Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dökk framtíð blasir við danskri kvikmyndagerð

Dansk­ar kvik­mynd­ir hafa unn­ið til fjöl­margra al­þjóð­legra verð­launa á und­an­förn­um ár­um og not­ið hylli bíógesta. En það eru blik­ur á lofti og nauð­syn­legt að bregð­ast við að mati sér­fræð­inga í kvik­mynda­iðn­að­in­um.

Dökk framtíð blasir við danskri kvikmyndagerð
Dönsk saga tekin upp erlendis „Så længe jeg lever“, sem var frumsýnd árið 2018, fjallar um ævi John Mogensen tónlistarmanns og var að stórum hluta tekin upp í Tékklandi. Mynd: Det Danske Filminstitut

Danskar kvikmyndir eiga sér langa sögu og hafa notið mikilla vinsælda langt út fyrir danska landsteina. Danir hafa lengi verið mikil bíóþjóð og næstum þriðji hver bíómiði sem seldur er í Danmörku er aðgangur að danskri mynd. 

Þrátt fyrir þetta er ekki allt í himnalagi í danskri kvikmyndagerð. Greinin á í fjárhagserfiðleikum og danskir kvikmyndaleikstjórar óttast að sá góði árangur sem náðst hefur á undanförnum árum verði að engu gerður innan fárra ára ef fjárhagsgrundvöllurinn verði ekki styrktur. Danska kvikmyndastofnunin er sama sinnis. 

Á fyrsta áratug þessarar aldar voru að jafnaði frumsýndar árlega 25–30 danskar kvikmyndir. Þeim hefur nú fækkað og eru nú um 20, eða jafnvel færri sem frumsýndar eru árlega. Til þess að halda stöðu sinni, sem kvikmyndaframleiðsluland í fremstu röð, segja danskir sérfræðingar á þessu sviði nauðsynlegt að framleiða árlega að minnsta kosti 25 kvikmyndir. Til að viðhalda þekkingunni, þjálfa leikara, tæknifólk og annað sem til þarf sé þessi tala, 25 kvikmyndir árlega, lágmark. 

Snýst um peninga

Claus Ladegaard, forstöðumaður Dönsku kvikmyndastofnunarinnar, sagði í blaðaviðtali fyrir nokkrum dögum að ef ekki komi aukið fjármagn til danskrar kvikmyndagerðar muni nýjum kvikmyndum sem árlega birtast á hvíta tjaldinu fækka um að minnsta kosti fjórar. „Ef sú verður raunin getum við ekki lengur boðið upp á  kvikmyndir fyrir börn, fyrir þá sem eldri eru, listrænar kvikmyndir og myndir sem höfða til breiðs hóps áhorfenda. Þetta myndi veikja mjög kvikmyndaiðnaðinn sem hefur lengi átt mikillar velgengni að fagna. Þetta myndi líka þýða að iðnaðurinn sem við kennum við kvikmyndir myndi í auknum mæli framleiða sjónvarpsmyndaflokka og svo eina og eina kvikmynd.“  

Skora á stjórnvöld að bæta í

Á þessu ári stendur til að danska þingið, Folketinget, samþykki nýjan rammasamning um fjárveitingar til kvikmyndagerðar. Slíkt samkomulag er gert til fimm ára í senn, núgildandi samningur rennur út um næstu áramót. Samningurinn sem gerður var 2018 og gilti á árunum 2019–2023 hljóðaði upp á 560 milljónir danskra króna (11 milljarðar íslenskir).

Danska kvikmyndastofnunin telur að til þess að tryggja framleiðslu danskra kvikmynda þyrfti árlega að auka styrki til kvikmyndagerðar um allt að 150 milljónum danskra króna (3 milljarðar íslenskir). Stofnunin og Samtök danskra kvikmyndaleikstjóra skora á þingmenn að tryggja þetta fjármagn með nýja samningnum sem nú er í undirbúningi og á að gilda frá næstu áramótum til ársloka 2027. Tvær leiðir eru mögulegar til að tryggja þetta fjármagn. Annars vegar gæti þingið einfaldlega ákveðið að hækka styrkinn eða ákveðið að minnst helmingur þeirra 6 prósenta sem streymisveitur greiða af veltu sinni fari í að styrkja kvikmyndagerðina. Sú upphæð gæti numið um 120 milljónum danskra króna á ári. 

Danskt en þó ekki danskt

Samtök danskra kvikmyndahúsaeigenda, Danska kvikmyndastofnunin og Samtök danskra kvikmyndaleikstjóra hafa lýst áhyggjum af tilteknu atriði í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Þar er lagt upp með að alþjóðlegar streymisveitur geti valið að framleiða efni sem væri danskt í stað þess að borga menningarframlagið. En er það ekki gott og blessað? kynni nú einhver að spyrja. Upp að vissu marki er svarið.

Það jákvæða við tilkomu streymisveitnanna hvað Danmörku varðar er að efnið er danskt og leikararnir danskir. En ókostirnir eru aftur á móti þeir að framleiðendur geta algjörlega ráðið hvar upptökur fara fram. Þess eru mörg dæmi á síðustu árum að danskir sjónvarpsmyndaflokkar hafa verið teknir upp í öðrum löndum en Danmörku. Þetta gildir einnig um kvikmyndir. Ástæða fyrir þessu er peningar. 

Afslættir og endurgreiðslur

Mörg lönd veita svonefnda framleiðsluafslætti, eða endurgreiðslur til kvikmyndaframleiðenda vegna upptaka sem fram fara í landinu. Algengt er að „afslátturinn“ sé 25 prósent af framleiðslukostnaði, sums staðar meiri. Dæmi um danskar myndir teknar upp í öðrum löndum á síðustu árum eru kvikmyndirnar „Pagten“ um Karen Blixen, „Erna i krig“ og „ længe jeg lever“. Sú síðastnefnda fjallar um ævi John Mogensen tónlistarmanns og er að stórum hluta tekin upp í Tékklandi. „Pagten“ er að mestu tekin upp í Belgíu og upptökur á „Erna i krig“ fóru að langmestu leyti fram í Eistlandi og Belgíu. Í Danmörku bjóðast framleiðendum hvorki afslættir né endurgreiðslur.

Erna í krigUpptökur á „Erna i krig“ fóru að lang mestu leyti fram í Eistlandi og Belgíu.

Í viðtali sem birtist í dagblaðinu Politiken fyrir nokkrum vikum sagði kvikmyndaframleiðandinn Meta Louise Foldager frá því að hún hefði verið búin að fá 21 milljón danskra króna í styrk til framleiðslu á þáttaröðinni „Pelle Erobreren“ (Pelle sigurvegari). Til stóð að þættirnir yrðu teknir upp í Tékklandi og þar hefði framleiðandinn fengið afslátt sem næmi 17 milljónum danskra króna. Ekkert varð þó af gerð þáttanna þar sem framleiðslufyrirtækið HBO (Home Box Office) hætti á síðustu stundu við verkefnið. Í áðurnefndu viðtali sagði Meta Louise Foldager að fyrir utan afsláttinn væri framleiðslukostnaðurinn mun lægri en í Danmörku, „í Tékklandi er fólk tilbúið að vinna 12 tíma á dag, 6 daga í viku og launin eru lægri en hér heima í Danmörku“.

Fara þangað sem kostnaður er lægstur

Meta Louise Foldager sagði einnig frá því að á næstunni myndi hún gera nýja kvikmynd, eða þáttaröð, fyrir streymisveituna Netflix. „Ég hef skrifað undir að upptökur, hvort sem það verður kvikmynd eða þáttasería, skuli fara fram þar sem kostnaðurinn er lægstur. Ég er smeyk um að þessar upptökur fari ekki fram hér í Danmörku.“

Hún benti á að Svíar hefðu á síðasta ári tekið upp fyrirkomulag sem gerir ráð fyrir að framleiðendur fái afslátt, sem nemur 25 prósentum af þeim kostnaði sem til fellur við gerð sænskra kvikmynda, eða myndaflokka, sem teknir eru upp í Svíþjóð. „Eitthvað þessu líkt þyrfti að gera hér heima.“

Claus Ladegaard, forstöðumaður Dönsku kvikmyndastofnunarinnar, er sammála því að ekki sé æskilegt að stór hluti danskra kvikmynda skuli framleiddur í öðrum löndum en Danmörku. „Ég held að danskir leikstjórar og framleiðendur vilji gjarnan vinna hérna heima og ég tel lausnina vera þá að hækka styrkina til einstakra verkefna. Þá þyrfti ekki að leita til útlanda eftir styrkjum og afsláttum. Ef tekið yrði upp fyrirkomulag sem nær til allra, yrði ekki hægt að gera neinar kröfur varðandi efni og innihald.“ 

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvenær rammasamningurinn um styrki til kvikmyndagerðar í Danmörku kemur til meðferðar í danska þinginu.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár