Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Nálgumst við endalok áhrifavalda?

Stærstu áhrifa­vald­ar okk­ar tíma, Kar­dashi­an syst­urn­ar, eru að missa áhrif sín. Fylgj­end­ur þeirra segj­ast ekki leng­ur geta tengt við þær vegna þess að líf þeirra er of fjar­stæðu­kennt og full­kom­ið. Pró­fess­or í fé­lags­fræði seg­ir sam­fé­lags­miðla veita fólki meira stjórn en nokk­urn tím­ann áð­ur á því hvernig sjálf­ið birt­ist öðr­um. Ís­lensk­ur áhrifa­vald­ur seg­ir það ekki leng­ur nett að menga jörð­ina. Gætu þetta ver­ið enda­lok áhrifa­valda?

Nálgumst við endalok áhrifavalda?

Samkvæmt íslenskri nútímamálsorðabók er merking orðsins áhrifavaldur  „persóna eða atburður sem að hefur áhrif á e-n“ eða „persóna á samfélagsmiðlum sem er tískufyrirmynd og kemur vörum á framfæri gegn greiðslu.“ 

Síðustu ár hafa áhrifavaldar birst sem glæsilegar glamúr fígúrúr á samfélagsmiðlum. Algengt er að miðaldra fólk fussi og sveii yfir áhrifavöldum án þess að gera sér grein fyrir því að uppáhalds pistlahöfundurinn, hlaðvarps-stjórnandinn eða íþróttamaðurinn eru líka áhrifavaldar, en þó í öðru formi.

Þegar flókið er að svara því hvaða hæfileika viðkomandi býr yfir reynist mörgum erfitt að skilja hvers vegna sá hinn sami sé yfir höfuð titlaður áhrifavaldur. Kardashian systurnar eru frumkvöðlar er kemur að því að vera áhrifavaldar án neins tiltekins hæfileika. Þær færa gjarnan rök fyrir því að það sé í raun og veru hæfileiki að vera góðar í markaðssetningu og viðskiptum. 

Endalok áhrifavalda?

Áhrifavaldar græða á persónudýrkun og því að selja trúverðugleika sinn. Vinsælustu áhrifavöldunum hefur tekist að sanka að sér stórum fjárhæðum og stjórn yfir neytendahegðun fylgjenda sinna.

Samfélagsmiðlanotendur segjast nú vera farnir að sjá fyrir endann á vinsældum systranna og tískubylgjur á borð við #deinfluencing njóta vinsælda á TikTok. Þá velta sumir fyrir sér hvort við nálgumst endalok áhrifavalda eins og við þekkjum þá núna.

Vörumerki í mannslíkama

Eins og fólk almennt eru áhrifavaldar fjölbreyttir og erfitt er að setja alla undir sama hatt. Það sem þau eiga sameiginlegt er að vilja koma einhverri vöru á framfæri. Í sumum tilfellum eru áhrifavaldarnir sjálf varan sem er seld.  

Með tilkomu samfélagsmiðla og auknum vinsældum raunveruleikasjónvarps náðu Kardashian systurnar að markaðssetja bæði persónuleika sína og líkama. Viðskiptamódel þeirra gengur út á að sigrast á líkamlegu eða andlegu óöryggi og breyta því í vöru.

Núna er Kim að klára laganám og stefnir á að opna lögmannsstofu fyrir fyrrum fanga. Þessa ákvörðun tók hún eftir að hafa verið gagnrýnd fyrir að vera hæfileikalaus og heimsk allan sinn feril. Yngsta systirin Kylie snéri sínu stærsta óöryggi, að vera með smáar varir, í vörumerki sem tryggði henni nægar fjárhæðir til að lifa á restina af lífinu. 

Sú gagnrýni sem Kardashian systurnar verða mest fyrir á samfélagsmiðlum þessa dagana er fyrir tengingarleysi þeirra við almenning og hversdagslegt líf. Nýjustu tískustraumar ganga út á minímalískara útlit, umhverfisvænni lífsstíl, meiri endurnýtingu og tengsl við hversdagsleikann. Orðrómur er á kreiki í Hollywood um að þeim systrum verði ekki boðið á mikilvægasta viðburð tískuheimsins, Met Gala þann 1. maí. 

„Það er ekki lengur nett að menga“

Birta Líf Ólafsdóttir er markaðsfræðingur og áhrifavaldur. Hún heldur meðal annars úti hlaðvarpinu Teboðið ásamt Sunnevu Einarsdóttur þar sem vinkonurnar greina nýjasta slúðrið í Hollywood. Birta segir í samtali við Heimildina að það sé sterk afstaða tekin gegn Kardashian systrunum af Vogue verði þeim ekki boðið. Það setur tóninn fyrir möguleika þeirra innan tískuheimsins en markaðsvirði tískuiðnaðarins er yfir einn og hálfur trilljaður bandaríkjadala. 

Birta útskýrir hvers vegna systurnar virðast eiga undir högg að sækja. „Ég held að þetta sé peningaflexið, að vera að sýna hvað þær hafa mikið milli handanna, Balenciaga skandallinn, að Kim hafi farið í Marilyn Monroe kjólinn. Þær voru líka að monta sig að fara í 15 mínútna flugferðir. Það er ekki lengur nett að menga heiminn.”

Ein af vinsælustu áhrifavöldunum á TikTok núna heitir Alix Erle og er 22 ára háskólanemi í Bandaríkjunum með fimm milljónir fylgjenda. Aðdáendur hampa henni fyrir að vera venjuleg, eins og við hin.

Aðspurð um það hvernig ungir áhrifavaldar búi sér til langlífan feril segir Birta að Alix geri það vel. „Ég held að hún sé einmitt með nokkuð góða uppskrift af því. Hún opnar hurðirnar svo mikið inn í líf sitt. Þetta er alveg sturlað mikið.” Birta segir aðdáendur vita í hvaða tímum Alix er og hvenær. Þetta aðgengi að persónulega lífi er það sem viðheldur langtímaárangri. „Þú ert kominn á færibandið með henni og ert að ganga í gegnum þetta með henni,” segir Birta og bætir við að lykillinn að árangri sé einnig að vera samkvæm sjálfri sér.

Óviss hvort Instagram verði vinsælt eftir tvö ár

Samtalið færist frá TikTok og yfir á Instagram. Aðspurð segist Birta ekki viss um hvort að Instagram verði jafn vinsælt eftir tvö ár. Hún segir rannsóknina í Bandaríkjunum á TikTok sem Heimildin fjallaði nýlega um ráða miklu. Aðspurð hvort að endalok áhrifavalda séu í vændum segir Birta „nei ég held það gerist aldrei.”

Hún bendir á að áhrifavaldar hafi lengi vel verið hluti af mannlegu samfélagi og geti verið íþróttafólk, stórstjörnur, foreldrar eða bara einhver sem viðkomandi lítur upp til. Það að vera áhrifavaldur þýðir ekki að viðkomandi þurfi að vera á samfélagsmiðlum. 

Sjálfið verður tættara

Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við Heimildina að samfélagsmiðlar færi fólki aukinna stjórn á birtingu sjálfsins. Í almennu tali segir Ingólfur sjálfið fyrst og fremst vera það hvernig við sjáum og skiljum okkur sjálf en einnig hvernig við kynnum okkur fyrir öðrum. Hann segir sjálfið verða til og viðhaldið í samskiptum.

Aðspurður hvers vegna það skiptir okkur máli segir Ingólfur sjálfið ekki vera einhverja eina heild heldur alltaf birt og skilið í samskiptum við aðra. „Það er alveg sama þó að þau samskipti séu raunverulega að eiga sér stað eða í kollinum á okkur. Við viljum yfirleitt alltaf að fólk upplifi okkur sem vel lukkaðar persónur, jákvæðar, greindar, fallegar og svo framvegis. Þannig reynum við að staðfesta eigin sjálfsmynd.“

„Við getum teygt og togað líkamlegt útlit okkar miklu betur heldur en að við höfum nokkurn tímann áður geta gert.“

Ingólfur segir okkur stjórna sjálfinu betur en áður með tilurð samfélagsmiðla. „Við getum teygt og togað líkamlegt útlit okkar miklu betur heldur en að við höfum nokkurn tímann áður geta gert. Við stjórnum birtingarmynd okkar miklu betur heldur en að mannkynið hefur nokkurn tímann áður geta gert.“ Hann bætir við að á samfélagsmiðlum höfum við tíma til að hugsa okkur um áður en við segjum eitthvað.  Þar sé ekki sama krafan eins og í samræðum að segja eitthvað strax. „Við höfum þennan umþóttunartíma.“

Þessu fylgja bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar að sögn Ingólfs. „Ég held að þetta hafi bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar eins og flest í lífinu. Þetta eykur okkur möguleika til tilraunastarfsemi sem hjálpar okkur að uppgötva hliðar á okkur sem við höfum ekki uppgötvað áður. En gerir það líka að verkum að sjálfið verður tættara.

Vinsælt að vera venjuleg

Hin 22 ára Emma Chamberlain nýtur mikilla vinsælda sem áhrifavaldur á netinu vegna þess hve venjuleg hún er. Emma situr í herbergi sínu, ropar og prumpar á sama tíma og hún veltir heimspekilegum álitamálum fyrir sér í hlaðvarpi sínu, eins og hvernig við sem samfélag ráðumst á karakter fólks á netinu og af hverju.

Síðastliðin tvö ár var Emma beðin af Vogue um að taka viðtöl við fræga fólkið á rauða dregli hins fína Met Gala. Áhorfendum fannst mörgum hverjum eins og þeir væru að horfa á vinkonu sína tala við frægasta fólk í heimi. Viðbrögð Emmu við fræga fólkinu vöktu mikla lukku vegna þess hve sama henni var um við hvern hún talaði. 

Til þess að halda aðdáendum spenntum þurfa áhrifavaldar líka að enduruppgötva sig. Þess vegna er talað um að tónlistarfólk fari í gegnum tímabil. Núna er söngkonan Taylor Swift á tónleikaferðalaginu „The Eras Tour“. Hún fer þar í gegnum öll tímabil sín sem söngkona í sviðsljósinu. Hvert tímabil er með sitt eigið þema og markast af einhverju vendingum í persónulegu lífi einstaklingsins. Yfir páskana greindu fjöldamargir miðlar frá því að Taylor væri orðin einhleyp eftir sex ára samband. Það gefur henni tækifæri á að markaðssetja sig á ný sem einhleypa konu og þar af leiðandi skapa ferskt efni tengt því.

Eru áhrifavaldar fjölmiðlar?

Sumir áhrifavaldar byggja vörumerki sitt á því að fjalla um aðra eins og Birta gerir að einhverju leyti með hlaðvarpinu sínu þar sem fjallað er um nýjustu vendingar í heimi fræga fólksins. Þeir áhrifavaldar sem taka fréttnæm álitamál, greina og búa til efni í kringum minna á fjölmiðla. Stærsti munurinn er auðvitað að áhrifavaldarnir vinna fyrir sig sjálf og hafa vald yfir því hvaða fyrirtæki fá að koma að efninu. 

Áhrifavaldurinn byggir trúverðugleika sinn á sérþekkingu um efnið, hann kafar dýpra en aðrir og býður hlustendum svo upp á samantekt og greiningu byggða á hennar persónulegu skoðun. Á þessu formi er auðvelt fyrir hlustendur að byggja upp traust til áhrifavaldsins.

Neysluhyggjan á undir högg að sækja. Hún er ekki lengur jafn flott og hún var fyrir nokkrum árum. Ef marka má orð Birtu eru áhrifavaldar ekki að fara neitt þó að þeir gætu birst okkur í öðru formi. „Í hvaða formi áhrifavaldar verða, maður veit það ekki. Þýðing orðsins er ekki að þú þurfir að vera manneskja sem er dugleg að pósta á samfélagsmiðla.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár