„Ég gæti þurft að hoppa frá ef barnið mitt vaknar,“ varar Fanney við í upphafi símtalsins við blaðamann.
Fanney Birna Jónsdóttir fjölmiðlakona snýr aftur á RÚV í byrjun maímánaðar eftir fæðingarorlof. Hún verður þá komin í nýtt hlutverk á ríkismiðlinum sem dagskrárstjóri Rásar 1.
Fjölmiðlakonan reynist sannspá: viðtalið er varla byrjað þegar barnið vaknar og blaðamaður er vinsamlegast beðinn um að hringja aftur að 10 mínútum liðnum.
En hvað gerir dagskrárstjóri annars?
„Dagskrárstjóri ákveður í samráði við dagskrárgerðarfólk og aðra sem vinna á rásinni hvað á að vera á dagskrá,“ útskýrir Fanney af einstakri þolinmæði fyrir þann sem hefur litla þekkingu á innri gangverki útvarpsstarfseminnar. „Það er eins og að vera ritstjóri á blaði nema miðillinn er öðruvísi. Fyrir utan dagskrárgerð snýst þetta síðan líka um starfsmannahald og annað utanumhald á rásinni.“
Kemur dagskrárstjóri líka að því að framleiða efni?
„Það hefur verið allur gangur á því. Fráfarandi …
Athugasemdir