Það er regnþrunginn dagur í Reykjavík og ég er að bíða eftir því að tengjast við norska rithöfundinn Jan Grue á Zoom. Það er freistandi að tala um veðrið við hann en ég geri fastlega ráð fyrir að þessi einstaklega áhugaverði höfundur hafi um annað að spjalla en það.
Jan Grue fæddist 28. mars 1981 í Osló. Á þriðja aldursári greindist hann með vöðvarýrnunarsjúkdóm ( muscular dystrophy) sem hefur litað allt hans líf. Hann lauk doktorsprófi í málvísindum 2011 og er núna prófessor við háskólann í Osló.
Forritið vaknar í tölvunni og Jan er staðsettur á skrifstofu sinni í háskólanum í Osló. Ég læt það vera að ræða um veðrið en heilsa honum þess í stað: Sæll, Jan Grue, góðan dag!
Þegar skimað er yfir þær bækur sem þú hefur skrifað er það augljóst að þú skrifar ekki eina tegund bóka. Þarna eru smásögur, barnabækur, ritgerðir og skáldsögur. Getur þú …
Athugasemdir