskar Magnússon, sem lengi hefur verið stjórnarmaður í Samherja og handgenginn eigendunum, viðurkenndi tilgang kaupanna á Morgunblaðinu í viðtali árið 2016. Markmiðið var að breyta umræðunni í samfélaginu um þrjú mál, meðal annar Evrópusambandið.

Gagnrýni þessa breska félags Samherja á áhrifin á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er áhugaverð meðal annars fyrir þær sakir að útgerðin hefur barist gegn inngöngu Íslands með kjafti og klóm. Á meðan byggði rekstrargrundvöllur erlendra fyrirtækja Samherja hins vegar meðal annars á kvótum sem fengust í gegnum samninga Evrópusambandsins. Þetta átti ekki bara við um U.K. Fisheries því útgerð í eigu Samherja fékk einnig aðgang að hafsvæðum fyrir utan vesturströnd Afríku, meðal annars Marokkó, á grundvelli Evrópusambandsins.

Rök útgerðarfyrirtækja og samtaka þeirra fyrir því að Ísland eigi ekki að ganga í Evrópusambandið eru meðal annars þau að með því móti þá missi landið yfirráðarétt sinn yfir fiskveiðiauðlindinni. Á sama tíma hefur Samherji, í gegnum eignarhald sitt á öðrum útgerðum í Evrópu, verið að nýta sér kvóta sem byggja á Evrópusambandsaðild annarra þjóða.

Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum sagði Óskar Magnússon, sem leiddi hluthafahópinn í Þórsmörk þegar Morgunblaðið var keypt út úr Íslandsbanka árið 2009, þá vildu útgerðirnar sem keyptu blaðið breyta umræðunni í samfélaginu um þrjá málaflokka. Ein af þessum útgerðum sem keypti Morgunblaðið var Samherji. Óskar sagði orðrétt um þetta í viðtali við Hringbraut árið 2016 að útgerðirnar hafi viljað „fá öðru­vísi tök á umræð­unn­i“. Þessi mál voru sjávarútvegsmál almennt, umræða um inngöngu í Evrópusambandið og svo loks Icesave.

„Við erum ánægð með hvernig til tókst“
Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja

Samherji var ánægt með fjárfestinguna í Morgunblaðinu þrátt fyrir að útgerðin hafi tapað á fjórða hundrað milljónum á henni.  Þegar útgerðarfélagið seldi hlutabréf sín í Mogganum til Eyþórs Arnalds árið 2017 sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, til dæmis að blaðið hafi hjálpað til við að leiða ýmis mál til lykta: „Við erum ánægð með hvernig til tókst, blaðið hef­ur náð að halda velli, staðið vörð um fag­lega blaðamennsku og miðlað upp­lýs­ing­um um mál sem vörðuðu þjóðina gríðarlega miklu og hafa nú sum hver verið far­sæl­lega til lykta leidd.“

Þorsteinn sagði þetta þrátt fyrir að Samherji hafi tapað 325 milljónum króna á fjárfestingunni í Mogganum.  Samherji var því tilbúinn að greiða samtals rúmlega 300 milljónir króna fyrir það að hafa áhrif á tiltekin hagsmunamál sem brunnu á eigendunum. Eitt af þessum málum var umræðan um Evrópusambandið. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
5
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Ingrid Kuhlman
10
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu