161,2 milljarðar króna er áætlaður halli á rekstri ríkissjóðs frá byrjun árs 2023 og út árið 2027. Í ár er áætlað að heildargjöld verði 54,5 milljörðum króna hærri en heildartekjur. Alls var afkoma ríkissjóðs neikvæð um 274 milljarða króna á árunum 2020 og 2021, þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði með tilheyrandi áhrifum á efnahagskerfi landsins. Þegar frumvarp til fjáraukalaga var lagt fram í nóvember í fyrra kom fram að það stefndi í að hallinn vegna ársins 2022 yrði 126 milljarðar króna.
21% er það hlutfall sem fyrirtæki munu þurfa að greiða í tekjuskatt vegna rekstrarhagnaðar ársins 2024. Það er einu prósentustigi meira en þau greiða í dag og hækkunin gildir einungis í eitt ár. Um er að ræða afar milda útfærslu á svokölluðum hvalrekaskatti.
7,5 milljarðar króna er sú upphæð sem ríkissjóður ætlar að ná inn í nýjar tekjur á næsta ári með því að ráðast í heildarendurskoðun á skattlagningu ökutækja og …
Athugasemdir