Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Saka dómsmálaráðherra um að brjóta lög

Ýms­ir stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn sök­uðu Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi í dag um að brjóta lög með því að koma í veg fyr­ir að Út­lend­inga­stofn­un af­henti gögn varð­andi rík­is­borg­ara­rétt og var hann hvatt­ur til að íhuga stöðu sína al­var­lega. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kom Jóni til varn­ar.

Saka dómsmálaráðherra um að brjóta lög
Þungar sakir Dómsmálaráðherra var borinn þungum sökum í dag á Alþingi fyrir að vera valdur þess að Útlendingastofnun skilaði ekki inn gögnum vegna afgreiðslu á umsóknum um rík­­is­­borg­­ara­rétt. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Margir þingmenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata stigu í pontu Alþingis í dag og sökuðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um lögbrot. Ástæðan er að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk afhent minnisblað í fyrradag sem tekið var saman af skrifstofu Alþingis í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um ákvörðun dómsmálaráðherra vegna beiðna þingsins um afhendingu gagna og upplýsinga. 

For­sagan er sú að fjöl­margir þing­­menn stjórn­­­ar­and­­stöð­unnar  gagn­rýndu harð­­lega afgreiðslu Útlend­inga­­stofn­unar á umsóknum um rík­­is­­borg­­ara­rétt til Alþing­is á síðasta ári. Óskuðu þingmennirnir ítrekað eftir gögnum frá stofnuninni en treglega gekk að fá þau afhent. 

Niðurstaðan í minnisblaðinu er sú að Alþingi fer með forræði á veitingu ríkisborgararéttar með lögum. Í minnisblaðinu kemur fram að samkvæmt ákvæði í lögum eigi Útlendingastofnun að undirbúa málin, rannsaka hagi  umsækjenda og veita umsögn um þær ásamt því að afla umsagna lögreglustjóra á  dvalarstað umsækjenda. 

„Ákvæði 2. mgr. 6. gr. laga nr. 100/1952 binda ekki hendur Alþingis heldur stjórnvalda  og fela þar með ekki í sér sérákvæði gagnvart 1. mgr. 51. gr. þingskapa. Þó ákvæði 51.  gr. þingskapa hafi ekki verið hugsað til að nota í málum sem varða veitingu  ríkisborgararéttar felur ákvæðið í sér þá meginreglu að Alþingi eigi aðgang að  upplýsingum frá stjórnvöldum sem eru því nauðsynlegar til að þingið geti gegnt hlutverki sínu. 

Til þess að Alþingi geti afgreitt umsóknir um ríkisborgararétt með viðunandi hætti þarf það að fá þau gögn sem máli skipta. Fáist þau gögn ekki afhent  með þeim hætti sem Alþingi óskar eftir getur það í ljósi þess að þingið fer með forræði  á málaflokknum beitt 1. mgr. 51. gr. þingskapa til að skylda stjórnvöld til að verða við  beiðnum Alþingis innan tiltekins frests. Ákvæðið hefur víðtækt gildisvið og ekki eru gerðar ríkar kröfur til þess hvernig mál sem nefnd hefur til umfjöllunar er afmarkað,“ segir í niðurstöðunni sem Heimildin hefur undir höndum. 

Það ber að afhenda Alþingi þau gögn sem beðið er um

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði undir liðnum störf þingsins í dag að hún vildi vekja athygli þingheims á umræddu minnisblaði.

Ákvörðun ráðherra um að afhenda ekki gögn í bága við þingskapalögÞórunn segir að niðurstaða minnisblaðsins sé ótvíræð: „Ákvörðun dómsmálaráðherra um að afhenda ekki gögn fer í bága við þingskapalögin.“

„Það varðar 51. grein þingskapalaga er kveður ótvírætt á um að afhenda beri Alþingi þau gögn sem beðið er um. Þessi grein er sem sagt skoðuð í samspili, eins og það er orðað, við lögin um íslenskan ríkisborgararétt. Eins og öll í þessum sal vita hefur staðið mikil deila á milli dómsmálaráðuneytis, eða hæstvirts dómsmálaráðherra, og þingmanna, ekki síst úr allsherjar- og menntamálanefnd, um afhendingu gagna er varða veitingu ríkisborgararéttar. Frá því er að segja í mjög stuttu máli að niðurstaðan er ótvíræð og myndi í öllum öðrum samfélögum sem kenna sig við lýðræði hafa tilteknar afleiðingar,“ sagði hún. 

Vísar hún í minnisblaðið sem segir að ákvæði laga um veitingu ríkisborgararéttar byndi ekki hendur Alþingis og fæli ekki í sér sérákvæði gagnvart 51. grein þingskapalaga. „Á mannamáli heitir það að það ber að afhenda Alþingi þau gögn sem beðið er um, hvort sem það er um sérstök frumvörp eða önnur mál sem eru til umfjöllunar hér í þingnefndum. Það ber að afhenda þinginu gögnin og það á við um alla, líka hæstvirtan ráðherra, líka hæstvirtan dómsmálaráðherra. Niðurstaða minnisblaðsins er ótvíræð: Ákvörðun dómsmálaráðherra um að afhenda ekki gögn fer í bága við þingskapalögin,“ sagði hún. 

 Grafalvarlegt mál

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tjáði sig einnig um málið undir sama lið. Hún sagði að minnisblaðið sem barst nefndinni frá lagaskrifstofu Alþingis væri býsna alvarlegt. Þar kæmi skýrt fram að Alþingi færi með forræði á veitingu ríkisborgararéttar og hefði svo verið frá gildistöku stjórnarskrár konungsríkisins Íslands frá 1920. 

Er Alþingi sama?Helga Vala velti því fyrir sér hvort meirihluta Alþingis væri hreint alveg sama um slíkt, að dómsmálaráðherra hefði sniðið fram hjá löggjafanum, þeim sem hefði forræði á þessum málum.

„Í skýringum við ákvæðið sagði að það þótti rétt að taka það beint fram að útlendingur gæti ekki öðlast ríkisborgararétt nema með lögum. Við setningu lýðveldisstjórnarskrárinnar 1944 var þetta áréttað. Lögum um íslenskan ríkisborgararétt hefur verið breytt nokkrum sinnum. Þar var veitt ákveðið svigrúm þannig að stjórnvöld gætu komið að þessu einnig, gætu einnig komið að, en algerlega skýrt tekið fram hér í þessu minnisblaði að Alþingi fer með forræði á veitingu ríkisborgararéttar. 

Af lögskýringargögnum má sjá að þingið hefur frá upphafi verið sá aðili sem hefur annast þetta. Gert er ráð fyrir að stjórnvöld taki á móti umsóknum og annist ýmsa svona pappírsvinnu. Alþingi ber ábyrgð á þessu. Þess vegna er ekki annað hægt en að vekja athygli bæði á orðum og greinum hæstvirts dómsmálaráðherra undanfarin misseri þar sem hann hefur staðfest og segist bera ábyrgð á því að hafa brotið gegn skýrum ákvæðum laganna og skýrum stjórnskipunarvenjum sem hafa myndast síðustu sjö áratugi eða síðustu 100 ár jafnvel varðandi veitingu ríkisborgararéttar. Hann viðurkennir bæði í orði og í riti að hann hefur brotið lög,“ sagði hún. 

Helga Vala velti því fyrir sér hvort meirihluta Alþingis væri hreint alveg sama um slíkt, að dómsmálaráðherra hefði sniðið fram hjá löggjafanum, þeim sem hefði forræði á þessum málum. „Þetta er grafalvarlegt mál,“ sagði hún. 

Spurði um viðbrögð ríkisstjórnarflokkanna og annarra ráðherra

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sagði að það væri alveg skýrt í minnisblaðinu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög þegar hann „kom ítrekað í veg fyrir“ að Alþingi fengi gögn frá Útlendingastofnun sem þingið bað um vegna lagasetningar um ríkisborgararétt. 

Hvað segir Katrín?Sigmar spyr hvað forsætisráðherra finnist „þegar fyrir liggur það mat skrifstofu Alþingis að ráðherra í ríkisstjórn hennar hafi brotið gegn lögum sem tryggja eiga rétt þingsins til að sinna sínum stjórnarskrárbundnu verkefnum“.

„Þetta er mikið prinsippmál fyrir okkur, alþingismenn. Mál þetta var margoft rætt hér í þingsal og ítrekað var bent á að það væri verið að fara gegn lögum. Allsherjar- og menntamálanefnd, öll nefndin, ekki bara minnihlutinn, óskaði í þrígang eftir gögnunum en það var fyrirskipun ráðherrans sem olli því að Útlendingastofnun afhenti gögnin ekki, í trássi við lög. Þarna var ráðherra að koma í veg fyrir að þingið gæti sinnt stjórnarskrárbundnu hlutverki sínu.

Dómsmálaráðherra sagði skýrt í þessum ræðustól, þegar málið var rætt og hann gagnrýndur fyrir að beita sér gegn Alþingi: „Það er mín ákvörðun að vinna þetta með þessum hætti og ég tek ábyrgð á því.“ Hver er ábyrgðin nú þegar fyrir liggur að ákvörðun ráðherrans var lögbrot sem hamlaði Alþingi í störfum sínum? Þetta hafði ítrekað bein áhrif á að allsherjar- og menntamálanefnd og Alþingi allt gæti sinnt lagaskyldu sinni með sama hætti og verið hafði um áraraðir. Nefndin öll bókaði að hún harmaði þessar tafir en ráðherra lét sér ekki segjast þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um að hann væri að brjóta lög um þingsköp Alþingis, lög sem eiga að tryggja að þingið geti kallað eftir þeim gögnum sem þingið þarf til þess að geta sinnt skyldu sinni,“ sagði þingmaðurinn. 

Spurði hann hver viðbrögð þingsins yrðu þegar það lægi fyrir að einn ráðherra bæri ekki meiri virðingu fyrir rétti þingsins til að kalla eftir gögnum vegna starfa sinna og lagasetningar. „Hver verða viðbrögð ríkisstjórnarflokkanna og annarra ráðherra? Hvað segir hæstvirtur forsætisráðherra þegar fyrir liggur það mat skrifstofu Alþingis að ráðherra í ríkisstjórn hennar hafi brotið gegn lögum sem tryggja eiga rétt þingsins til að sinna sínum stjórnarskrárbundnu verkefnum? Þetta er grafalvarlegt mál sem hlýtur að kalla á hörð viðbrögð,“ sagði hann og bætti því við að dómsmálaráðherra hlyti að íhuga stöðu sína alvarlega.

„Niðurstaðan er skýr“

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata benti á að fyrsta sinn í áraraðir hefði Alþingi lent í vandræðum með lögbundna gagnaöflun vegna máls sem þingið hafði til afgreiðslu. 

„Voru vandræðin þau að við vinnslu umsókna um ríkisborgararétt hjá undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar haustið 2021 neituðu stjórnvöld, nánar tiltekið Útlendingastofnun, að afhenda gögnin eins og venja er. Hæstvirtur dómsmálaráðherra gekkst við því í kjölfarið, bæði á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar sem og í ræðustól Alþingis, að hann hefði fyrirskipað stofnuninni að hunsa beiðni þingnefndarinnar þar sem hann sjálfur teldi að téð ákvæði 51. grein þingskapalaga ætti ekki við,“ sagði hún og bætti því við að dómsmálaráðherra hefði þannig lýst því yfir að hann bæri sjálfur ábyrgð á því að gögn, sem þingnefnd óskaði eftir með vísan til laga um þingsköp Alþingis, hefði ekki borist nefndinni í samræmi við beiðni hennar þar um. 

Spurði dómsmálaráðherra ítrekað út í máliðArndís Anna fór ítrekað í pontu Alþingis í fyrra til að ræða þetta mál og beindi spurningum sínum aðallega að dómsmálaráðherra.

„Varð þetta til þess að Alþingi gat ekki sinnt umræddri löggjafarvinnu sinni venju samkvæmt. Málið var í kjölfarið tekið upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, sem fjallar meðal annars um embættisstörf ráðherra, og í gær barst nefndinni minnisblað frá lögfræðingum nefndasviðs þar sem þeirri spurningu var svarað hvort lög um veitingu ríkisborgararéttar gangi framar þingsköpum Alþingis með þeim hætti að upplýsingaréttur þingsins samkvæmt þingsköpum eigi ekki við. Niðurstaðan er skýr: Heimild þingnefndar til að krefjast gagna og upplýsinga frá stjórnvöldum á grundvelli þingskapalaga hefur víðtækt gildissvið, enda felur ákvæðið í sér þá meginreglu að Alþingi eigi aðgang að upplýsingum frá stjórnvöldum sem eru því nauðsynlegar til að þingið geti gegnt hlutverki sínu,“ sagði hún. 

Spurði hún í framhaldinu hvernig Alþingi ætlaði að bregðast við. 

Vill að málin séu rædd af yfirvegun og skynsemi

Eftir störf þingsins var mikil umræða um málið undir liðnum fundarstjórn forseta þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar komu í pontu sem og þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. 

Alvarlegt og mikilvæg mál„Má maður bara biðja um það að það sé rætt um jafn alvarleg og mikilvæg mál eins og rétt Alþingis til upplýsinga annars vegar og réttinn til að fá afgreiðslu á sínum beiðnum um ríkisfang hins vegar af einhverri yfirvegun og skynsemi hérna í þinginu?“ spurði Bjarni.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði meðal annars að það væri nú óskandi að það væri fjallað um mál sem vörðuðu lög um ríkisborgararétt af meiri yfirvegun á Alþingi. „Auðvitað hlýtur það að vera grundvallaratriði að í lögunum sé fyrst og fremst greint frá þeim skilyrðum sem þurfa að vera uppfyllt lögum samkvæmt til að fólk eigi rétt á því að fá jákvæða afgreiðslu á beiðni um íslenskt ríkisfang. En einhverra hluta vegna hafa mál þróast þannig að Alþingi er komið með óeðlilegan áhuga á því að fá sem flestar beiðnir til sín til sérstakrar meðhöndlunar, til þess að Alþingi geti, auk þess sem segir í lögunum, fengið sem allra flest mál til að afgreiða sem ekki hafa uppfyllt skilyrði laganna. Þetta verð ég að segja að er alveg sérstaklega sérstakt.

Varðandi það sem er hér verið að ræða um þá dugar lítið fyrir þingmenn að tala svona fjálglega um rétt sinn til upplýsinga þegar þessir sömu þingmenn vita að stofnunin sem í hlut á er ekki með gögnin tilbúin fyrir þingið. Þetta snýst ekki um það að gögnin séu öll tilbúin í því formi sem þingið vill og menn séu bara hreinlega að neita þinginu um aðgengi að gögnunum. Málin eru bara svo mörg að það er ekki komið að því að gögnin séu tilbúin fyrir þingið þegar þingið vill fá þau afhent. Má maður bara biðja um það að það sé rætt um jafn alvarleg og mikilvæg mál eins og rétt Alþingis til upplýsinga annars vegar og réttinn til að fá afgreiðslu á sínum beiðnum um ríkisfang hins vegar af einhverri yfirvegun og skynsemi hérna í þinginu?“ spurði hann. 

Fráleit túlkun að mati þingmanns 

Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að þingmenn yrðu að fara að „draga andann djúpt“ og aðeins að einbeita sér að lestrinum af því að það væri hvergi tekið fram í þessu minnisblaði að ráðherra hefði brotið nokkur lög. 

Hvetur fólk til að hugsa hvernig það kemur framBerglind Ósk segir að mikilvægt sé að fólk setjist niður og hugsi aðeins hvernig það kemur fram í ræðupúlti Alþingis. „Hér er ekki á neinn hátt fjallað um lögbrot eins né neins. Þetta er bara fáránlega furðuleg umræða hér í þingsal.“

„Menn þurfa bara að setjast niður og lesa þetta álit sem fjallar á engan hátt um eitt né annað tiltekið mál heldur er bara almenn umfjöllun um lögfræðilegt úrlausnarefni. Það er algerlega fráleitt að fólk sem hefur aðgang að þessu áliti leyfi sér að túlka það á þann máta að ráðherra hafi einhvern veginn gerst sekur um að brjóta lög. Ég held að það sé mikilvægt að fólk setjist niður og hugsi aðeins hvernig það kemur fram í þessu ræðupúlti. Hér er ekki á neinn hátt fjallað um lögbrot eins né neins. Þetta er bara fáránlega furðuleg umræða hér í þingsal,“ sagði hún. 

Birgir Ármannsson forseti Alþingis sagði að hann hefði fengið í hendur minnisblaðið og yrði farið yfir það varðandi framhald málsins. „Bæði þetta minnisblað og aðrar umræður sem átt hafa sér stað um þetta mál.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár