Þriðjungur sitjandi alþingismanna eru annaðhvort náskyldir eða mægðir fyrrverandi þingmönnum eða varaþingmönnum. Alls eiga fimm núverandi þingmenn feður sem sátu á þingi. Bræður tveggja þingmanna til hafa þá setið á þingi.
Afar þriggja þingmanna voru alþingismenn og í einu tilviki sátu báðir afar þingmanns á þingi, fyrir flokka á sitthvorum enda hins pólitíska litrófs. Amma eins þingmanns sat þá á þingi. Langafar tveggja þingmanna voru einnig þingmenn og þrír þingmenn áttu afa- eða ömmusystkin sem setið höfðu á þingi. Einn þingmaður á föðurbróður sem sat á þingi og tveir þingmenn eiga náskylt frændfólk sem gegndi þingstörfum. Þá eru þrír þingmenn mægðir við fyrrverandi þingmenn og í einu tilviki sat fyrrverandi maki þingmanns einnig á Alþingi. Í ofanálag settust foreldrar þriggja þingmanna á þing sem varaþingmenn.
Að minnsta kosti fimm þingmenn fyrir utan þá sem hér er fjallað um að ofan eru þá ýmist blóðtengdir eða mægðir við fólk sem hefur …
Það bendir margt til þess að megnið af núverandi meini samfélagsins sé upprunið frá gömlu hunda samfélagi.
Á ekki hið háa Alþingi að endurspegla samfélagið í núinu? En ekki þá sem hafa verið þar sem samfélags þegnar?
Allavega virðist vera að margur sem þar starfar og ráð hafa, sé í raun ekki að starfa fyrir samfélagið.
Benedikt jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra er sonur Guðrúnar systur Bjarna Ben eldri. Systir Benedikts er Guðrún Zoëga fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þannig eru Halldór Blöndal, Björn Bjarnason, Benedikt Jóhannnesson og Benedikt, faðir Bjarna Ben yngri, systkinabörn.
Eyða