Dómurinn frá Spáni yfir Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni, sjómanni sem stundum er kallaður áhrifavaldur, segir aðra sögu um brot hans en hann sjálfur gerir.
Kristján Einar, sem gengur undir viðurnefninu Kleini, var í nóvember í fyrra dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í þrjú ár og níu mánuði á Spáni. Dómurinn var fyrir ofbeldisfullt rán og tilraun til ofbeldisfulls ráns í borginni Málaga í Andalúsíu í mars 2022. Þetta má lesa í dómnum í máli hans sem Heimildin fékk sendan frá yfirvöldum í Málaga. Dómurinn í máli hans féll þann 17. nóvember 2022 og var hann skilorðsbundinn til þriggja ára.
Sagði ákæruvaldið ekki hafa haft neitt á hann
Kristján Einar, sem varð þekktur á Íslandi sem kærasti Svölu Björgvinsdóttur söngkonu, sat í gæsluvarðhaldi í fangelsi í Málaga í átta mánuði áður en hann var dæmdur og honum sleppt í nóvember.
Hann kom svo aftur til Íslands og sagði frá því í nokkrum …
Athugasemdir