Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristján Einar var dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni

Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son sjómað­ur, sem stund­um er kall­að­ur áhrifa­vald­ur, var dæmd­ur í tæp­lega fjög­urra ára skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir rán og til­raun til ráns í fyrra. Hann sat í gæslu­varð­haldi í átta mán­uði og ját­aði sök á end­an­um og kom til Ís­lands. Við heim­kom­una sagði hann sög­ur um brot sín og afplán­un sem ganga ekki al­veg upp mið­að við dóm­inn í máli hans.

Kristján Einar var dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni
Dómurinn fyrir rán og ránstilraun Kristján Einar Sigurbjörnsson var dæmdur fyrir rán og ránstilraun í Málaga í fyrra. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Dómurinn frá Spáni yfir Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni, sjómanni sem stundum er kallaður áhrifavaldur, segir aðra sögu um brot hans en hann sjálfur gerir

Kristján Einar, sem gengur undir viðurnefninu Kleini, var í nóvember í fyrra dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í þrjú ár og níu mánuði á Spáni. Dómurinn var fyrir ofbeldisfullt rán og tilraun til ofbeldisfulls ráns í borginni Málaga í Andalúsíu í mars 2022. Þetta má lesa í dómnum í máli hans sem Heimildin fékk sendan frá yfirvöldum í Málaga. Dómurinn í máli hans féll þann 17. nóvember 2022 og var hann skilorðsbundinn til þriggja ára.

Sagði ákæruvaldið ekki hafa haft neitt á hann

Kristján Einar, sem varð þekktur á Íslandi sem kærasti Svölu Björgvinsdóttur söngkonu, sat í gæsluvarðhaldi í fangelsi í Málaga í átta mánuði áður en hann var dæmdur og honum sleppt í nóvember.

Hann kom svo aftur til Íslands og sagði frá því í nokkrum …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár